Færsluflokkur: Tónlist

Kraftawerki líkast

Ég verð að henda inn dómnum þar sem Benson félagi minn fann hann.

Ekki amarlegur ......Gasp

DÚETTINN Mullet þreytir hér frumraun sína á plasti og er útkoman vægast sagt athyglisverð að uppbyggingu. Fyrri helmingur plötunnar er myndarlegur blómsveigur að leiði gamla tölvupoppsins og eru listamenn eins og Depeche Mode, Gary Numan, Human League og hinir þýsku frumkvöðlar allra handa rafpopps, Kraftwerk, sveimandi um eins og ærsladraugar. Stemmningin er svo brotin upp með einhvers konar stökkbreyttum kjötkveðjuhátíðarbrag sem leiðist út í öllu persónulegri umhverfingspælingar (e. ambient) áður en Mullet þakkar fyrir sig með galgopalegri útgáfu af lagi rokksveitarinnar Botnleðju!? Nýrómantísku stemmurnar eru merkilegt nokk afar vel heppnaðar. Lög sem hefðu hæglega getað snúist upp í aulalegt grín eru þess í stað hinir reisulegustu virðingarvottar þessa ótrúlegasta tímabils poppsögunnar.

 

Mulletmenn hafa sem betur fer vit á því að umgangast þessa sögulegu popptónlist af verðskuldaðri auðmýkt og virðingu án þess þó að gleyma gleðinni. Þetta er kannski ekki svo mikið undrunarefni þegar litið er til þess að meðlimir Mullet voru virkir í íslensku nýrómantíkinni á sínum tíma með hljómsveitinni Splendid og því hefur innblástur og réttur andi ekki verið órafjarri.

Opnunarlagið er vel heppnuð blanda af Gary Numan og Kraftwerk og "You´re a Star" er líkast til besta lagið sem hljómsveitin Human League hefur aldrei samið. Það er skreytt með frábærum texta þar sem er að finna línur eins og, "Who do you think you are. Some kind of supermodel. Come on and think again. Look in the mirror!" Maður sér augnskuggahlaðið myndbandið í hyllingum. Fullkomið níunda áratugar tölvupopp. Einar Ágúst Skítamóralsmaður syngur svo lag Depeche Mode, "It Doesn´t Matter", (hvað annað?) og gerir það afbragðsvel. Rödd hans er vélræn og sannfærandi og smellpassar við tónlistina. Lagið "Everything" er svo kirfilega bundið tímabilinu 1979-1982 að ég myndi álíta það b-hlið einhverrar smáskífu Depeche Mode ef ég vissi ekki betur. Síðasta lagið í hárblásnum innganginum reynist svo hálfgerður stílbrjótur þar sem það skáskýtur sér nett inn á menntuð svæði franska rafgutlarans Jean-Michel Jarre.

Á seinni helmingi disksins kippa Mulletmenn svo andagiftinni aftur til okkar tíma. Í þeim lögum eru þeir að fást við umhverfða hljóma og ná ágætlega að skapa seyðandi andrúmsloft með þeim, þá sérstaklega í laginu "Fixed mood" sem er vafalaust ný
stárlegasta lag disksins. Hin "nýju" lögin hljóma þó svolítið gamaldags, líkjast helst umhverfingstónlist þeirri sem hæst fór fyrir u.þ.b. 6-8 árum. Disknum lýkur svo með vel fyndinni og niðurtónaðri útgáfu af hinu rosalega lagi Botnleðju, "Heima er best. Geðklofaeinkenni þessarar fyrstu plötusmíðar Mullet eru henni síst fjötur um fót. "You're a Star" er t.d. tærasta popplag sem ég hef heyrt í ár, þrátt fyrir að vera eðli sínu samkvæmt "gamaldags". Mullet hefðu fengið gullið ef þeir hefðu haldið sig við þennan "ljúfsára söknuð eftir liðnum tímum" sem einkennir fyrstu fimm lögin og ég er ákveðinn í að láta þau rúlla í næsta "eighties" partíi enda fullviss um að enginn muni taka eftir því að þetta sé íslensk plata frá 1999. En því miður renna gullverðlaunin úr greipum Mulletliða vegna þess að síðari hluti plötunnar er heldur gloppóttur á stundum. Það má því með sanni segja að platan sé "hálfgert" meistaraverk.

 

Arnar Eggert Thoroddsen


XXX - MULLET 10 ára á þessu ári!!!!

mullet 

Ég var að átta mig á því að við krakkarnir í stórhljómsveitinni Mullet eigum 10 ára afmæli á þessu ári.

Meistaraverkið XXX kom út árið ´99 (síðasta öld) og seldist í 20-30 eintökum á no time, ég reyndi að pranga þessu inn á alla sem ég þekkti, Irc vinum og fjölsk.

Ef ég man rétt þá náði ég að selja einum vini mínu 1 stk. og einhverjum irc kunningjum 3-4 stk.

Það er stuðningurinn sem ég fékk frá vinum og fjölsk. (alls ekki það að platan hafi verið léleg).

Ég man að afi minn heitinn sagði nokkru eftir að platan kom út:.... maður ætti kannski að kanna þetta drasl (hann sagði ekki drasl, en eitthvað í þá áttina) og hvers vegna var hann að pæla í að kanna þetta drasl?

Jú meistari Arnar Eggert Thorodssen skrifaði dóm um plötuna!

Fyrirsögnin var svona: KRAFTAVERKI LÍKAST, endurtek: KRAFTAVERKI LÍKAST!

Það magnaða við þessa fyrirsögn var að hann var ekkert að hæðast, fyrirsögnin var náttúrulega vísun í Kraftverk sem var ekki úr lausu lofti gripið enda var tónlistin 80´s tölvupopp.

Hann talaði um týnda lagið sem Human Legue sömdu aldrei eða hvort það hafi verið besti lagið sem þau sömdu aldrei... allavega fór fögrum orðum um gripinn, mun fegurri orðum en ég nokkurn tíma eyddi í plötuna.

Þarna var að mestu 80´s tölvupopp eins og fram kom en datt yfir í e-ð skemmtara samba og algjöran viðbjóð (enda fékk ég litlu um þetta ráðið) og Fór Arnar fögrum orðum um það sem var fínt en drullaði ekki einu sinni yfir viðbjóðinn, var kannski aðeins meira til baka back in the day.

Hvað um það, 8 árum eftir útkomu XXX sló hún í gegn í Risastórageisladiskamarkaðnum og seldist upp á nokkrum dögum..... 50-60 stk. Enda var hann víst seldur á eina krónu og ykkur að segja hverrar krónu virði!!!!

Nú er bara spurning um reunion, annað hvort ég sjálfur eða ég tali við Ása sem var með mér í þessu. (höfum lítið talað saman síðan Mullet var og hét, hann rak mig úr bandinu þar sem platan seldist ekki neitt..... það var minni markaðs stjórnun að kenna).

Svo kæru landsmenn þó að það sé kreppa þá má hlakka til næstu mánaða því Mullet is BACK!!!!

mullet 2


Þessi Lady er ekki Ga Ga!

 Þessi kom fyrst held ég og var vinsæl fyrir nokkrum árum

Lady Sovereign

Er að hefjast lady stríð?

Bítlar - Stóns

Wham - Duran

Oasis - Blur

Bubbi - Geirmundur Valtýrs

Lady - Lady

Þetta verður vinsælt á Fm eftir 8 mánuði ef ég þetta þær rétt, enda ekkert spes lag.

Ágætis popp og hópnauðgað sampl.

Lady Sovereign - So Human


Þetta kallar maður hressandi breik!

Gamli maðurinn fékk líf í eina tánna við að heyra og sjá þetta


 

Dj Rush - Motherfucking Bassline (Popof Tekno Version)

Lag af einni af betri plötum síðasta árs

Chase & Status er prodúser duo sem gáfu út plötu í fyrra sem heitir More Than A Lot og er afskaplega fín.

Þetta er Drum og Bass skotin popp tónlist, á köflum alveg magnað.

Hér erum við að tala poppaðasta lag plötunnar, lag sem við krakkarnir í Litlu Hafmeyjunni vorum svoæítið að spila í fyrra.

Lagið vera að ná einhverjum vinsældum í U.K. þessa dagana.

Chase & Status ft. Kano - Agains All Odds


Við heimtum Satisfaction á okkar degi!!!!

Ég býð upp á það í spilranum hér til hliðar, hressilegt rmx á föstudegi.

Bestu kveðjur á bænda bræður mína.

 

borat5lb9


Nýtt prifjú með Royksopp í spilaranum

Hljómar full kunnulega......

Fyrsti singullinn Happy Up Here


Nýja U2 lagið Get on your new boots....

Er þetta eitthvað????

Þetta er náttúrulega bara stofnun svo þetta verður alltaf heitt hjá útvarpsstöðvum.

Þeir áttu að hætta eftir Achtung Baby, eða gera skárri tónlist

 

Það er nú samt smá rokk í þessu, Bylgjumönnum á eftir að svíða að þurfa að spila þetta (örugglega argasta pönk í þeirra eyru!)


Næstum gleymt en alls ekki grafið

Þetta er afskaplega smekklegt.....

Hljómsveitin Mono og lagið Life In Mono.

Hallið ykkur aftur og hafið það næs!


Djöfulsins endalaus helvítis fokking snilld!

Rakst á myndband sem ég hef aldrei séð áður, lag sem var í svakalega miklu uppáhaldi hjá mér í gamla daga.

Hljómsveitin Leftfield (R.I.P.) Ásamt söngkonu hljómsveitarinnar Curve, Toni Hallyday (ef ég man rétt)

Lagið heitir Orginal og er stórkostlegt!

Skemmir lítið að ms. Hallyday er glæsileg kona....

 

Finnst nú bara allt í lagi að lauma Curve með....


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband