Ef Guð væri rödd! Og allir hans englar

 liz_1990_2

Ef Guð væri til og það væri rödd þá héti það Elizabeth Frazer.

Liz Frazer er ótrúlega flott en falin söngkona, það eru ótrúlega fáir sem þekkja þessa glæsilegu konu.

Liz kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979 í Skotlandi með hljómsveitinni Cocteau Twins sem saman stóð af Robin Guthrie gítar leikara  Will HeggieBassaleikara og þótt ótrúlegt sé þá var hún ekki sköpuð í kringum Liz og hennar ótrúlegu rödd, nei hún fékk bara að vera með þar sem hún var kærasta Robin Guthrie.

Nafnið fengu þau af lagi frá annarri Skoskri hljómsveit Simple Minds (taldi nú að það væri merkilegri saga á bak við lagið, að það kæmi úr einhverju bókmenta listaverki).

Sveitin starfaði til ársins 1997 og náði aldrei neinum sérstökum vinsældum utan Bretlands (þótti kannski of strange?) fyrstu árin söng Liz einhverskonar vonlensku eins og Jónsi okkar gerði á sínum tíma (hún taldi að ekki væri hægt að tjá söng sinn á Enskri tungu). Árið 1990 kom út platan Heaven or Las Vegas sem var fyrsta platan sem var sungin alveg á Enska tungu (gæti verið aðeins að kúka á mig þarna, allavega var hún öll á Ensku).

Þessi plata kom sveitinni aðeins á yfirborðið en hún hafði verið smá saman á leiðinni þangað á plötunum þar á undan.

Komst meira að segja singull þeirra Iceblink Luck á top 20 í Bretlandi.

Eftir það komu út 2 plötur á nýju útgáfufyrirtæki sem gerðu engan svakalegan usla í plötubúðum og eins og fyrr segir þá kláraðist partýið´97.

Hún hefur sungið með mörgum sveitum og dúettað með fleirum, frægust er hún væntanlega fyrir samstarf sitt við Mazzive Attack á þeirra bestu plötu Mezzanine.

Þar söng hún smellinn Teardrop sem landinn ætti að kannast við.

Þessi guðdómlegu dæmi sem eru hér fyrir neðan er af plötu hljómsveitarinnar This Mortal Coil It´ll End In Tears (TMC var samstarfsverkefni margra indie sveita).

Á þessari plötu syngur hún 2 lög: Another Day og Song To The Siren (eftir Tim Buckley faðir Jeff Buckley).

Að mínu mati er þetta fullkomnun í söng og minimal hljóðfæraleik ef ekki það besta sem ég hef heyrt á ævinni. Takið sérstaklega eftir live útgáfunni, það er greinilega hægt að gera meira en að syngja Stál og Hnífur með bara gítar og söng að vopni.

Í lokin verð ég að undrast aðeins á hvað fáir þekkja Liz og Cocteau Twins hér á Íslandi, man ekki eftir að hafa heyrt neitt nema Teardrop nema þegar ég er að troða þessu í útvarpið.

Hallið ykkur aftur finnið fallegan stað í huga ykkar og látið ykkur líða vel, og push play!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband