Færsluflokkur: Dægurmál

Jæja þá er það klárt!

Það er þá opinbert: Litla Hafmeyjan fer í loftið 6. júni búið að ganga frá öllu nema þá tæknilega hlutanum og ég efa að Rásin klári það ekki á núll einni.

Litla Hafmeyjan er eða verður (eins og fram kemur neðar á síðunni) útvarpsþáttur á Rás 2.

Hann verður á föstufagskvöldum og hefst klukkan 19:30 og stendur til 22:00

Það verða ég, Doddi, og Andri Freyr sem stjórna þættinum. Andri mun tala frá Kongens Köbenhavn.

Ég mun fara nánar í smá atriði og jafnvel lauma einhverjum treilerum á síðuna þegar nær dregur.

 


Gott hjá þeim!

Ég er sáttur við Íslenska tónlistarmenn sem hafa nennu, vit og áhuga á því að græða smá á plötum sínum.

Það hafa náttúrulega margir gert þetta í gegnum tíðina en oftast listamenn sem hvergi neinn til að gefa sig út og eru ekkert endilega með söluvöru í höndunum.

Páll Óskar hefur gert þetta í gegnum tíðina og gekk heldur betur upp í fyrra, væntanlega sá listamaður sem hefur grætt mest á sinni afurð jafnvel frá upphafi.

Sena hefur einokað markaðinn og hafa átt allar þær pötur sem eitthvað hafa selst nema nokkrar álfaplötur Smekkleysu og einstaka 12 Tónaplötur t.d. Eivör.

En þvílík plata sem júróbandið er að bjóða uppá, gömul júróvision lög, lögin sem Friðrik og Regina töpuðu með sem er náttúrulega til á plötum og júróvision lagið í mörgum útgáfum.....

Þessi diskur verður fastur í í tæki næstu 4 árin!!!

 

 

 

 

 

 


mbl.is Eurobandið gefur sjálft út skífu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég sendi þessa tilkynningu á visi.is, spurning hvort þessu verður hent á vefinn?

Í gær, 5. maí spurðist það út að ég, Doddi litli, hafi hugsað mér að taka tjútt.
því miður er það ekki rétt, í  fyrsta lagi verð ég ekki í bænum um helgina og í annan stað þá er bara brjálað að gera.
Ég kem til með að plötusnúða fyrir Merzedez Klúbbinn í Sjallanum Akureyri á laugardeginum og jafnvel á Selfossi á sunnudeginum.
Ég hef komið víða við á ferli mínum og næsta hálfa árið mun ég litast um eftir tækifærum og einbeita mér að því að finna yfirgripsmikilli reynslu minni jákvæðan og uppbyggilegan farveg.
Ég vil þakka visi.is kærlega fyrir að koma þessu á framfæri.

 Virðingarfyllst.
Doddi litli Doddason

 

 

http://visir.is/article/20080506/LIFID01/204054930


ÚÚÚÚÚFFFFF!!!! ég var orðinn ansi stressaður

Gott fólk, við erum seif!

Guðjón Bergmann er ekki, endurtek EKKI að flytja úr landi, ég er einmitt búinn að vera að pirrast yfir þessu síðustu mánuði.

Hvað hefði maður gert ef hann hefði tekið upp á því að flytja út??? vil ekki huxxa þá huxun til enda!

Eins og flest allir  vita þá átti hann eina mest seldu íslensku sjálfshjálpar bókina síðasta haust eins og fram kom í auglýsingum.

Það segir okkur ansi mikið um hversu frábær þessi maður er, eina mest seldu... íslensku... sjálfshjálpar ... í haust !!!!!

Hvað komu út margar íslenskar sjálfshjálpar bækur út þetta haust ?? 

Þessa auglýsingu sá maður milljón sinnum síðustu jól í sjónvarpinu....

Magnaður drengur!

Ég tók eitt sinn viðtal við hann í útvarpinu, hann var svo óstjórnlega leiðinlegur að ég sagði bara: Guðjón, ég nenni ekki að tala við þig vinur, u are the weakest link, goodbye! 


Sko Pallann....

Það má segja margt misjafnt um þessa útvarpsstöð Fm 957 en stöðin kann að gera gott party.

Ég mætti þarna í Háskólabíoið aðalega vegna þess að dóttir mín hefur svo rosalega gaman af Haffa Haff og auðvitað Palla.

Ég verð bara að viðurkenna að mér leiddist ekkert, hafði meira að segja svolítið gaman af á köflum!

Gaman líka að sjá hvað danstónlistin á stóran hluta af þessari hátíð í dag, fyrir nokkrum árum var feitur sköllóttur maður með aflitað skegg sá eini sem tróð upp með dans atriði.

Þetta lýsir svolítið markaðnum í dag, sveitiballasveitir heyra brátt sögunni til, rokkið á í miklum vandræðum og mis-merkilegir söngvarar slá í gegn galandi yfir mis-merkileg bít (vissulega á ég stóra sök í því)

Málið er bara að mér finnst það mun skárra en þetta svitaballa væl og þetta R&B sem hefur tröllriðið öllu síðustu ár.

Opnunar atriðið var fínt og rosalega lýsandi fyrir þessa útvarpsstöð, þeir spila helst ekki Íslenskt og á hátíð sem er að heiðra Íslenska tónlist ætti stöðin að halda sig við Íslenska tónlist ekki satt?

Til hamingju Páll Óskar með sweepið.... það er bara eitt sem ég verð að skjóta að Palla og hans fólki, hann er frábær söngvari og fínn sviðsmaður en það er algjör undantekning ef maður heyrir tónlistina þegar hann treður upp, heyrir vel hans frábæru rödd en playbackið er afskaplega dauft undir og gerir performasinn alls ekkert skemmtilegan..... 


mbl.is Páll Óskar tilnefndur til 5 verðlauna og hlaut þau öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Hafmeyjan?

Eitthvað hefur verið rætt um mögulegan útvarpsþátt okkar Andra Freys á Rás 2.

Mig langar bara að benda á að allt er á frumstigi, við höfum ekkert rætt við dagskrástjóra Rásarinnar um launamál eða hvernig þetta mun gerast tæknilega.

Andri jú sendi út frá Danmörku í fyrra og var ég með honum í einhverjar 3 vikur og var það bara ansi fínt.

En það er ansi grunnt á gæðunum, hann átti það til að detta út, heyra ekkert í mér eða heyra ekkert í símanum og sá sem var í símanum heyrði ekkert í honum.

En stóri munurinn er sá að í fyrra vorum við á smá stöðinni Reykjavík FM þar sem engir peningar voru til að gera nokkurn skapaðan hlut, núna erum við að tala um Rás 2, ef ég man rétt þá eru um 60 tæknimenn á launum þar svo einhver ætti að leysa þessa þraut.

Ég mun að sjálfsögðu koma því áleiðis ef samningar nást en það er engin ástæða til að vera með safaríka yfirlýsingar ef ekkert svo gerist, hoppa byssuna.


Hvað er þessi helv. útlendingur að rífa kjaft :-)

 

Rafa Benitez vill að aganefnd enska knattspyrnusambandsins taki hart á leikmönnum Manchester United sem lentu í handalögmálum við vallarverði Chelsea eftir leik liðanna um síðustu helgi.

Benitez er enn minnugur þess þegar Javier Mascherano fékk þriggja leikja bann fyrir að missa stjórn á skapi sínu á Old Trafford fyrr á þessari leiktíð og hann vill að leikmenn Manchester United fái svipaða meðferð.

"Vonandi tekur knattspyrnusambandið eins á þessu eins og þeir gerðu í máli Mascherano á sínum tíma. Þeir vildu setja fordæmi með refsingu hans og vildu ekki að börn þyrftu að horfa upp á menn hegða sér svona. Það verður því gaman að sjá hvernig þeir taka á því sem gerðist á Stamford Bridge," sagði Benitez.

Hann ætti nú að halda sig við hluti sem tengjast hans liði


Syngjandi sæll og glaður: Moscow Moscow can´t u hear me waiting on the line

Nú er gaman, þurfti ekki að rífa fram grát klútana.

Wes Brown maður leiksins að mínu mati, ekki besti leikur Man U en það var alltaf vitað að það lis sem væri í betri stöðu myndi verjast.

En getur einhver hjálpað mér: nú eru menn að tala um að bjóða 100 milljónir punda í Ronaldo 40 mills í Ronaldinio og helling í Dog-bra af hverju er engin að bjóða í Messi, hann er ótrúlegur leikmaður og aðeins 20 ára.

Það eina sem hann hefur gegn sér að hann á það til að meiðast, svo sannarlega næstbesti leikmaður heims á eftir Ronaldo en er mun betri í stóru leikjunum en Róninn okkar.

Nú er mér nokk sama um hvaða lið kemur með okkur til Moskvu, Liver og Chel$$  eru álíka leiðinleg lið.

Hefði Viljað mæta Barca í úrslitunum


mbl.is Scholes skaut Man Utd til Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta kærasti þinn???'

Ég var búinn að ákveða að væla ekki meira yfir þessu magnaða trukka gengi enda skíta á bak sitt nánast á hverri sekúndu en er hægt að gefa þessum manni séns???

Hvurn andskotann eru blöðin að birta þetta rusl frá þessum manni???

Mín leið á erfiðum tímum hefur venjulega verið að hlægja að aðstæðum og það fór því svo að ég stillti mér upp fyrir blaðalljósmyndara á fimmtudeginum veifandi kylfu og grettur á svip, Þetta átti að vera nett ádeila á viðbrögð lögreglu deginum áður. Eftir myndatökuna mæti ég á Kirkjusand til að sýna félögum mínum stuðning.

Á Kirkjusandi var ég beðinn um leyfi fyrir líkamsleit sem ég sagði óþarfa og afhenti möglunarlaust kylfuna en tók það skýrt fram að ég vildi fá hana til baka þegar ég færi af svæðinu og var það samþykkt af lögregluþjóni. Eitthvað leist yfirvaldinu samt illa á „vopnaburðinn" og var ég beðinn um skilríki sem ég afhenti án teljandi muldurs.

Hegðun lögreglumanna á svæðinu fannst mér ögrandi og virðing í samskiptum engin, t.d. tók það mikið tuð að fá skilríkið til baka. Þegar skilríkjunum var loks skilað og ég hugðist hafa mig á brott af svæðinu og bið um kylfu mína til baka þá neitaði lögreglumaður því þrátt fyrir fyrr gefið loforð.

Ég segi, þeir eru farnir að sjá rautt þessir menn, gefum þeim þá rautt, hættið að tala um þessa trukka.

Þetta er samansafn af *************** og ég enga athygli skilda!

Þetta er löngu komið gott....

Að maðurinn skuli reyna að kenna löggunni um erfitt hugarástand sitt....

Ég nenni ekki að tjá mig meir, ég er svo hneykslaður að ég á erfitt um pikk...


mbl.is Missti stjórn á skapi sínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan í Íslensku rokk útvarpi????

Um daginn skrifaði meistari Ómar Bonham skemmtilega grein um stöðuna í Íslensku útvarpi

http://bonham.blog.is/blog/bonham/entry/512042/.

Hafði ég gaman að lestrinum og að sjálfssögðu þurfti ég að væla eitthvað smá líka.

Nú skellti ég mér á heimasíðu einu rokkstöðvar landsins X-977, vildi sjá hvaða rokk er að heilla landann og hvað sé ég? 5 lög af 20 sem var að finna á lista Reykjavík FM 101,5.

http://x977.is/pages/33

Þetta er kannski ekki frásögum færandi en Reykjavík FM lést fyrir 4 mánuðum síðan!!!!

Þannig að það er ekkert skrítið að Íslensk rokkstöð sé ekki að gera góða hluti ef þetta er ferskleikinn, 5 LÖG SEM VORU FERSK FYRIR 4-5 MÁNUÐUM þykja móðins á X-inu í dag.

Þetta kallar maður ekki góða þjónustu hjá einu "rokkstöð" landsins.

Þeir vilja ekki gamla rokkið eins og RVKFM spilaði af kostgæfni og þeir vilja ekki heldur nýja rokkið???

Hverjum eru þeir að þjóna?

Emo börnunum?

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband