Margt fínt en margt afskaplega einkennilegt.

Flott að Palli fái verðlaun og sé rich bitch eftir síðasta ár og sprengihöllin átti vissulega innkomu ársins, Bergur Ebbi hefur væntanlega verið ansi stoltur með að bera sigurorð af "meistara"Megasi.

Ég bjóst nú við að Bergur myndi nú minnast á Megas í þakkarræðu sinni en tyggjóið hefur truflað hann.

Mugison var auðvitað sá eini sem kom til greina fyrir bestu plötu sem gerð hefur verið á Íslandi í mörg ár.

Það sem sló mig hvað mest var að Benni Crespo var ekki bjartasta vonin og þessi Hjaltalín gaur er besti laga höfundur síðasta árs????? Ég veit að hann á voða flottann pípuhatt og bandið telur 40 mans og það er fagot spilari í bandinu en besti laga höfundurinn 2007.... með fullri virðingu örugglega fínasti laga höfundur en bestur... held ekki.

Svo fannst mér ansi sterkt að Ólöf yfir krútt gerði betri plötu en Björk, misjafn er smekkur manna og vil ég óska öllum vinningshöfum til hamingju með sigrana.

Svo smá meira væl í lokin... af hverju fengum við ekki Mugga atriði á sviðinu? ég gruna að hann hafi verið ansi nálægt Palla sem söngvari ársins.


mbl.is Páll Óskar og Björk söngvarar ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Páll Óskar sló í gegnmynd Páll Óskar var maður kvöldsins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Páll Óskar Hjálmtýsson var valinn söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum sem fram fara í Borgarleikhúsinu í kvöld.



Páll Óskar fékk einnig Netverðlaun Tónlist.is og var kjörinn vinsælasti tónlistarmaðurinn af lesendum Vísis. Þá var Björk kjörin söngkona ársins og hún fékk einnig verðlaun fyrir tónlistaratriði ársins í fjölbreyttri tónlist. Þeir Sigtryggur Baldursson og Einar Örn Benediktsson tóku við verðlaunum Bjarkar, þar sem hún er stödd erlendis. Besta lag ársins í fjölbreyttri tónlist var lagið Verum í sambandi, eftir þá Snorra og Bergur Ebba.



Það var Rúnar Júlíusson sem hlaut heiðursverðlaunin þetta árið og tók hún við þeim af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þá fékk Pétur Ben verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Foreldrar og Mugison fékk verðlaun fyrir myndband ársins og plötuumslag ársins.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.3.2008 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband