Færsluflokkur: Dægurmál
4.4.2008 | 14:59
Verið Gay og Glöð um helgina!
Þetta er með betri auglýsingum sem ég hef séð.
Samt skrítið að maðurhafi ekki séð þetta fyrr.
Ef þið viljið ekki vera gay og glöð!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.4.2008 | 13:59
Goddemfokksjitt
Fer hún þá í sögubækurnar sem Drottningin?
Sem betur fer kemst maður að mestu leiti hjá því að heyra hana hér á landi.
Gefðu mér Madonnu stanslaust í 5 klukkutíma frekar en þessa vælu.
Mariah Carey slær kónginum við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.4.2008 | 23:45
Ding Dong aftur í útvarpið!
Nú mun útvarp lox vera á hlustandi aftur, Ding Dong aftur í loftið.
Að vísu er markhópurinn kannski ekki alveg sá rétti fyrir heimska menn að ræða málin, morgunvakt Útvarp Sögu!
Ekki það að við Pétur ætlum aftur af stað heldur ætlar útvarpsstjarna Íslands markusth að spila eitthvað af þessum brotum sem ég hef verið að troða í spilarann hér til vinstri.
Það vill samt svo skemmtilega til að báðar stóru rásirnar pissuðu utan í okkur fyrir stuttu samt í stthvoru lagi, hmmmm.
En ég held að þetta Ding Dong moment sé löngu liðið.
Ég vil eindregið mæla með Marco og hans morgunvarpi, Útvarp Saga 99,4 held ég.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.4.2008 | 08:11
Hmmmm
Getur verið að það sé 1. apríl í dag.
Ekki merkilegasta gabbið ef svo er.
Finnst bara einkennilegt að þessir "alvöru" söngvarar ráða ekki lengur við lagið en eins og menn muna þá var mikið rætt um það þegar undankeppnin var haldin hér....
Dönsurum Euro-bandsins sparkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2008 | 22:59
Pétur Jóhann og Stóra Planið
Nú er Pétur Jóhann heldur betur að slá í gegn í Stóra Planinu hans Óla Jóh.
Ég gróf upp nokkra skemmtilega sketsa úr útvarpsþættinum Ding Dong þar sem drengurinn fer á kostum.
Fyrir þá sem ekki vita þá hóf hann ferilinn í útvarpinu á útvarpsstöðinni Radio, í þætti sem Tvíhöfði setti saman.
Þið farið bara í spilarann hér til vinstri, sumt af þessu er 8 ára gamalt.
Því miður við spilarinn ekki taka hvaða skets sem er.
Það má samt hafa ansi gaman af þessu, góða skemmtun!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2008 | 19:24
Bara til að vera með
Ég fann þetta á annarri blogsíðu, ég klippti fyrri helminginn af því þar var verið að dásama trukka lessurnar sem fólk telur að sé að berjast fyrir okkur smábílana líka, held ekki....
En öll getum við verið sammála um að þetta hér fyrir neðan ætti ekki koma neinum illa nema þeim sem ætla að hækka allar vörur um 30%
Þetta eru mótmæli! engin þarf að hanga í umferðinni í marga klukkutíma og þetta kemur við kaunin á blessuðum "hækkurunum"
Bílstjórar þetta er eitthvað sem þið ættuð að gera!
Ég skora því á ykkur, alla landsmenn, að standa saman og mótmælum allri þessari hækkun sem er á leið til okkar og sem komin er og einnig skora ég heldur betur á ykkur að fara EKKI í eina einustu búð þriðjudaginn 1. apríl. Það er alveg hægt að versla á mánudaginn og miðvikudaginn en við skulum standa saman og fara EKKI í búð á þriðjudaginn vegna þeirra hækkunar sem eru að koma á mjólkurafurðina og fleira :)
ÍSLENDINGAR!! STÖNDUM SAMAN
Áfram sendið þetta á alla sem þið þekkið :D
Baráttu kveðjur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2008 | 14:37
Glæsilegt
Þetta verður flottur túr, komin tími á að landsbyggðin fái eitthvað annað en Dalton og ...? eru einhverjir aðrir að túra landið í dag?
Allavega, ég vona svo sannarlega að þið "útálandi" hendið ykkur á alvöru tónleika, td. Dr. Spock er besta tónleikaband Íslands.
Ætla immit að skoða þá á Organ í kvöld.
Rokkað í kringum landið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 17:19
Ding Dong drasl
Voðalega er erfitt að setja drasl á þennan spilara, ég ætlaði að tæta inn í hann eðal Ding Dong stuffi, því litla sem bjargaðist úr stóra crashinu.
Ég hef meira að segja fengið nokkur óska Dings og er ég að reyna að troða þessu í spilarann.
"Gamalt útvarp er betra en nýtt útvarp" sagði amma alltaf... eða nei hún sagði það aldrei... hún hafði ekkert gaman að útvarpi... rest her soul!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2008 | 08:50
Þessir fræðingar!
Úlfhildur Dagsdóttir bók- menntafræðingur:Mér fannst þetta þjást af einkennum sem eru óþarflega algeng í íslensku sjónvarpi og leikhúsi, þetta var svolítið stirðlegt. Ég hef lesið þessa bók og þekki vel til verka þessa höfundar, og það síðasta sem er hjá honum er svona stirðleiki og tyrfni. Sérstaklega er þessi bók létt og lifandi.
Þetta bókmenntapakk má þá bara vera í því að lesa bækurnar í sinni tyrfni.
Ég hef ekki lesið bókina (enda ómenntaður aumingi, les ekki bækur en er duglegur að skoða myndirnar) en mér fannst sagan sérdeilis prýðileg og að fólk skuli vera að tala um að þessir þættir séu lýsandi dæmi um lélegan leik ... bahhh humbögg!
Flottir þættir, sérstaklega flottur leikur ef við berum þetta saman við aðra Íslenska þætti: Pressa, Allir litlir hafsins, Kalla kaffi, Fornbókabúðin eða hvað þetta heitir allt saman.
Skiptar skoðanir á Mannaveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.3.2008 | 22:58
RUV rúllar upp páska dagskránni!
Það var virkilega gaman að sjá Foreldra mynd Ragnars Braga og Vesturports í gær, flott mynd og aldrei fékk maður gamla Íslenskramyndaaumingjahrollinn, gott mál.
Í kvöld var svo fyrsti þáttur Mannaveiða og ég er yfir mig hrifinn, flottur leikur, klippingar, musik bara allt.
Talandi um leikara þá er frábært að sjá þessa Vesturportsmenn færi sig úr portinu yfir í fleiri verkefni svo við ómenningaraumingjarnir fáum að njóta þeirra líka.
Ég var að vísu mjög hrifin af Pressunni framan af en eftir 4. þátt fór allt niður á við, sagan aum, tók eftir hvað leikarar voru ekkert frábærir en samt Pressan fín.
Nú er bara að vona að Mannaveiðar haldi flugi allan tíman.
Á sama tíma var væntanlega 5 tíma Idol veisla á Stöð 2, sem að margar hafa kannski gaman af.
Ekki ég.
Til að toppa helgina þá náttúrulega horfi maður á Man U niðurlægja Liverdótið á sunnudaginn.
En að vísu var það allt dómaranum að þakka, Man U var bara 1-0 yfir þegar þeirra langbesti maður var rekinn út af fyrir akkúrat ekki neitt, var búinn að vera frábær allan leikinn og aldrei sagt orð við dómarann.
Hefði drengurinn ekki verið rekinn útaf þá sá maður alveg skrifað í handritið að Liver hefðu valltað yfir Man í seinni hálfleik, það sást langar leiðir.
Takk fyrir sigurinn Bennet!
http://myp2p.eu/ þetta er helvíti gott fyrir þá sem tíma ekki að borga 167þús á mánuði fyrir að horfa á 3 -4 leiki í mánuði á Stöð 2 Sport 2 Extra+2 Sirkus eða hvað þetta heitir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)