Færsluflokkur: Dægurmál
26.4.2008 | 02:10
Magnaður skítur
Surprising Sixers Are in It to Win It!!!
Philadelphia 76ers 95 - Detroit Pistons 75
Var að horfa á Philly bursta Pistons í NBA úrslitunum. Djöfull er magnað að halda með litla liðinu sem átti samkvæmt spekingum ekki að vinna leik í seríunni vera komið í 2-1.
Ég geri mér alveg fulla grein fyrir því að Detroit er enn full favorits en þetta er gaman á meðan þetta er séns.
Ég er ekki frá því að ég hafi verið að horfa á 76ers live í fyrsta skipti síðan þeirra töpuðu fyrir Lakers í úrslitunum fyrir 6-8 árum.
Kannast ekkert við þessa kappa, engin stjörnuleikmaður(eina liðið í úrslitakeppninni sem átti engan leikmann til að taka þátt í stjörnuhelginni) en hjartað á réttum stað...
Svo er Larry Brown að stinga af aftur... goddemfokksjitt!
Þá er bara að drífa sig í háttinn, Chel$ og Man U í fyrramálið, vonandi að maður verði jafn sigurreifur eftir þann leik.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 21:58
Flottasta persóna sem fram hefur komið í Íslensku útvarpi.
Ég hef síðustu vikur verið að lauma einstaka Ding Dong skets á þessa blog síðu og er óhætt að segja að fólk hafi tekið því vel (enda útvarp frekar vonlaust í dag )
Í etta sinn hendi ég inn spari efni, maður að nafni Tony sem við duttum niður á alveg óvart.
Við vorum með dagskrálið sem kallaðist utanlandskeppni sem gekk út á það að hringja í útlönd og reyna að halda fólki á snakki sem lengst á þerra tungumáli, það þarf kannski ekki að taka það fram aðvið vorum vart mellufærir í Íslensku hvað þá meira.
Eftir að hafa tekið rúntinn um Evrópu þá var planið að skoða Ameríku, hringt var í einhver númer sem áttu að vera í Brooklin New York og áttum við að tala blökkumálísku.
Ég verð svona heppinn að lenda á þessum eiganda pizzu staðarins Tony´s og ef fólk vill kunna hvernig á að höndla leiðinlega kúnna þá hlustar þá á spilarann hér til vinstri.
Þetta var að vísu í annað skiptið sem við herjuðum á hann, gerðum það ári áður og þá hét staðurinn Ray´s Best Pizza og vorum við nánast búnir að koma honum á hæli og hótaði hann að koma og drepa okkur stinga úr okkur augun og þess háttar, að endingu var hann hættur að svara eða bara skellti á þegar við hringdum svo við ættum ..... í það skiptið...
Semsagt þessar upptökur hér til vinstri eru gerða ári eftir að við ráðumst á hann fyrst, hann búinn að breyta um nafn á staðnum en alveg jafn pirraður.
Eins og venjulega eru bestu bitarnir ekki lengur til en þetta bjargaðist úr tölvu hruninu ógurlega, takið eftir að hann telur okkur vera Indverja og hann sé búinn að tala við FBI og það sé "agent" að taka upp símtölin, ef ég man rétt þá reynir "Súbeer" Sigga Lund að ræða við hann líka.... gengur ekki sem skildi.
Góða skemmtun!
ps. stuttu eftir þetta fór Pétur til New York en þorði ekki að heilsa upp á meistara Tony, dem, það er minn draumur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.4.2008 | 22:09
Bandið hans Bubba
Jæja nú er Bubba Idollið búið og dagleg grámygla tekur aftur við.
Ég sá nú ekki marga þætti, held að ég hafi séð 2 og hálfann.
Til að vera þessi pirraða týpa sem ég er þá verð ég að skoða þetta aðeins.
Það fyrsta sem maður tók eftir var náttúrulega þessi súpergrúbba sem Bubbi bjó til, flottara band mun væntanlega ekki finnast í öllum heiminum (ýk).
Formatið á þættinum var alveg það sama og í öllum hinum Idollunum nema að þarna var Bubbi einhver aðal, það fer honum ekkert of vel að tjá sig mikið.
Hinir dómararnir voru betri, Villi var fannst mér aðeins of mikið að reyna að vera skrítni gaurinn en hann er eðal drengur og mun ég seint splæsa á hann slæmum orðum.
Stjarna þáttanna var Björn Jörundur! Þessir þættir sem ég sá voru svo leiðinlegir að ég hefði á venjulegum degi bara slökt en þarna var Bjössi í banastuði.
Ég vissi að maðurinn er hnittinn eins og textar hans með þeim betri í Íslensku poppi svo þurfti ég aðeins að díla við hann vegna starfa minna í gegnum tíðina og hann alltaf svona húmoristi en ég sá hann ekki fyrir með uppi á sviði að fara með gamanmál ef þið skiljið.... ekki?
En Bjössinn fór það mikið á kostum að ég náði oft að skella upp úr sem ég geri mjög sjaldan yfir sjónvarpinu.
Ég held að metnaðarfull sjónvarpsstöð ætti að grípa gæsina og fá hann til að "hósta eitthvað show!
Í þessum þáttum sem ég sá þá var Bubba mikið í mun að afsaka tilveru þessa þáttar með því að tala um hvað hann skilaði frábærum söngvurum, gott og blessað.
Bubbi kannski veit það ekki en þessir 2 voru í fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskolana í FYRRA !!!!! Það var búið að finna þá.
Þetta var bara show um hvor fengi 3 mills og þessi Eyþór er vel að þeim kominn, flottur singer ...... sagði ég fyrir ári, það hefur lítið breyst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 15:17
Ekki myndi ég opna landið fyrir honum!
Hann er allt of líkur Kalla Lú!
Sonur bin Ladens fær ekki að koma til Bretlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 16.4.2008 kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.4.2008 | 20:49
Ég hef skapað skrímsli
Gemsinn hringdi hjá mér í vinnunni í dag, ég sá að það var collect svo væntanlega var það 15 ára dóttir mín.
Ég svaraði og þar var hún... pabbi pabbi nenniru að hringja í þetta númer!!! plííííís ó mæ god ó mæ god.
Ég þarf að segja þér geðveikt!
Allt í góðu ég hringi í þetta númer og þar er hún móð og másandi pabbi!!! Veistu ??? dísess!
ÉG KEM Í SÉÐ OG HEYRT !!!! Ó MÆ GOD ... GOSSH!
Þá er forsetinn á Sauðarkróki og hún með athyglissýki föður síns og hendir sér á allt sem gæti komið henni í sjónvarpið, laumar kossi á Óla og hvað haldiði, Séð og Heyrt á staðnum og draumar hennar rætast! gellan á leið í besta blað í heimi ó mæ god ó mæ god.. dísess.
Svo kom erfið spurning! (þar sem ég hef nokkru sinnum komið fram í þessu stórkostlega blaði þá mátti ég búast við þessari spurningu)
Pabbi ! ertu ekki stoltur af mér???
Auðvitað segi ég já en að þetta sé hennar stærsti sigur í lífinu.... held ekki.
Nú skal ég ekki koma fram aftur í þessu blaði!
Ég á eina 2. ára og ég vil að hennar takmark sé eitthvað annað en að komast á síður þessa blaðs!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 20:41
AAAAAAAARRRRRGGGGGGGGGG!
Svakalega fór þessi "kynnir" í taugarnar á mér í Söngkeppni framhaldsskólanna.
Það var algjör hending aef hann ropaði út úr sér(eftir nokkur jeee og ok) hvaða skóli var næstur.
Það var einstaka sinnum sem hann sagði hvert lagið var eða hvur flytjandinn var.
Jú hann er voða klár að gera búmm Tjiss í míkrófón en hvað kemur það þessu við.
Ég hef oft séð slæma kynna og haldið kjafti en það sem fór mest í taugarnar á mér var þegar þessi myndar Verzlingur er klár uppi á sviði og vill kannski syngja sigurlagið á meðan einhver er í salnum...
Nei nei þá þarf Búmm Tjiss gaurinn að gera eitthvað voða fínt lag með 2-3 áhorfendum sem nenntu að hlusta á hann, svakalega var erfitt að horfa á það.
Búmm Tjiss gaurinn ætlaði bara ekki að gefast upp hann ætlaði að sýna hvað hann væri klár Búmm Tjiss gaur sama hvort einhver aumur sigurvegari byði uppi á sviði eftir að fá kannski smá athygli.
Kannski að einhverjir haldi að það hafi tekið sinn tíma að gera klár fyrir sigurlagið... neeee Mæk og gítar og ekki ætti það að klikka núna þar sem tæknimennirnir voru þegar búnir að kúka á sig einu sinni hjá Verzlings drengnum.
Ekki miskilja mig, ég hef gaman af Búmm Tjissi en þegar menn sigra keppni (sem tekur 4 ár að klárast) ætti sviðsljósið að vera á sigurvegaranum!
Ekki einhverjum Búmm Tjiss "kynni" sem var búinn að kúka nóg allt kvöldið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 13:58
Hann er þá ekki dauður eftir allt...
Nú jarðsetti ég ákveðna persónu sem tengdist mér í hátt í 4 ár.
Það gerðist á eðal dans-sleik á Gauknum sem er víst sálugur líka og taldi ég að mín afskipti að þessu dýri yrðu ekki meiri.
En nú ætlar hann að rísa upp frá dauðum í gegnum Mike Mæjers og eittvað hefur hann grennst og skegg síkkað sýnist manni.
Það skemmtilegasta við þetta er að Justin Timberlake leikur þarna stórt hlutverk og var hann megin ástæðan fyrir fæðingu Gurusins í gegnum lag sitt: Rock Your Body = Ástarblossi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 23:21
Hvar er Gullkindin þegar á þarf að halda
Það er bara einn sem kemur til greina sem lélegasti sjónvarpsmaður ársins og heitir hann Þorfinnur Ómarsson.
Maður hefur fylgst með Ísland í dag frá því að vera leiðinlegt í það að vera óþægilega leiðinlegt´og er það mikið Þorfinni að þakka.
Hver það var sem fékk þessa snilldar hugmynd að fá hann í þáttinn er mér hulin ráðgáta.
Mig grunar nú Steimgrím Sævarrrr þar sem hann tók við sem fréttastjóri af Sigmundi Erni, smart move.
Það var að vísu ágætt að losna við Steingrím og kaffibollann hans og hans lofræður um liðið í 4. sæti Ensku deildarinnar en ekki fengum við betra í staðin.
Ég rakst á eitt gott dæm um hvað Þorfinnur er ótrúlega skemmtilegur og ég endurtek þetta er bara eitt dæmi og alls ekki það versta.
Hvað er það sem gerir hans vona vandræðalegan þarna, að hann skildi segja svona "rosalega dónalegan hlut" eða er hann svona hræddur við Frú Eiðson.
Allavega kemur hann fáránlega út þarna og ekki fær hún mikið betri einkunn í þetta skiptið( þó ég hafið lítið út á hana að setja).
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 14:45
Hún heitir ekki Cörla Bruni
Hún heitir Shannen Doherty og gerði hún garðinn frægan í Beverly Hills 9120754 þáttunum.
Fer ekki mörgum sögum af mögnuðum leik þar, svo ekki er það skrítið að hún hafi skipt um nafn.
Frakkar hrifnir af forsetafrúnni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Flottur skrifari þarna á ferð, en Wenger lifir í sínum drauma heimi.
Ef einhver stelur þessum titli af Man U þá eru það Chel$ki.
Arsene Wenger: Getum vel orðið meistarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)