Færsluflokkur: Íþróttir
5.9.2008 | 11:35
Þetta tók óvenjulega stuttan tíma.....
Venjulega láta Liverpool menn september klárast áður en þeir gefast upp....
Liver aðdáendur eru örugglega sáttir við sinn stjóra núna.
![]() |
Liverpool á litla möguleika |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.9.2008 | 08:58
Blaðamenn á visir.is alltaf með allt sitt á tæru!
Fótboltahetjan Cristiano Ronaldo, sem er 23 ára gamall, fjárfesti í glænýjum bláum Bentley í vikunni sem leið. Meðfylgjandi myndir voru teknar af honum og nýja leikfélaganum fyrir utan heimili hans í Cheshire í Englandi.
Bíllinn kostar 340 þúsund pund sem samsvarar rúmum 52 milljónum íslenskra króna.
Bílnúmer Ronaldo er: CR7, sem er skammstöfun á nafni hans og treyjunúmeri þegar hann spilaði með Old Trafford.
Ronaldo hefur í langan tíma reynt að kaupa umrætt bílnúmer sem loksins var falt," er haft eftir vini sem segir ástríðu Ronaldo fyrir sportbílum engri lík.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 17:45
Maður hlær að þessu núna....
Mér sýnist á öllu að þessir menn séu endanlega að Skemma Ensku deildina.
Þegar menn eru farnir að yfirborga Roman þá má fara að pakka saman og hætta þessu.
Lið eins og Man Utd. og Ars sem hafa á löngum tíma safnað sér aðdáenda og náð sér í peninga á rekstrinum verða litlu liðin við hliðina á svona rugli.
135 mills fyrir einn funkin leikmann.
nú er þetta búið!
![]() |
Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.9.2008 | 14:43
Spennandi dagur.....
Ég hef akkúrat ekkert á móti því að fá hann til Man Utd. en hann er allt of dýr miðað við getu og aldur.
Ég myndi vilja betri mann fyrir svona mikinn pening.
En hann kemur með alveg nýja vídd í sóknarleik liðsins, stór, skallamaður, potari og allt það sem Rooney og Teves hafa ekki, fyrir mér spila þeir eins og framliggjandi miðjumenn.
En þar sem engin annar er í pípunum þá förum við ekki að láta City stela honum!
![]() |
Endar Berbatov hjá Manchester City? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.8.2008 | 17:41
Helvíti er únsan dýr í dag.
50 milljónir frá ríkisstjórninni, 5 milljónir svo ríkisstjórnin geti nú tékkað á þeim í Kína.
Allir stafsmenn sjónvarpsins með útsendingu frá 4 (meira en klukkutíma áður en flugvélin lendir).
Stöð 2 með sína útsendingu á eftir, Tugir milljóna komnar í hús eftir betlið góða.
Hver ætli kostnaðurinn sé við þessi 15 silfur peninga? 100 milljónir ?... ekki langt frá því.
Ég segi: beint í seðlabankann með þessa silfurpeninga til að auka silfur byrgðir þjóðarinnar!
![]() |
Landsliðið komið heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 15:15
Þetta verður alltaf að koma!!!!!
Ef handbolta landsliðið vinnur leik þá byrjar þetta: gefið okkur pening!!!
Þetta segir Alfreð Gíslason á visir.is
Ég vona að sama hvernig úrslitaleikurinn fer að fólk kveiki á því að það þarf að gera eitthvað fyrir handboltann á Íslandi. Þetta er hluti af okkar menningu og við erum að setja milljarða í aðra menningu."
Og það munu fleiri fylgja í kjölfarið.....
Vissulega frábær árangur og allt það en í guðana bænum, hvernig væri að gleðjast einu sinni án þess að betla pening.
Ætli handbolta ráðherrann fari ekki að ausa pening í handboltann núna.
Fokking kjaftæði
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.8.2008 | 14:29
Magnað!
Magnað að heyra menn sem aldrei hafa talað um eða horft á íþróttir yfir höfuð eru orðnir handbolta spekingar.
Nokkrar línur sem heyrðust í vinnu hjá mér á meðan leikurinn var í gangi.
... þeir þurfa bara að halda boltanum 2 mínútur og skora í lok sóknar...
Þeir nebbla þekkjann svo vel, hann spilar á Spáni...
Þeir eiga bara að gera eins og Svíarnir, langar sóknir..
af er hann að klúðra þessu
hvað er að þessum dómara.... svo var útskýrt hvað var dæmt.... ó....
og hellingur til, ég bara á að vera að vinna svo læt þetta duga.
Til lukku með þetta Ísl.
![]() |
Íslendingar í úrslitaleikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.8.2008 | 08:29
Gott útvarp!
Á leiðinni í vinnuna í morgun, þegar það voru auglýsingar allsstaðar, datt á Fm 957.
Ekki frásögum færandi nema að "dagskrágerðamennirnir" voru að fá hlustendur til að hringja inn (ekki í fyrsta skipti).
Þetta hljómaði einhvernvegin svona:
Fm fólkið: FM
hlustandinn: halló
Fm fólkið: jæja hvað ætlar ÞÚ að gera korter yfir 12 í dag?
hlustandinn: ég ætla að horfa á leikinn
Fm fólkið: já er það ekki, takk fyrir , næsti, Fm
hlustandi: já sæææælll
Fm fólkið: og hvað ætlar þú korter yfir 12?
hlustandinn: nú horfa á leikinn mar... hvað helduru..
Fm fólkið: góður, auðvitað.. takk fyrir næsti .. Fm!
Svona gekk þetta á meðan ég nennti að hlusta.... ég skipti bara yfir á auglýsingar á Rás 2.
Minni á Meyjuna í kvöld, þar munum við leifa hlustendum að hringja inn og spyrja þá: hvað gerðir þú kl. korter yfir 12 í dag..... flottur!
![]() |
Óhræddir og fullir tilhlökkunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2008 | 08:11
Þetta er nú ekki skemmtilegt sport
Sveittir karlmenn að strjúka hvorum öðrum og lejma þess á milli.
En til hamingju með þetta, það væri gaman að ná í pening á þessu móti.
Hefur það gerst síðan Bjarni Frið náði í bronsið fyrir 20 árum, náði stangastúlkan í brons á olimpiuleikum? Vala eitthvað... hvar er hún núna?
![]() |
Ísland í undanúrslit á ÓL |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2008 | 15:01
Nú virkar launaþakið rosalega vel
Hvernig ætlar KKI að viðurkenna þetta?
Jón Arnór var að spila með góðu liði í einni bestu deild í heimi.... hann var ekkert með 100 þúsund á mánuði......
Vissulega frábært fyrir Íslenska körfuknattleiks unnendur og heildsalasynina í vesturbænum.
En hvernig ætla menn að fóðra launaþakið???
Á einhver svar við því?
Já Jakob var líka atvinnu maður, svo einhver peningur fer í hann líka og ju var ekki Helgi atvinnumaður líka og Fannar???
Launaþak smaunaþak
![]() |
Jón Arnór og Jakob til liðs við KR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)