Gott útvarp!

Á leiðinni í vinnuna í morgun, þegar það voru auglýsingar allsstaðar, datt á Fm 957.

Ekki frásögum færandi nema að "dagskrágerðamennirnir" voru að fá hlustendur til að hringja inn (ekki í fyrsta skipti).

Þetta hljómaði einhvernvegin svona:

Fm fólkið: FM

hlustandinn: halló

Fm fólkið: jæja hvað ætlar ÞÚ að gera korter yfir 12 í dag?

hlustandinn: ég ætla að horfa á leikinn

Fm fólkið: já er það ekki, takk fyrir , næsti, Fm

hlustandi: já sæææælll

Fm fólkið: og hvað ætlar þú korter yfir 12?

hlustandinn: nú horfa á leikinn mar... hvað helduru..

Fm fólkið: góður, auðvitað.. takk fyrir næsti .. Fm!

Svona gekk þetta á meðan ég nennti að hlusta.... ég skipti bara yfir á auglýsingar á Rás 2.

Minni á Meyjuna í kvöld, þar munum við leifa hlustendum að hringja inn og spyrja þá: hvað gerðir þú kl. korter yfir 12 í dag..... flottur!


mbl.is Óhræddir og fullir tilhlökkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Haha - svona á að búa til útvarp!

Markús frá Djúpalæk, 22.8.2008 kl. 09:12

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Tek undir með Markúsi og hlakka til að mæta í partýið í kvöld

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 10:42

3 identicon

Já það er þessi forheimskun tja... og síðast en ekki síst tónlistin sem lætur mig forðast þessa stöð eins og heitan eldinn.   Gott ef mig minnir samt ekki að þú hafir verið þarna eitt misseri á téðri útvarpsstöð Doddmundur lille?

Takk f. góðan þátt í gær annars, þó ég hafi ekki náð honum öllum (en til þess eru vefupptökur Rásar 2 til að bæta upp) , póstarðu lagalistanum annars (minnir reyndar að þið hafið spilað mjög lítið, þið kjaftið svo asskoti mikið ;) ... sem þið hafið reyndar efni á aþþí þiru so fyndnir tíhíhíhí )

 p.s. sit hér og hlusta á Hraðbrautarljósin og Ljónakóngana í spilaranum og það fara unaðsstraumar um mig.

ari feiti (IP-tala skráð) 23.8.2008 kl. 11:31

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Jú ég pósta lagalistanum, nenni því ekki strax.

Ljónakóngarnir eru magnaðir andskotar!

Þórður Helgi Þórðarson, 23.8.2008 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband