RUV rúllar upp páska dagskránni!

Það var virkilega gaman að sjá Foreldra mynd Ragnars Braga og Vesturports í gær, flott mynd og aldrei fékk maður gamla Íslenskramyndaaumingjahrollinn, gott mál.

Í kvöld var svo fyrsti þáttur Mannaveiða og ég er yfir mig hrifinn, flottur leikur, klippingar, musik bara allt.

Talandi um leikara þá er frábært að sjá þessa Vesturportsmenn færi sig úr portinu yfir í fleiri verkefni svo við ómenningaraumingjarnir fáum að njóta þeirra líka.

Ég var að vísu mjög hrifin af Pressunni framan af en eftir 4. þátt fór allt niður á við, sagan aum, tók eftir hvað leikarar voru ekkert frábærir en samt Pressan fín.

Nú er bara að vona að Mannaveiðar haldi flugi allan tíman.

Á sama tíma var væntanlega 5 tíma Idol veisla á Stöð 2, sem að margar hafa kannski gaman af.

Ekki ég.

 

Til að toppa helgina þá náttúrulega horfi maður á Man U niðurlægja Liverdótið á sunnudaginn.

En að vísu var það allt dómaranum að þakka, Man U var bara 1-0 yfir þegar þeirra langbesti maður var rekinn út af fyrir akkúrat ekki neitt, var búinn að vera frábær allan leikinn og aldrei sagt orð við dómarann.

Hefði drengurinn ekki verið rekinn útaf þá sá maður alveg skrifað í handritið að Liver hefðu valltað yfir Man í seinni hálfleik, það sást langar leiðir.

Takk fyrir sigurinn  Bennet!

http://myp2p.eu/ þetta er helvíti gott fyrir þá sem tíma ekki að borga 167þús á mánuði fyrir að horfa á 3 -4 leiki í mánuði á Stöð 2 Sport 2 Extra+2 Sirkus eða hvað þetta heitir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband