Hvað eruði að hrósa þessum helv. bílstjórum

 456157Mynd tekin af mbl.is

 

Ég er ekki alveg að fatta af hverju hinn almenni borgari sé svona hrifin af aðgerðum bílstjóra með að loka helstu götum á háannatímum.

Það er bullandi niðursveifla í þjóðfélaginu og allt er að hækka, en allir væla yfir bensín verði???

hvað með 30% hækkun á matvörum, hver er að mótmæla því?

Ef ríkisstjórnin lækkar bensín, verða þeir þá ekki að taka pening annarsstaðar frá? Ekki taka þeir þann pening úr eign vasa.

Ég get alveg lofa ykkur því að þessir bílstjórar munu hækka verðið á sinni þjónustu sem nemur bensín og olíu hækkun nema að þá verður þjónustan svo dýr að fólk minkar kaupin á þjónustunni og það er málið, þeir eru bara að hugsa um eigin rassgat!

Það er hægt að labba, það er hægt að vera fleiri en 1 í bíl og deila kostnaði, það er hægt að sleppa því að fara á fjöll þangað til þú hefur efni á því.

En ef matvöruverðið hækkar endalaust þá verður æ erfiðara að fæða fjölskylduna, ég vil frekar eiga fyrir mjólk handa 2. ára dóttur minni en bensíni svo ég ég geti farið á rúntinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Heyr!

Brjánn Guðjónsson, 31.3.2008 kl. 08:56

2 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eitt skaltu athuga!!

Vörubílstjórar hafa orðið fyrir miklu kostnaðarauka sem kemur sér frekar illa við rekstur á svona trukkum sem eyða að jafnaði 50.lítrum á hundraði. Að sjálfsögðu reyna menn að mótmæla því sem stendur mönnum næst og ber að taka ofan fyrir mönnum sem gera slíkt.

Þú mótmælir hækkandi matvöruverði hér á síðunni þinni og kvartar jafnframt um enginn segi neitt.

 Dragðu nú með þér fólk í hóp og sjá þú um þann mótmælapakka, ég skal styðja þann verknað og aldrei að vita nema áðurnefndur hópur sláist í hópinn þegar sá Björn er unninn sem nú er barist við á götum borgarinnar.

Góðar stundir

Kjartan Pálmarsson, 31.3.2008 kl. 09:14

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Mér er alveg sama um bensín verð, jú vissulega nota ég  jafnmikið bensín og næsti maður og er með 2 bíla á heimilinu.

Ég bara þarf ekkert á því að halda, ég get lagt bílnum eða selt annan bílinn.

Ég get fengið far með einhverjum í vinnunni og deilt kostnaði.

Hvernig á ég að deila matarverði? fá átröskunar sjúkling til að æla upp í mig og deila kostnaði?

Kjartan þú villt að ég fari upp í næsta tré og mótmæli matvöru hækkun.

Ég myndi glaður gera það ef ég teldi mig geta gert e-ð gagn, ég hef bara enga vigt og þekki enga trukka til að hjálpa mér að loka götum eða leggja fyrir dyr verslana.

Eru ekki fullt af einhverjum hagsmuna samtökum sem eiga að gera eitthvað?

Þórður Helgi Þórðarson, 31.3.2008 kl. 10:12

4 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Ég verð að viðurkenna að þessi pæling með átröskunarsjúklingin er snilld

En það hlýtur að vera til einhver önnur leið enn að nota trukkana í mótmælum á lækkun matvælaverðs, væri tildæmis ekki hægt að hlekkja hóp manna við innkaupakerrur eða eitthvað í þá veruna? hummm  

Kjartan Pálmarsson, 31.3.2008 kl. 10:29

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Nú erum við að tala saman Kjartan!

Er ekki hægt að hringja í Saving Iceland pakkið, þau eru ekkert búin að mótmæla lengi!

Þetta er kannski eitthvað sem skiptir of miklu máli fyrir það ágæta fólk, allt of lítið jamm í gangi þegar það er verið að mótmæla einhverju sem skiptir máli.

Ekki að umhverfismál skipti ekki máli ....

Þórður Helgi Þórðarson, 31.3.2008 kl. 10:33

6 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Eigum við ekki hér með að auglýsa eftir Saving Iceland hópnum í málið í það minnsta að lána okkur sín tæki og tól í verkið

Kjartan Pálmarsson, 31.3.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Ómar Ingi

Takk

Ómar Ingi, 31.3.2008 kl. 17:18

8 Smámynd: Þórður Sveinlaugur Þórðarson

Ég er mikið sammála þér, minn kæri nafni! :) Hef sjálfur skrifað langlokublogg um þetta mál.

Þórður Sveinlaugur Þórðarson, 3.4.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband