Færsluflokkur: Tónlist
12.8.2008 | 08:26
Nýtt lag frá Lights komið í spilarann. Silver Lining
Hressu krakkarnir í Ligths on the Highway eru komnir með nýtt lag.
Smellið ykkur í spilararann og hlustið, Tarfurinn fer á kostum á slædinn.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2008 | 10:09
Skellti nokkrum nýjum lögum (og gömlum) í spilarann, tékk idd
Mæli sérstaklega með Chem. Bros. og My Bloody.
One Day As A Lion - 'Wild International' Þetta er nýtt Band Zach De La Rocha og trommarans úr Mars Volta
Muse og Streets er flipp hjá þeim að gera U.K. Rage Against Machine lag.
Blind fullir eftir eitthvað gigg sem þeir tóku saman.
Vil vara AC/DC aðdáendur við Thunder remixinu, allavega verða þeir að hlusta sitjandi!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.8.2008 | 09:59
Topp 6 á föstudegi.
Ætla að henda inn á föstudögum topp 6 lögum sem ég er að hafa gaman af þessa dagana.
6. Chemical Bros - MIdnight Madness
5. Kings of Leon Sex On Fire
4. Muse & The Streets - 'Who Knows Who'
3. Scratch feat. Damon Albarn Too Late
2. Axwell, Bob Sinclar & Ron Carrol What A Wonderful World
1. Adele - Hometown Glory (High Contrast Remix)
Mæli með því að fólk skelli sér á net og reyni að dánlóda þessu öllu, allt solid
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2008 | 09:51
Er Litla Hafmeyjan samkynhneigð?

Hinsegindagar í Litlu Hafmeyjunni, eingöngu leikin tónlist sem tengist samkynhneigðum.
Boy George, Divine, Wham, Judas Priest, Freddy Mercury, Dead or Alive og margir fleiri.
Gestur þáttarins verður engin annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, spilar hann fyrir okkur sitt föstudagslag og sýna Sakbitnu Sælu.
Einnig verður al-Gay Party Keppni, engar reglur nema að allt þarf að vera Gay! s.s. Gay party!
Löðrandi samkynhneigð í Litlu Hafmeyjunni á Föstudagskvöldið frá 19:30 til 22:00
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.7.2008 | 20:33
Verzló lagið 2008!!!!!
Ég tók mig til og gerði Verslunarmannahelgarlag með réttu formúlunni, lélegt lag ömurlegur texti en festist mögulega á heila.
Gaman að segja frá því að þetta var unnið á Vegas sem er aðallega video klippi forrit sem ég nota mikið í auglýsingargerð og þó ég segi sjálfur frá, hljómar bara nokk vel.
Áhugasamir hlustendur geta farið í spilarann hér til vinstri (ef hann er hér enn) og hlustað á snilldina og farið inn í helgina með Stuðið á heilanum.
Lagið heitir því skemmtilega nafni Kondí stuðið og er skrifað á Meyjuna enda var planið að fara í Verslólaga keppni en þar sem annar aðilinn beilaði þá er lítil keppni í gangi.
Pop quiz út hvaða lagi stel ég samplinu???
Tónlist | Breytt 31.7.2008 kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
29.7.2008 | 18:19
Verzunarmannahelgarþáttur þjóðarinnar - Litla Hafmeyjan!

Þátturinn á föstudaginn verður með bullandi Verzlunarmannahelgarsniði.
Þema þáttarins er væntanlega eins langt frá stjórnendum og hugsast getur, SVEITABALLAPOPP!
Spilað verður allt þetta hressa og misgóða sem á heima á þessari helgi.
Þjóðin er hvött til að hafa samband og segja jafnvel skemmtilegar Verzló sögur/Þjóðarpúlsinn.
Einnig verður reynt að ná sambandi við eitthvað af þeim listamönnum sem munu koma fram þessa helgi.
Gestur þáttarins hefur komið fram á einni eða jafnvel tveimur Verzlunarmannahelgum og tekið lagið og jafnvel farið með gamanmál, Jón "góði" Ólafsson
Tjaldaðu, brostu og stilltu á útvarp allra landsmanna, Rás 2 kl. 19:30 á föstudagskvöldið.
Nú verður dansað.
ÞAÐ ER HÆGT AÐ HLUSTA Á ÞÁTTINN HÉR
http://www.ruv.is/litlahafmeyjan/
ps. það verður líka spemmamdi að fylgjast með því hvernig tenging nær saman, Doddi verður á Akureyri og Andri í Köbehavn!
Tónlist | Breytt 3.8.2008 kl. 14:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.7.2008 | 11:26
Óttar Proppe, Búi bents, Dr. Spock og Atómstöðin- Meyjan í kvöld
Það verða endurfundir í Meyjunni í kvöld!
Tónlist | Breytt 26.7.2008 kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2008 | 13:36
Geir Ólafs, Bjartmar og Powerballöður
Það var að venju góður fílingur í Hafmeyjunni á föstudaginn.
Þemað var Power ballöður: Skidrow, Steelheart, Guns n Roses, Scorpions, Nazareth og fleiri góðir sáu að mestu leiti um tónlistina, þið getið skoðað lagalistan hér til vinstri.
Við heyrðum í Bjartmari Guðlaugssyni sem ætlar að halda risa tónleika í Hallormsstaðarskógi 20. júlí ásamt Rúnna Júll, Kidda flugu og frábæru bandi.
Geir Ólafsson var aðalgestur kvöldsins, viðurkenndi hann ást sína á Michael Jackson og Sakbitna sælan hans var I Will Survive - Gloria Gaynor.
Hann talaði um væntanlega plötu sína sem verður öll sungin á Íslensku og kemur út í haust.
Spurningunni um hvort Nancy Sinatra komi fram á útgáfutónleikunum var svarað en lítið að marka svarið held ég.
Hann vildi ekki tjá sig um hvort Geir H. Harde komi nálægt þeim gjörningi.
Að sjálfsögðu endaði Geir á því að taka lagið í beinni útsendingu.
Farið í party einvígi sem þið getið skoðað nánar í lagalistanum hér til vinstri.
Að endingu skoraði Doddi á Andra að þeir kæmu með sitt hvort lagið í verlsunarmannahelgar þáttinn 1. ágúst en svörin voru óskýr.
Hljómsveitin Atómstöðin kemur næsta föstudagskvöld og mun taka lagið í beinni en hvað meira gerist hef engin hugmynd um.
Þjóðin mælir með því að þú smellir á hátalarann hér fyrir neðan og hlustir!
Powerballad þema
1. Wind Of Change The Scorpions
2. Sunnudagsmorgunn. Bjartmar_Guðlaugsson
3. With A Little Help From My Friends Joe Cocker
Gestur kvöldsins
4. Geir Ólafsson Gullkorn
Lagið sem kemur Geira í stuð
5.Blame It On The Boogie The Jacksons
Sakbitin sæla Geirs Ólafs
6. I Will Survive Gloria Gaynor
7. Geir Ólafsson I get a kick
8. 18 and life Skidrow
9. Wanted Dead Or Alive Bon Jovi
10. Love Hurts Nazareth
Party Einvígi freestæl
fyrsta lota
Andri: Ace of spades Motorhead
Doddi: Chicken Payback the Bees
Önnur lota
Doddi: Groove Is In The Heart Deee Lite
Andri: Kiss Prince
Þriðja lota , Power ballaða
Andri: Dont cry Guns and Roses
Doddi: She's Gone Steelheart
Hlustendur velja betra partýið/5687-123
Andri 5
Doddi..... minna
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nýtt lag frá Oasis af væntanlegri plötu og jú það er bara prýðilegt!
Oasis - Falling Down
Það er jafnvel mun betra þeg Chem. Bros. hafa fiktað.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.7.2008 | 14:04
Hver fær þá réttinn??
Hver fær stefgjöldin?
Get ég þá "tónlistarmaðurinn" sem ég er farið og coverað sir Cliff í drasl á næsta ári og heimtað rétt á lögunum.
Eða ef ég sampla tónlistina hans í drasl, hvaða reglur gilda þá?
Ég veit allavega að ég stal klassísku verki á plötu mína sem kom út fyrir nokkrum árum og notaði sem grunn en samdi lag og sönglínu yfir það.
Þeir hjá STEF sögðu að svo lengi sem ég misbjóði ekki klassíska verkinu þá er það í lagi.
Þannig að ég og félagi minn erum skrifaðir sem höfundar af lagi sem J.S. Bach á lang bestu línurnar i.
Magnað!
![]() |
ESB stefnir að því að framlengja höfundarrétt tónlistarmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)