3.6.2008 | 09:42
Ósáttur við Merzedes Club
TEKIÐ AF VISIR.IS!
Ég vil biðja fólk að beina reiði sinni að umboðsmanninum, ekki staðnum," segir Eiður Birgisson, annar staðarhaldara á 800 bar á Selfossi.
Hljómsveitin Merzedes Club átti að spila á stað Eiðs á föstudagskvöldið en á hádegi sama dag sendi Valgeir Magnússon Valli sport umboðsmaður Merzedes Club, frá sér tilkynningu þess efnis að tónleikunum væri aflýst vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir svæðið í gær (fimmtudag)."
Í tilkynningunni segir Valli að þar sem líf flestra hafi raskast þætti hljómsveitarmeðlimum ekki við hæfi að mæta með skemmtanahald í bæinn strax í kjölfarið. Merzedes Club átti að sjá um miðasöluna og hefði því tekið þungann af dræmri mætingu Selfyssinga ef hún yrði staðreynd. Eiður segir að mætingin hafi verið góð bæði kvöldin, þrátt fyrir skjálftana.
Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum," segir Eiður en bendir á að hann sé ekki að draga úr alvarleika skjálftans eða gera lítið úr því tjóni sem fólk varð fyrir.
En lífið heldur áfram," segir Eiður, sem er allt annað en sáttur við Valla sport. Mér finnst illa komið fram við bæði mig og kúnnana."
Valli sport stendur við fyrri yfirlýsingu. Við vorum búnir að kanna meðal Selfyssinga hvernig andrúmsloftið væri og mátum það svo að það væri ekki við hæfi að koma með sirkus og stæla í bæinn eftir náttúruhamfarir og segja eru ekki allir í stuði?"," segir Valli. Það hefði bara verið ókurteisi. Auk þess voru lögregla og almannavarnir búnar að beina til fólks að vera ekki á ferli að óþörfu." Hann gefur lítið fyrir að mætingin hafi verið góð á 800 bar um helgina. Samkvæmt mínum heimildum voru 100-150 manns á staðnum þetta kvöld. Staðurinn tekur 500 manns."
Egill Einarsson, eða Stóri G, hlær að þeirri spurningu blaðamanns hvort þeir hafi hreinlega verið hræddir við að fara á Selfoss. Stóri er ekki hræddur við jarðskjálfta," segir hann en viðurkennir þó: Ef ég hefði verið á 19. hæð í turninum í Kópavogi þegar skjálftinn reið yfir, þá hefði Stóri líklega hægt sér." Stóri vonar þó að hann fái annað tækifæri til að spila á Selfossi og segir fátt skemmtilegra. Þarna er fólk sem kann að setja hamarinn niður. Ég lít á þennan bæ sem heimabæ minn. Allir í formi, brúnir og með strípur."
Ég sé ekki betur en að hann sé að drulla yfir þennan magnaða Dj sem var á staðnum, sá ekki að það væri þörf á sirkusnum!
Það má líka geta þess að áður en ballið brjaði þá komu skjálftar, ansi myndarlegir og Eiður þessi bankar í mig: heyrðu... það er rapp!!! ég eins vel gefin og ég er hljóp af stað og ætlaði að redda manninum rapp musik..... nei nei Doddi ÞAÐ ER RAPP!!! þá öskra ég á móti ÉG ER AÐ REDDA ÞESSU DRENGUR!
NEI .. RAPP: HÆTTA, LOKA!
Ég áttu náttúrulega að vita að Selfoss hefur ekki verið þekkt fyrir rapp áhuga...
En allavega þurfti ég að stappa í þá stálinu til þess að þeir lokuðu ekki, en það var ekki þessi töffari sem ég talaði við þegar hann vildi loka: Fólk bara sópaði upp glerbrotunum og fór svo út á lífið. Þótt nokkrar styttur brotni heima hjá mömmu og pabba þá setur það ekki lífið úr skorðum,"
En dansleikur gekk prýðilega, Selfoss kannski alveg tilbúnir í alvöru dansmusik.... Ekkert Bahama eða Skímó enda sá ég marga klóra sér í höfði á köflum.
En ég ákvað að spila dansmusik þegar ég kem fram undir þessu blessaða Gura nafni......
Ég nenni ekki þessu helvítis Bahama rugli það eru svo margir að gera það....
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:25 | Facebook
Athugasemdir
Ómar Ingi, 3.6.2008 kl. 19:24
Bananadrama.................
Helga Dóra, 3.6.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.