Færsluflokkur: Tónlist
15.6.2008 | 17:50
Nooooooooooooooooooo ekki meira ekki meira !!!!!!!!
Orðrómur hefur kviknað um endurkomu Brimklóar á tónleikamarkaðinn. "Menn eru að vinna ýmislegt annað. En jú, við erum að skrafa saman. Það er með okkur eins og stjórnmálamennina, það er þrýst á okkur úr mörgum áttum. Við erum að hugsa þetta og það kæmi mér ekki á óvart að við kæmum fram á völlinn á næstunni," sagði Björgvin Halldórsson. Ef til þess kæmi myndi Brimkló spila á öllum helstu stöðunum, víða um landsbyggðina.
Spurður hvort hann íhugaði rútutúr svaraði hann að "þetta yrði kannski tekið alla leið". Ef af verður er stefnan sett á tónleikaferð seinni part sumars eða næsta haust.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 22:16
Litla hafmeyjan næsta föstudag
Tískudrottningin, Jón Atli/Hairdoctor verður gestur þáttarins næsta föstudag.
|
Kemur Dr. til með að skoða tískuna í sumar, segja okkur hvað er að gerast hjá Hairdoctor og síðast en ekki síst verður promo fyrirtækið Jón Jónsson skoðað. Gesturinn spilar fyrir okkur Duldar hvatir sínar (guilty pleasure) og segir okkur hvaða lag kemur honum í gang á föstudagskvöldi.
Stafaleikfimin verður á sínum stað og verður nú í höndum Andra. Lausnarorðið síðasta föstudag var: Prestakall.
Í Heita pottinum tökum við fyrir þrjú ný lög og skoðum hvort eitthvað sé í þau varið.
Í Helgarplaninu er skoðað hvernig er best að haga sér það sem eftir er kvölds.
Party einvígi: Nýr dagskráliður þar sem Andri og Doddi keppa í party tónlist.
Þrjár umferðir og hlustendur fá að kjósa sigurvegara, síminn er 5687-123.
A.T.H. Þátturinn er frá 19:00-22:00 næstu 2 föstudagskvöld.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.6.2008 | 22:13
Lögin sem spiluð voru í Litlu Hafmeyjunni síðasta fös.
1. Love Me Sexy - Jacky moon
2. Sweet Soul Music - Arthur Conley
3. touch me Im going to scream pt.1 - My morning jacket
4. Know the legde Eric B/Rakim
Heitipotturinn:
1. Lauslát - Múgsefjun
2. Strength In Numbers -The Music
3. Dance Wiv Me Rascal & Calvin Harris
5. Týnda Kynslóðin - Bjartmar Guðlaugsson
6. Strutter - Kiss
7. Musicology - Prince
8. Litla Hafmeyjan syngur, Andri heyrir lagið sem hann á að klára
9. Surprise! You're Dead! - Faith No More
10. Think About It - Lyn Collins
11. Urgent - Foreigner
12. Cool -Snoop dogg
13. party syrpan 10 á 10
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.6.2008 | 23:01
Útvarpi á Íslandi bjargað!
Þá er fyrsti þáttur Litlu Hafmeyjunnar að baki... og what a show...
Á tímum Ding Dong Tvíhöfða og Capone leysis á fólk erfitt að halda í vonina en slakið á.... framtíðin er að skána.
Það var endalaust tækni vesen í þessum þætti, ekkert sem viðkemur því að Andri sé staddur í öðru landi heldur bara innanbúðar vesen.
5. min fyrir þátt náðum við símanum í gang, og pallettan sem geymdi alla hljóðmyndina sem ég gerði datt ekki inn fyrr en á síðasta klukkutímanum.
Annað eins óöryggi hef ég aldrei upplifað á minni fjölmiðla ævi... kunni ekki á neitt hlutir bilaðir og allt eftir því.
Ég verð að senda þakkir á Inga "Tommy Gun" kærlega fyrir hjálpina.
En allavega til hamingju Ísland, we have radio.
Það verður bryddað upp á ´spennandi nýjungum í næsta þætti og þar sem þátturinn þótti svo góður ákvað Palli Magg að sleppa fréttum næst og hafa okkur frá 7-10...
Gestur næsta þáttar er Óttar Proppe öskrari Ham, Funkstrase,Rass, Dr. Spock ofl.
Tune in!
http://www.ruv.is/litlahafmeyjan/
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2008 | 12:00
Tom Waits & Iggy Pop - Coffee and Cigarettes
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.6.2008 | 09:56
Jæja þá hefst það í kvöld, Litla Hafmeyjan á Rás 2 frá 19:30
Þetta hefur verið hressandi vika, að undirbúa þennan litla þátt hefur ekki gengið smúþþ get ég sagt ykkur.
Þegar þetta er skrifað heyrist enn ekkert í Andrési í Köben vegna tæknivandamála.
En hann fær nýja mæk í dag svo við sjáum til.....
Hlakkar til að ráðast á þessar græjur, sem ég kann akkúrat ekkert á, verður væntanlega svona menntaskóla útvarp í kvöld...... huhum tæknin e-ð að stríða okkur ..... halló Andri .... heyrirðu ekkert í mér .... "hóst" "hóst" e-ð smá vesen í gangi.... við skulum fá lag.
En góðir gestir ég held að það sé hel fyndið að hlusta á vana útvarpsmenn skíta feitt á sig í beinni....
Góða skemmtun...
Eins og Hössi hjá morgunblaðinu sagði, tæknitröllin á Rásinni eru að gera ótrúlega hluti: fyrst Reykjavík - Akureyri nú Reykjavík - Köbenhavn, nú þarf bara þriðja aðilann á Egilsstaði og merkilegasti útvarpsþáttur í heimi verður til! (vissulega hæðni og vissulega sagði hann þetta ekki nákvæmlega svona en Hössi hefur alltaf verið hress, Stick ´em up)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.6.2008 | 10:06
Ég er ekkert voðalega hrifin af þessu.....
Magnús verður seint talin minn uppáhalds leikmaður þrátt fyrir nónokkra getur og verandi fastamaður í landsliði.
Það er ekkert hægt að bera þetta saman við td. Dóra Karls sem kom yfir vegna þess að hann fékk fáa sénsa í Kef. Dóri líka vann sig upp í að verða einn dáðasti Njarðvíkingurinn a sínum tíma enda gaf hann hjarta sitt í leikinn.
Ég finn full mikla peninga lykt af þessu.
En eftir að hafa slæst þessum fallegu orðum í Magnús langar mig að bjóða hann velkominn og vonandi verður þú góður liðsstyrkur.
![]() |
Magnús úr Keflavík til Njarðvíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 09:42
Ósáttur við Merzedes Club
TEKIÐ AF VISIR.IS!
Ég vil biðja fólk að beina reiði sinni að umboðsmanninum, ekki staðnum," segir Eiður Birgisson, annar staðarhaldara á 800 bar á Selfossi.
Hljómsveitin Merzedes Club átti að spila á stað Eiðs á föstudagskvöldið en á hádegi sama dag sendi Valgeir Magnússon Valli sport umboðsmaður Merzedes Club, frá sér tilkynningu þess efnis að tónleikunum væri aflýst vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir svæðið í gær (fimmtudag)."
Í tilkynningunni segir Valli að þar sem líf flestra hafi raskast þætti hljómsveitarmeðlimum ekki við hæfi að mæta með skemmtanahald í bæinn strax í kjölfarið. Merzedes Club átti að sjá um miðasöluna og hefði því tekið þungann af dræmri mætingu Selfyssinga ef hún yrði staðreynd. Eiður segir að mætingin hafi verið góð bæði kvöldin, þrátt fyrir skjálftana.
Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum," segir Eiður en bendir á að hann sé ekki að draga úr alvarleika skjálftans eða gera lítið úr því tjóni sem fólk varð fyrir.
En lífið heldur áfram," segir Eiður, sem er allt annað en sáttur við Valla sport. Mér finnst illa komið fram við bæði mig og kúnnana."
Valli sport stendur við fyrri yfirlýsingu. Við vorum búnir að kanna meðal Selfyssinga hvernig andrúmsloftið væri og mátum það svo að það væri ekki við hæfi að koma með sirkus og stæla í bæinn eftir náttúruhamfarir og segja eru ekki allir í stuði?"," segir Valli. Það hefði bara verið ókurteisi. Auk þess voru lögregla og almannavarnir búnar að beina til fólks að vera ekki á ferli að óþörfu." Hann gefur lítið fyrir að mætingin hafi verið góð á 800 bar um helgina. Samkvæmt mínum heimildum voru 100-150 manns á staðnum þetta kvöld. Staðurinn tekur 500 manns."
Egill Einarsson, eða Stóri G, hlær að þeirri spurningu blaðamanns hvort þeir hafi hreinlega verið hræddir við að fara á Selfoss. Stóri er ekki hræddur við jarðskjálfta," segir hann en viðurkennir þó: Ef ég hefði verið á 19. hæð í turninum í Kópavogi þegar skjálftinn reið yfir, þá hefði Stóri líklega hægt sér." Stóri vonar þó að hann fái annað tækifæri til að spila á Selfossi og segir fátt skemmtilegra. Þarna er fólk sem kann að setja hamarinn niður. Ég lít á þennan bæ sem heimabæ minn. Allir í formi, brúnir og með strípur."
Ég sé ekki betur en að hann sé að drulla yfir þennan magnaða Dj sem var á staðnum, sá ekki að það væri þörf á sirkusnum!
Það má líka geta þess að áður en ballið brjaði þá komu skjálftar, ansi myndarlegir og Eiður þessi bankar í mig: heyrðu... það er rapp!!! ég eins vel gefin og ég er hljóp af stað og ætlaði að redda manninum rapp musik..... nei nei Doddi ÞAÐ ER RAPP!!! þá öskra ég á móti ÉG ER AÐ REDDA ÞESSU DRENGUR!
NEI .. RAPP: HÆTTA, LOKA!
Ég áttu náttúrulega að vita að Selfoss hefur ekki verið þekkt fyrir rapp áhuga...
En allavega þurfti ég að stappa í þá stálinu til þess að þeir lokuðu ekki, en það var ekki þessi töffari sem ég talaði við þegar hann vildi loka: Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum,"
En dansleikur gekk prýðilega, Selfoss kannski alveg tilbúnir í alvöru dansmusik.... Ekkert Bahama eða Skímó enda sá ég marga klóra sér í höfði á köflum.
En ég ákvað að spila dansmusik þegar ég kem fram undir þessu blessaða Gura nafni......
Ég nenni ekki þessu helvítis Bahama rugli það eru svo margir að gera það....
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.6.2008 | 23:29
Allt að verða klárt fyrir Hafmeyjuna
Talaði við Mörtu Maríu í dag (gellan sem reddar á Rás 2) og hún virðist vera með hlutina undir kontról.
Andri á að fá tenginguna á morgun svo vonandi verður gert test á miðvikudag.
Ég þarf að fara að venja mig á að finna höfunda og label allra laga sem við ætlum að spila í þættinum, það verður væntanlega hundboring.
Ég er að klára að gera hljóðmynd fyrir Meyjuna (ekki merkileg,e-ð flýti dót).
Svo nú er bara að kúka hressilega á sig á föstudaginn klukkan hálf 8, er ekki frá því að gamla góða stressið tékki á mér en kann ég ekkert á þessar græjur þarna.....
Gaman assu
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.5.2008 | 15:04
Merc og Haffi fresta, gamli tekur þetta bara einn!
Ég mun hlaupa í skarðið á Bar 800 á Selfossi í kvöld þar sem sirkusinn afboðaði komu sína vegna jarðskjálftana í gær.
Bullandi Dj- musik til að hrista fólkið aftur í réttar skorður.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)