Færsluflokkur: Tónlist

Búið að draga í hljómsveitabattlinu, hefst á föstudaginn

5. Júní - Mammut vs. Á.M.S. og Skítamórall vs. Brain Police

12. júní - Jan Mayen vs. Land og Synir

19. júní - Morðingjarnir vs. Dikta

27. júní - Stuðmenn vs. Sóldögg

3. júlí - Agent Fresco vs. Ingo og Veðurguðirnir

10. júlí - Viking Giant Show - Buff

17.júlí - Sniglabandið vs. Reykjavík

Reglurnar næsta föstudag eru: 3 lög, 1 mínúta hvert á band, 1 lag frá bandinu sjálfu, 1 lag frá andstæðingunum (Mammut þarf að taka ÁMS lag og öfugt, sama með Skímó að taka Brain Police lag og Brain að taka Skímó) þriðja lagið er áskorun á böndin sem keppa á föstudaginn, að gera frumsaminn mínútu sumarsmell spes fyrir keppnina, bara eitthvað gott flipp ;-)

Hlustendur velja síðan það band sem stendur sig best í hverju battli (einvígi) fyrir sig og sigursveitin tekur síðan lag að eigin vali eftir að úrslit verða klár og þarf tapsveitin að reyna að hjálpa til við flutninginn.

 A.T.H.!!!! Ef bönd sjá ekki fram á að geta mætt á þann tíma sem þau voru dreginn á látið mig STRAX vita svo hægt sé að reyna hliðra til.

 


Dobbi? Check!


Loxxins búinn að gefa mín atkvæði!

Finnst vanta fleiri Bubba og þá sérstaklega Megasar plötur á þennan list.

Ég fæ að gefa 20 atkvæði og þegar það er búið er bara Bubbi og Megas eftir..ef ég ýki smá


mbl.is Kjörinu um 100 bestu plötur Íslandssögunnar að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töff lag frá nýja bandinu hans Jack White í spilaranum! Finnst hann venjulega hundleiðinlegur

The Dead Weather – “Treat Me Like Your Mother”

the-dead-weather


Litla Hafmeyjan stræks bekk á mánudaginn

hafmeyjan_augl 

Litla Hafmeyjan mætir aftur í stöðugt loft mánudaginn 1. Júní annan í hvítasunnu. Áfram verður það form á þættinum að Andri röflar frá Danmörku og Doddi frá Efstaleiti.
Í júní skreppur Andri í kvikmyndaskóla í Tékklandi og skokkar litli maðurinn í skarðið, Búi Bendtssen.
Þátturinn verður með svipuðu sniði og í fyrra nema að við teljum okkur trú um að við spilum meiri musik, efa það...
Einn gestur situr venjulega í c.a. klukkutíma og restin fer í ýmsar keppnir og vitleysu.
Hellst má geta hljómsveita battlsins sem verður massíft í sumar, skráðir keppendur eru nú þegar:jan Mayen, Ingo og Veðurguðirnir, Sóldögg, Stuðmenn, Dikta, Brain police, mammut
Á.M.S., Buff, Reykjavík, Land og Synir  Sniglabandið, Viking Giant Show, Atomstöðin, Morðingjarnir, síðasta bandið er ekki klárt.

Þó fyrsti þáttur verði á mánudegi þá verðum við á gamla föstudagstímanum 19:30 - 22:00.

Gesturinn fyrsta júní verður Guðlaugur Þór Þórðar pólitík alheims stílistinn Plútó mun segja okkur hvað sé inn og hvað ekki í sumar, sumarlaga einvígi milli Danmerkur og Íslands fer fram  og dregið í 16 liða úrslit í battlinu.

Verið með í góðu stuði á Rás 2 í sumar

crop_500x

Kyssulegur maður... mmmmm


Nú er ég hissa! Sáu þau fram á að ná ekki að fylla Höllina með einu lagi?

Tekur Svía framyfir Íslendinga

mynd
Jóhanna Guðrún mun vafalítið bræða hjörtu Svíanna líkt og Íslendinga.

Jón Hákon Halldórsson skrifar:

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir Evróvisionstjarna er á leið til Svíþjóðar til fundarhalda og samningaviðræðna ásamt umboðskonu sinni, Maríu Björk Sverrisdóttur.

Jóhanna Guðrún mun því fresta tónleikum sem áttu að fara fram í Laugardalshöll til haustsins. Fram kemur í tilkynningu til fjölmiðla vegna málsins að í kjölfar frækinnar frammistöðu Jóhönnu Guðrúnar í Eurovision söngvakeppninni í Moskvu hafi mörg stærstu hljómplötufyrirtæki og umboðsskrifstofur heims lýst yfir áhuga á samstarfi.

Aðstandendur tónleikanna benda á að þeir sem þegar hafi keypt miða á tónleikana geti geymt þá til haustsins eða fengið endurgreidda með því að hafa samband við Midi.is. Jóhönnu Guðrúnu og aðstandendum tónleikanna þykii leitt að þurfa að fresta tónleikunum nú en vonist til að sjá sem flesta
í Laugardalshöllinni í haust.


Happy new year ´83...góða helgi


Öskrandi sögu fölsun á visir.is, lögfræðingar í málinu!

Kajagoogoo í tónleikaferð

mynd
Limahl úr Kajagoogoo

Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.

Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.

Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.

Sem yfirlýstur Kajagoogoo aðdáandi þá finnst mér þetta hræðilegt að sjá!

Fyrir það fyrsta: til hvers er Nick Beggs að taka við hljóðnemanum ef hljómsveitin er hætt? í öðru lagi þá gáfu þeir út eðal skífu ári seinna Islands og man ég að ég fékk hana í afmælisgjöf og var hún spiluð í hengla, þar er einmitt að finna Big Apple plús annara eðal smella: Turn your back on me, Lions Mouth, Part og me is you..... ohhh good times.

Ég hef að vísu ekki hlustað á Islands í 20 ár en fannst hún tussu góð í þá gömlu góðu.

Síðasta plata sveitarinnar kom út ári seinna ef ég man rétt og þá voru þeir komnir í danspoppið og afskaplega ekkert gott og sveitin búin að taka Googooið úr nafninu og hét bara Kaja!

Nú er bara að stofna Feisbögg síðu og fá þá í Egilshöllina!... eða Amsterdam..

Er einhver á landinu sem viðurkennir að hafa verið fan back in the day annar en ég?

Ef hann er til þá var ég að sjá að það koma ný plata út í fyrra, Gone to the Moon ... djöfull ætla ég að fara að tékka á henni!

Varðlega

Ég hef ekki hitt hann/hana


Það er það klárt Litla hafmeyjan verður á Rás 2 í sumar!

Nú getur þjóðin rifjað upp gamalt bros því hin stórkostlegi útvarpsþáttur Litla Hafmeyjan verður flaggskip Rásar 2 í sumar... of mikið?

Þátturinn verður eins og í fyrra á föstudagskvöldum frá 19:30 til 22:00 í umsjá Dodda frá Reykjavík og Andra F. frá Köben nema að Búi Bendtsen skokkar í skarðið í júní þar sem Andri skellir sér á kvikmyndaskólabekk í Tékklandi.

Þátturinn verður væntanlega með svipuðu formati og í fyrra nema jafnvel betri... ef það er mögulega hægt... of mikið?

Fyrsti þáttur verður mánudaginn 1. júní (frábær dagur) sem er annar í hvítasunnu og er spurning um að vera pólitískur í upphafi og rífa kjaft! Guðlaugur Þór mun væntanlega verða fyrsti gestur og djöfull verður hann grillaður!!!

Hann líka kannski svarar þeirri spurningu: Eru allir stjórnmálamenn leiðinlegir? Dagur B gerði sitt besta til að svara þeirri spurningu játandi.

Litla Hafmeyjan góður félagi þeirra sem ætla að heimsækja landið okkar í sumar, fátt betra en að hanga í bústaðnum með öl og hlusta á Meyju sín...


Geymt en alls ekki gleymt! Specially for EMMCEEE


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband