Færsluflokkur: Dægurmál
16.5.2008 | 17:51
Nýtt Ding í spilarann
Ég henti 2 nýjum Ding Dong bitum í spalarann, annað brotið er dæmi um þroskað skopskin okkar (brandarahorn prump).
Hinn bitinn er stuttur dagskrá trailer sem segir hvað var í þættinum fyrr um morguninn, þar sem Pétur útskýrir hvernig hann talaði við hundinn sinn Bórís og ein skemmtilegasta hugmynd sem ég hef átt í útvarpi: Þar tókum við upp einræðu daginn áður, hringum svo í beinni útsendingu og viðmælandinn talaði við upptökuna frá deginum áður og var aðal kúnstin að reyna halda fólki á spjalli eins lengi og mögulegt var oft á tíðum mjög lengi, á meðan flissuðum við eins og hálfvitar í hljóðverinu.
Því miður þá bjargaðist ekkert af þessari snilld þegar geymslu tölvan dó nema þessi stutti bútur.
Það erum við komnir aðeins lengra með þetta og erum farnir að "pithca" niður röddina en samt var fólk að falla fyrir þessu.
Vel þess virði að tékka á þessu, því miður allt of stutt.
Búturinn heitir: Boris og strákurinn sem er ástfangin af þér
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 11:14
Bill O´Reilley í stuði og er tilbúinn að dansa með ykkur núna!
Þetta myndskeið er í boða Omma, stolið þaðan...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 12:35
Party búið?
Fjölmiðlastjarnan Stulli stuð er eitthvað að missa það, heyrði síðast í honum á Ú Sögu spá í Júróvision með góðvini mínum Marky Mark.
Svo heyri ég fréttirnar á Stöð 2 40 MANNS Á AUSTURVELLI!!!! væntanlega flestir bara að fá sér bjór og hafa það næs.
Stulli, þjóðin er ekki öll með ykkur.... Svona ef þú varst ekki búinn að átta þig á því...
Fáðu frekar þátt á Ú Sögu og vertu svona rífa kjaft gaurinn þar, þeir eru að vísu nokkrir fyrir...
Hver hefur ekki gaman af góðu kjaftrífi?
Mótmælt á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.5.2008 | 11:47
Segið svo að Júróbandi sé ekki að sigra Evrópu!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 11:44
Ég man ekki eftir Sigmundi Erni svona hressum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 08:50
Afsakaðu á meðan ég æli!
Það er verið að sleikja austur evrópska rassa takk fyrir.
Eins og hann hafi ekki gert það áður......
ljótt Doddi, ekki meira svona vinur!
Hljómaði eins og önd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 13:02
Þetta eru rokkstjörnur dagsins í dag!
Þetta er X-ið og Fm að blasta sem rokkstjörnur!
Við viljum ROKK STJÖRNUR!!! Ekki nikkelbakk.
Svo voru einhverjir að tala um að Robbir Will væri svo mikill töffari???
Hann er viðkvæm kona!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008 | 12:41
Vel heppnað gigg Akureyri
Nú brá ég undir mig betri fætinum og brunaði á Akureyri um helgina og spilaði í Sjallanum ásamt Haffa Haff og Merzedez Club.
Eva gaf ekki kost á sér í liðið í þennan túr svo ég leitaði til þeirrar næst bestu: Ingu Danz en hún hefur dansað með Allstars genginu í 2-3 ár og rifið í míkrófón þegar stuðið hefur borið hana ofurliði.
Dagskráin var flott Dj Dodd hóf leikinn. svo kom Ingan á svið með mér og við tókum baneitrað sett og það var ekki erfitt fyrir Haffa Haff að koma á svið eftir það enda eru öll hús við suðumark eftir að kallinn kemur fram, þá komu Merc sterarnir og svo fór maður aftur á dj græjurnar og sýndi hvernig á að spila geisladiska fyrir fólk!
Það er eitt sem kom mér skemmtilega á óvart á æfingu, rólega útgáfan af nýja laginu þeirra (sem ég man ekki hvað heitir)
Þar eru Gillz og Rebekka bara 2 á sviðinu og flytja alveg stórkostlega útgáfu þessu lagi sem Gillz útsetti víst fyrir skírnarveislu hjá systur sinni. það var líka gaman að sjá hann taka piano man (Billy Joel) í Techno útgáfu og syngja það sjálfur, og nota bara þetta hljómborð eða synthazæza.
M.C. frumfluttu nýtt lag , Bass Cop, sem er án efa það harðasta sem þau hafa gert og munu gera og fór það ansi vel í gesti, ég að vísu sá ekki flutning þeirra þar sem ég þarf góðan hálftíma til að blása eins og hvalurinn sem ég er eftir að hoppa í 25 min í mínu magnaða setti, gamall feitur maður og techno tónlist er kannski ekki rétta combóið en hey ég er að reyna að hætta, gjim mía breik
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 12:55
Þá er stöðin lox fundin!!
Eftir að hafa langt og strangt að útvarpsstöð til að hlusta á í vinnunni (vinn við tölvu og þarf ekki að nota eyrun nema 70% svona dags daglega.
HEf mikið verið að hlusta á BBC bæði skemmtiþætti eins og Steven Merhcant og Jonathan Ross show og einnig eru frábærir heimildarþættir sem eru virkilega vel unnir.
Bara þegar maður hlustar á mikið og áhugavert tal þá missir maður einbeitingu á því sem maður á að vera að gera
En stöðin er fundin, þá sérstaklega fyrir gamalmenni eins og mig: http://newwave80.europe2rock.fr/# Frábær 80´s tónlist og ekkert af leiðinlega stöffinu með!
Ný-rómantík eins og hún gerist best Ultravox, Depeche Mode, Joy Division, New Order, Pet Shop bara allt sem var skemmtilegt á þessum tíma.
Svo er þessi líka solid: http://uk80.virginradio.fr/# Þessi stöð er meira indie pop rock: Smihts, Simple Minds, Clash....
Ég er að vísu á fyrsta degi með báðar þessar stöðvar, hvur veit nema að þær eigi bara 50 lög og byrjun svo upp á nýtt, hef brennt mig á því áður.
En allavega tékkidd!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)