Bandið hans Bubba

Jæja nú er Bubba Idollið búið og dagleg grámygla tekur aftur við.

Ég sá nú ekki marga þætti, held að ég hafi séð 2 og hálfann.

Til að vera þessi pirraða týpa sem ég er þá verð ég að skoða þetta aðeins.

Það fyrsta sem maður tók eftir var náttúrulega þessi súpergrúbba sem Bubbi bjó til, flottara band mun væntanlega ekki finnast í öllum heiminum (ýk).

Formatið á þættinum var alveg það sama og í öllum hinum Idollunum nema að þarna var Bubbi einhver aðal, það fer honum ekkert of vel að tjá sig mikið.

Hinir dómararnir voru betri, Villi var fannst mér aðeins of mikið að reyna að vera skrítni gaurinn en hann er eðal drengur og mun ég seint splæsa á hann slæmum orðum.

Stjarna þáttanna var Björn Jörundur! Þessir þættir sem ég sá voru svo leiðinlegir að ég hefði á venjulegum degi bara slökt en þarna var Bjössi í banastuði.

Ég vissi að maðurinn er hnittinn eins og textar hans með þeim betri í Íslensku poppi svo þurfti ég aðeins að díla við hann vegna starfa minna í gegnum tíðina og hann alltaf svona húmoristi en ég sá hann ekki fyrir með uppi á sviði að fara með gamanmál ef þið skiljið.... ekki?

En Bjössinn fór það mikið á kostum að ég náði oft að skella upp úr sem ég geri mjög sjaldan yfir sjónvarpinu.

Ég held að metnaðarfull sjónvarpsstöð ætti að grípa gæsina og fá hann til að "hósta eitthvað show!

Í þessum þáttum sem ég sá þá var Bubba mikið í mun að afsaka tilveru þessa þáttar með því að tala um hvað hann skilaði frábærum söngvurum, gott og blessað.

Bubbi kannski veit það ekki en þessir 2 voru í fyrsta og öðru sæti í söngkeppni framhaldsskolana í FYRRA !!!!! Það var búið að finna þá.

Þetta var bara show um hvor fengi 3 mills og þessi Eyþór er vel að þeim kominn, flottur singer ...... sagði ég fyrir ári, það hefur lítið breyst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 19.4.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband