Hvað varð um melodiuna? part 1.

 Hugleiðingar gamals mans.... 

Tónlist í dag byggir mest á g-streng og eða berum brjóstum, hér er ein af þessum sveitum sem ættu að heyrast alveg jafn mikið og bítlar eða rolling stóns.

Ég er búinn að gera dóttur mína(15 ára) húkt á Depeche Mode svo ég veit að yngra fólkið hefur gaman af alvöru musik, hún er ekkert í boði.

Skamm á Gyllinæð fm (Bylgjan) og Rás 2!!

Þetta er tribjút á Midge Ure söngvara U-Vox og liðsmann Visage + 1 solo

Þið sem eruð illa að ykkur þá samdi hann lagið  Do They Know It´s Christmas sem Band Aid flokkurinn gerði vinsælt á sínum tíma.

Vissir þú að Ure spilaði með Thin Lizzy og að Malcom Mclaren bað hann um að koma í Sex Pistols?

Takk fyrir að fara ekki þangað Ure, Bæði hefði maður misst af blómaskeiði nýrómantíkur og Sex Pistols hefði verið með tónlistar innanborðs sem hefði aldrei virkað, góðar stundir

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Doddi, þú ert ekki gamall. Þessi tónlist og þú eruð eins og eðalvín - eldast ógurlega vel.

Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 03:08

2 identicon

Klassík!

...désú (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:06

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Midge Ure - og Ultravox sömuleiðis - er eðall sem aldrei fellur úr gildi.

En ég verð að segja að maður sem gerir 15 ára dóttur sína húkkt á Depeche Mode, nú þegar sá aldur er fastur í emo-gubbi og g-strengjaðri r&b ræpu, hann fær heilt búnt af prikum í mínu bókhaldi. Hef dáð það band öðrum fremur síðan '84, séð þá tvisvar live og þú finnur ekki mikið harðari DM-fan en mig.

Húrra fyrir þér og dóttur þinni !!!

Jón Agnar Ólason, 18.5.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Marky! leitt að segja það, jú ég er orðinn há aldraður, þú ert bara eldri

En vissulega eldist U-voxið vel enda rosalega flottar melodyur hjá þeim.

Jón Agnar, björninn er ekkert unnin hjá mér, sú 15 ára er líka að hlusta á emo dauðarok þá meina ég DAUÐAROKK Sepeltura verða hræddir þegar þeir heyra þetta drasl.

Ég þekki mjög marga mjööög harða DM menn einn þeirra hefur keypt allt með sveitinni, þá meina ég allt.

Hann á allar plötur 12" 7" cd margar útgáfur af sama draslinu bara til að eiga önnur catalog númer.

Japanska útgáfan, Ástralska útgáfan.... en það er bara klikkun.

Ég sá þá í London 2006 í fyrsta skipti með mongo glottið allan hringinn og táraðist allan tíman, magnað að tölvu band geti haldið svona góða tónleika, DM eru mun betri live en flest allar háværar rokksveitir með sitt síða hár og fokk jú. 

Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2008 kl. 08:56

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ókei, þá það - það eru eflaust einhverjir ennþá klikkaðri en ég. En ég á samt talsvert af 12" og 7" á vinyl, tónleikaútgáfur og fleira djúsí - að ekki sé minnst á allar breiðskífurnar á LP-formati, mint-fokking-condition.

Annars er mjög gaman að vera hálf-bilaður DM fan, eins og ég sagði frá hér:

Depeche Mode sem uppáhaldsband: erum við ein í heiminum?

Jón Agnar Ólason, 19.5.2008 kl. 11:39

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Vá hvað þetta tókst vel eða þannig... Hér er rétta slóðin:

http://jamesblond.blog.is/blog/jamesblond/entry/403/

Doddi, þú kannski deletar kommentinu að framan svo fólk fari ekki villur vegar?

Jón Agnar Ólason, 19.5.2008 kl. 11:47

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég á auðvitað allt bæði á vínil (nema síðustu 2) og cd og rosalegt magn að smáskífum(vinnu minnar vegna fékk ég allt frá Smekkleysu og seinna Skífunni)

En ég, asninn sem ég er hef spilað mínar plötur og ástandið væntanlega ekki frábært, enda spilaðar í gegn.

Söfnunar árátta mín ekki merkileg.

Það magnaðasta er að Dm hefur náð að fylgja mínum smekk 100% síðan 81.

Allt frá krakka poppinu á Speak n Spell yfir í Rokkið á Songs of faith (mitt rokk tímabil) og allt þar á milli.

Það besta sem musik hefur boðoð upp á fyrr og síðar DM!!!

Alltaf gaman að hitta nýja bræður! 

Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2008 kl. 11:49

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég bara kann ekki að eyða ...... sorry

Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2008 kl. 11:52

9 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Shake the disease fór líka hátt á vinsældarlista Rásar 2, þá lox fóru bekkjarfélagar að gefa þessu gaum.

Við vorum lokuð nýrómatíkur grúbba heima í Njarðvík sem vorum í U-Vox, Kratfwerk, Art of Noise og fleira góðu.

Aðal ástæðan fyrir því að ég keypti mína fyrstu DM plötu (A broken Frame) var sú að mér fannst svo flott að þeir spiluðu bara á hljómborð, ekkert þetta gítar bassi trommur vesen.

Lagið sem seldi mér Dm var Boys Say Go! enda mikið spilað á diskótekunum  í stofu 1-2 í Grunnskóla Njarðvíkur 

Þórður Helgi Þórðarson, 19.5.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband