Litla Hafmeyjan á Hróaskeldu

19970626-150001_roskilde97_mud_bath_people 

Hróarskelduhátíðin verður í lykilhlutverki í þættinum á föstudaginn.

Gaman verður að heyra hvort tæknin verði í okkar liði....

Andri Freyr sendir út frá hátíðinni, tónlistin verður mest öll frá hljómsveitum sem koma fram í ár og að sjálfsögðu fer Helgarplanið í að kenna fólki hvernig á að haga sér á útihátíðum.

Við hringjum í Dr. Gunna sem kemur fram á Humarhátíðinni á Höfn sama kvöld en hann er einnig þaulreyndur „tónlistarhátíðarfari", þá mun hann leyfa okkur að heyra hvað hann hlustar á þegar enginn annar heyrir = Sakbitin sæla.

Við skellum okkur í dagskráliði sem við höfum gleymt síðustu vikur, t.d. Heita pottinn (ný tónlist skoðuð)lögin sem verða skoðuð: Common - Universal Mind Control, cage the elephant - aint to rest for the wicked (wicked devil remix), Beck - GammaRay, Þjóðarpúlsinn (hlustendur tjá sig), 10 á 10 (10 party lög á 10 mínútum) ofl.

Tónlistin verður þyngri en venjulega: Slayer, Judas Priest, My Bloody Valentine koma til með að heyrast enda allar þessar sveitir á Skeldunni.

VIð ætlum að spila lag af merkilegustu plötu sögunar, óútgefinni plötu Guns and Roses C.D. en stór hluti plötunnar lak á netið fyrir skemmstu og menn missáttir við afraksturinn en engin eins sáttur og Andri!

Þeir sem komast ekki á Skelduna ættu að hjúfra sig að einhverjum nákomnum og láta sér líða vel við viðtækið, föstudagskvöldið frá hálf 8 til 10.

D

 roskilde-festival-orange-scene-408


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Eitthvað gott dance stöff ?

Ómar Ingi, 3.7.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Dans stuffið í minna lagi í þetta skiptið, leifa Abdra að ráða þar sem hann hann er á svæðinu, annars er ég nokkuð viss um að þú fílir Common lagið í heita pottinum!

Þórður Helgi Þórðarson, 3.7.2008 kl. 21:07

3 Smámynd: Benedikt Rafn

Ég skora á þig að koma með dagskrárliðinn 10 partílög á 10 sekúndum. Geðveikt stuð á ótrúlegum skömmum tíma.

Benedikt Rafn, 3.7.2008 kl. 22:30

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég mun taka þessari áskorunn!!! Næsta vika!

Þórður Helgi Þórðarson, 3.7.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband