Öskrandi sögu fölsun á visir.is, lögfræðingar í málinu!

Kajagoogoo í tónleikaferð

mynd
Limahl úr Kajagoogoo

Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.

Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.

Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.

Sem yfirlýstur Kajagoogoo aðdáandi þá finnst mér þetta hræðilegt að sjá!

Fyrir það fyrsta: til hvers er Nick Beggs að taka við hljóðnemanum ef hljómsveitin er hætt? í öðru lagi þá gáfu þeir út eðal skífu ári seinna Islands og man ég að ég fékk hana í afmælisgjöf og var hún spiluð í hengla, þar er einmitt að finna Big Apple plús annara eðal smella: Turn your back on me, Lions Mouth, Part og me is you..... ohhh good times.

Ég hef að vísu ekki hlustað á Islands í 20 ár en fannst hún tussu góð í þá gömlu góðu.

Síðasta plata sveitarinnar kom út ári seinna ef ég man rétt og þá voru þeir komnir í danspoppið og afskaplega ekkert gott og sveitin búin að taka Googooið úr nafninu og hét bara Kaja!

Nú er bara að stofna Feisbögg síðu og fá þá í Egilshöllina!... eða Amsterdam..

Er einhver á landinu sem viðurkennir að hafa verið fan back in the day annar en ég?

Ef hann er til þá var ég að sjá að það koma ný plata út í fyrra, Gone to the Moon ... djöfull ætla ég að fara að tékka á henni!

Varðlega

Ég hef ekki hitt hann/hana


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Kæra liggur á borðinu

Ómar Ingi, 15.5.2009 kl. 10:05

2 identicon

Mæli með því að við förum í hópferð til bretlands í águst.

Here & now festival, fram koma

Saturday 22nd August 2009

RICK ASTLEY
BANANARAMA
BELINDA CARLISLE
KID CREOLE & THE COCONUTS
HEAVEN 17
DR & THE MEDICS
CUTTING CREW
BILLY OCEAN
KIM WILDE
TOYAH
THE REAL THING
CHINA CRISIS



Sunday 23rd August 2009

MIDGE URE
HOWARD JONES
NIK KERSHAW
T’PAU
THE CHRISTIANS
THE BLOCKHEADS WITH PHILL JUPITUS
CHAS N DAVE
ABC
PAUL YOUNG
GO WEST

http://www.here-and-now.info/hn_tours.html

Johnny (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:14

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

leiðinlega uppstillt.... 5 atriði sem mig langar mikið að sjá en mun fleiri sem ég vil aldrei sá á ævinni!

Þórður Helgi Þórðarson, 24.5.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband