Færsluflokkur: Tónlist
17.7.2008 | 09:10
Nýtt Chem. Bros - Midnight Madness
Þrátt fyrir að hafa toppað á fyrstu plötunni fyrir hátt í 15 árum er alltaf gaman að heyra nýtt Chem. Bros lag.
Fannst það ekkert merkilegt fyrstu 3-4 hlustanir en venst ágætlega, það er ekki eins og maður sé að heyra eitthvað skárra á öldum ljósvakans þessa dagana.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.7.2008 | 08:57
Er ég að detta í trommur og bassa á gamals aldri?
Þetta lag er að gera klikkaðan í dag!
DJ Hazard og lagið heitir Maachete - he gets the women!
Þegar ég heyrði þetta fyrst tók ég bara eftir hávaða og fyndnum línum í "textanum" örugglega tekið úr gamalli kung fu mynd.
Eftir því sem ég heyrði þetta oftar fór ég að sjá smá tónlist í þessu líka sem endaði með því að ég notaði þetta í Party einvígið í þættinum og gerði það stormandi lukku.
Ég veit ekkert um þennan DJ Hazard og mun væntanlega ekki leita eftir upplýsingum um hann þar sem ég tel það öruggt að mínir Drum og Bass dagar séu liðnir þegar ég fæ leið á þessu og Adele.
Þið sem eruð hjartveik... EKKI HLUSTA Á ÞETTA, þið sem eruð yfir þrítugt ...HLUSTIÐ MEÐ VARANN Á og þið sem eruð yfir fertugt.. SLÖKKVIÐ Á TÖLVUNNI NÚNA!!! ÞETTA ER HÆTTULEGT!!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.7.2008 | 08:23
Geir Ólafs og Powerballad þema á föstudaginn... Deja-vu?

Það verður "stuð stuð stuð er ég reyni við hana á balli" aðeins að vitna í skáldið...
Powerballöðu þema í Litlu Hafmeyjunni á föstudagskvöldið: Whitesnake, White Lion, Foreigner, Scorpions, Nazaret og allar þessar hárbanda sveitir fá sinn skerf af þættinum.
Geir Ólafs verður aðal gestur og segir okkur hver sé hans Sakbitna sæla og hvaða lag komi honum í gang á föstudagskvöldi.
Að sjálfsögðu kemur hann og tekur lagið af væntanlegri plötu sinni.
Party einvígið verður með sérstöku sniði í tilefni þema kvöldsins og Stafaleikfimin verður al Íslensk í þetta sinn, hefur einhver eitthvað í Óskar Pétur sem hefur sigrað þrisvar!
Skellum okkur í spandexinn og hlýrabolinn og görgum okkur hás á föstudaginn, Litla Hafmeyjan í boða Iceland Express!
D
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er óhætt að segja að þátturinn á föstudaginn hafi verið skemmtilegasti þátturinn hingað til! Gesturinn, Þorgrímur Þráinsson var eins og við var að búast frábær!
Við fengum að heyra hvað hann hefur verið að gera upp á síðkastið, kvikmyndahandritið, bækurnar, þjálfunin og allt sem Toggi hefur verið að gera.
Kom fram í þessu spjalli að Andri og Þorgrímur ætla að vinna kvikmyndina saman og jafnvel að Hafmeyjan og Togginn ætla að hlaða í lag saman, fylgist með!
Nýtt Hafmeyjulag var frumflutt þar sem sérstakur gestur var 7berg en við einmitt ræddum við "shabba" um væntanlega plötu hans.
Eitt rosalegasta Party Einvígi sem um getur fór fram og sigraði Doddi með naumindum.
Við mælum eindregið með því að þú smellir á linkinn hér fyrir neðan, hlustir og hafir gaman af, í festival fíling!
Við viljum benda fólki á næsta þátt en þá verður kraftballöðu þema (power ballads) svo það væri tilvalið að safna í tagl og þurrka mesta rykið ag leðurbuxunum því það verður rokkað, sungið og gólað.
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4410264
1. I Ran (So Far Away) Flock of Seagulls
2. Spooky Dusty_Springfield
Heitipotturinn
1. Just Getting Started Dikta
2. In the New Year The Walkmen
3. Sandpappír 7berg
3. Rock with you Michael Jackson
Hafmeyjan Syngur
4. Roget pa Ströget Litla Hafmeyjan Ft. 7berg
5. Head Over Heels Tears for Fears
Sakbitin sæla Þorgríms Þráins
6. Ástin Mín Hera
Lagið sem kemur Þorgrími í stuð á föstudegi
7. Feel Robbie Williams
8. Hey Good Lookin Hank Williams
9. Think About Lyn Collins
Party Einvígi
Fyrsta lota Old School
Doddi Land Of 1000 Dances Wilson Pickett
Andri Roadhouse blues The Doors
Önnur lota Sakbirin Sæla
Andri (Ive had) The time of my life Billy Medley - Jennifer Warnes
Doddi Alveg hamstola Sálin hans Jóns míns
Þriðja lota Nýtt eða nýlegt
Doddi Maachete DJ Hazard
Andri Blazer Lotterboys
Vegna tímaleysis voru aðeins teknir 3 hlustendur inn, Doddi sigarði 2-1
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.7.2008 | 13:19
Tár Bros og Rómantík á Föstudaginn

Það verður meistari Þorgrímur Þráinsson sem verður gestur þáttarins á föstudaginn.
Drengurinn er án efa rómantískasti maður Íslandssögunar og allt of kynþokkafullur!
Það verður gaman að sjá hvaða lag kveikir í honum á föstudagskvöldi og hver sé hans Sakbitna sæla.
Nýtt lag Litlu Hafmeyjunnar verður frumflutt, lag sem Doddi samdi og Andri þarf að gera texta og laglínu yfir (hver man ekki eftir Sultutíð).
Lagið verður flutt á tveimur stöðum, tónlistin kemur frá Íslandi en söngurinn frá Danmörku!!!!!
Endalaus radio moment í Hafmeyjunni.
Það verður Party einvígi (keppt í hver nær að skapa meira party, 3 lotur og hlustendur velja sigurvegara).
Stafaleikfimi, sögur af Hróaskeldu og hellingur af gleði, tómt rugl að missa af Meyjunni!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.7.2008 | 15:49
Ekki það að ég sé mikill Drumm og Bass maður
En mikið svakalega er þetta velheppnað remix!!!
Adele - Hometown Glory (High Contrast Remix)
og við reynum aftur, þetta er vel þess virði að hlusta á, sándið ekki jafn gott á þessu og síðustu tilraun.
Tónlist | Breytt 8.7.2008 kl. 10:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2008 | 20:08
Litla Hafmeyjan á Hróaskeldu
Hróarskelduhátíðin verður í lykilhlutverki í þættinum á föstudaginn.
Gaman verður að heyra hvort tæknin verði í okkar liði....
Andri Freyr sendir út frá hátíðinni, tónlistin verður mest öll frá hljómsveitum sem koma fram í ár og að sjálfsögðu fer Helgarplanið í að kenna fólki hvernig á að haga sér á útihátíðum.
Við hringjum í Dr. Gunna sem kemur fram á Humarhátíðinni á Höfn sama kvöld en hann er einnig þaulreyndur tónlistarhátíðarfari", þá mun hann leyfa okkur að heyra hvað hann hlustar á þegar enginn annar heyrir = Sakbitin sæla.
Við skellum okkur í dagskráliði sem við höfum gleymt síðustu vikur, t.d. Heita pottinn (ný tónlist skoðuð)lögin sem verða skoðuð: Common - Universal Mind Control, cage the elephant - aint to rest for the wicked (wicked devil remix), Beck - GammaRay, Þjóðarpúlsinn (hlustendur tjá sig), 10 á 10 (10 party lög á 10 mínútum) ofl.
Tónlistin verður þyngri en venjulega: Slayer, Judas Priest, My Bloody Valentine koma til með að heyrast enda allar þessar sveitir á Skeldunni.
VIð ætlum að spila lag af merkilegustu plötu sögunar, óútgefinni plötu Guns and Roses C.D. en stór hluti plötunnar lak á netið fyrir skemmstu og menn missáttir við afraksturinn en engin eins sáttur og Andri!
Þeir sem komast ekki á Skelduna ættu að hjúfra sig að einhverjum nákomnum og láta sér líða vel við viðtækið, föstudagskvöldið frá hálf 8 til 10.
D
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.6.2008 | 13:54
Tæknimmeyjan með betra móti í gær
Það gékk mikið á hjá Hafmeyjunni í síðasta þætti, eftir 10 ár bak við tækniborð leit Doddi út eins og nýliði í tæknimálum.
Allt fór úrskeiðis: síminn, tölvan og svo misstum við samband við Andra um miðbik þáttar og þurftum að tala við hann í síma það sem eftir var ... en það magnaða var, þátturinn var frábær!
Eva Maria sagði okkur frá 30 afmælishátíð samtakanna 78 í Hafnarhúsinu..... loxins þegar það heyrðist í henni.
Pétur Jóhann Sigfússon kom síðan í heimsókn og lét, heldur betur, gammin geisa!
Hann sagði okkur að hann hefði fundið ástina og væri að gera upp tjaldvagn og .... og .... restin var eiginlega í ruglinu, jú hann "skúbbaði" hlutum úr Dagvaktinni.
Sakbitin sæla Péturs er: Sexy Back - Justin Timb. en að vísu misskildi hann sæluna aðeins því hann skammaðist sín ekkert fyrir lagið.
Lagið sem kom honum í fíling á föstudagskvöldi var: Come To Me - DMX Krew.
Að endingu var farið í Party einvígi: Keppt í party tónlist og hlustendur hringdu inn eftir einvígið og gáfu stig, þeim sem hristi betur upp í mannskap.
Það eru 3 lotur í einvíginu: Gamallt, Sakbitin sæla og nýtt eða nýlegt, eitthvað sem fólk þekkir ekki.
Svona fór einvígið fram:
Old school lotan.
Doddi- Viva Las Vegas - Elvis
Andri - I´m your Pusher man - Curtis mayfield
Önnur lota, Sakbitin sæla (guilty Plesure)
Andri- Adamski ft. Seal - Killer
Doddi - Blaze - Heya
Þriðja lota, nýtt eða nýlegt, eitthvað sem fáir hafa heyrt
Doddi - Mars - Fake Blood
Andri - That Girl Suicide - Brian Jonestown Massacre
Keppnin var æsispennandi og endaði með sigri Dodda 5-4.
Það er lítið vitað hvernig þátturinn verður næsta föstudag, Andri verður staddur á Hróaskeldu hátíðinni svo annað hvort verður hann í aðsetra Óla Palla með einhverja ótrúlega fræga kalla í spjalli eða að hann verði bara á vappi í drullunni með símann og ræðir málin.
Vonum það besta, þangað til næst....
Mæli með því að fólk smelli hér fyrir neðan, sér til hlustunar þá sérstaklega eftir fyrsta hálgtímann þar sem ég var vel í ruglinu.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.6.2008 | 13:30
Litla Hafmeyjan 27. júní
Pétur gerir gott "combakk" í útvarpið. Eins og margir ættu að vita, þá sló hann í gegn fyrir 7-8 árum, með útvarpsþáttinn Ding Dong. Munum við slikka saman brot af útvarpsferli stráksa og spila lag sem hann söng inn á plötu fyrir nokkrum árum (ekki láta það framhjá ykkur fara).
Pétur spilar fyrir okkur lagið sem kemur honum í gír á föstudagskvöldi og einnig lagið sem hann hefur gaman af en er ekkert að segja öðrum að hann hafi gaman af (sakbitin sæla).
Stafaleikfimi verður á sínum stað og spurning hvort einhver nái að slá út Óskar Pétur sem hefur unnið keppnina hingað til.
Hafmeyjan syngur verður vonandi á sínum stað, ef Doddi næra að klöngra saman lagi fyrir föstudagskvöldið.
Alls ekki missa af party einvígi nr. 2 með eilítið nýjum áherslum.
Þjóðarpúls, Helgarplan, sitt lítið af hverju og að sjálfsögðu frábær föstudagstónlist til að kitla gleðina....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.6.2008 | 10:08
Fyrir þá sem vilja dansa í sumar!
Fake Bood og lagið Mars, þetta finnst mér helvíti hressandi, veit ekkert hvenær lagið kemur út en veit til þess að plötusnúðar eru farnir að spinna þetta á betri dansstöðum heimsins.
Chekkiddd!!!
Axwell, Ron Caroll & Bob Sinclar 'What A Wonderful, ekki alveeg jafn sterkt lag en fróðir menn tala um "anthem" þessa árs enda engir smá kallar, kemur út 22 júlý ef ég man rétt.
Svo er hér eitt soldið ostað en ég var mjög hrifi´nn í svona 5 hlustanir en það var full fljótt að dofna.
Þetta mun örugglega heyrast á öldurhúsum heimsins þessa dagana.
Sænska Mafian að leika sér með 90´s klassík
steve angello og Laidback Luke vs robin s - be vs show me love
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)