Flott Sigurrós, léleg Björk!!!

Nú er ég einigin umhverfarverndarsinni en ég hef gaman af tónlist! Reyndi að komast inn á beina ´´útsendingu fyrr í dag en þá var ekkert að gerast á mbl, svo koma það í ljós að mbl voru að bíða eftir listamönnunum (semsagt sleppa við Ólöfu Arnalds). Kom frekar snemma inn í Sigurrós og verð að viðurkenna mér fannst þeir frábærir!!!! TIl hamingju Ísland, við eigum eitt besta live band samtímans. Skal glaður viðurkenna að ég var með tár í augum á köflum þegar ég var að horfa á Rósina og hvað þessir drengir eru þéttir....... úffff það hálfa væri hellingur. Ofan á alltsaman sem SigurRós var að gera þá voru þeir með spari útgáfuna í gangi, Amina og brassgengi á heimsmælikvarða. Sigurrós var frábær! Svo kemur Björk "okkar" Guð og runkar sér í leiðinlega efninu sínu fyrir framan 30 þús mans, ég hef alla tíð haft gaman af Björkinni en ekki í kvöld! Möguleikinn að óskabarn Ísland þóknaðist þjóðinni var náttúrulega aldrei fyrir hendi þar sem hún er svo spes. Ekkert af Debut, 1-2 lög af Post og svo var hún komin í ruglið..... Ég skal glaður viðurkenna að hún sé langnæstbesta söngkona í heimi á eftir Liz Frazer en..... mér fannst hún ömurleg í kvöld. Mér finnst allt í lagi að fólk taki smelli á svona tónleikum! Vil hrós mbl.is fyrir frábæra útsendingu og bjarga því að ég gæti hangið heima á Súpermanbrókunum og þurfa ekki að hjóla eða labba eða álíka helvítis erfiði!!!!! Áfram náttúra!

 

 


mbl.is 30 þúsund manns á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Þórður - smá leiðrétting það var viðtal við Margréti Vilhjálmsdóttur en ekki Margréti Frímannsdóttur (fangelsistjóri á Litla Hrauni)

Berglind Elva (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 08:47

2 identicon

Þvæla - Björk var frábær. Var reyndar með svæsna hálsbólgu eins og hún sagði en söng yfir hana eins og atvinnumanneskjan sem hún er. Impróviseraði hæstu nóturnar í einu eða tveimur laganna og yfirspilaði Sigur Rós sem þó voru alveg hreint frábærlega góðir! Hún hefði alveg mátt skipta eins og þremur af lögunum út fyrir önnur, en það sama má segja um Sigur Rós (og yfirleitt flesta tónlistarmenn). Stemningin þegar hún var að spila var hreint frábær og það er snilld hjá henni að vera með þessar snargeggjuðu stelpur á blásturshljóðfærunum skoppandi um sviðið þarna í restina, spilandi og dansandi - Dýonísísk orgíustemning!

Rúnar Þór Þórarinsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 11:41

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Margt af þessu tek ég undir, sérstaklega frábæra frammistöðu Sigur Rósar í gær, þegar þau voru á Miklatúni horfði ég á Sjónvarpsútsendinguna en núna hafði ég mig í það að mæta og sé ekki eftir því. Og ekki var Amina síðri, þó að strákarnir séu misjafnlega góðir eftir dagsforminu þá hef ég aldrei vitað til þess að stelpurnar hafi klikkað á sínu, ef ég dey fyrir aldur fram þá myndi ég óska þess að þær spili við jarðarförina!

Hinsvegar er ég pínulítið ósammála þér um uppáhaldssöngkonur. Elizabeth Frazer er auðvitað meiriháttar en að mínu ber Lisa Gerrard höfuð og herðar yfir allar aðrar söngkonur fyrr og síðar og þó það sé afar ólíklegt þá mætti hún líka alveg syngja við mína jarðarför hvenær sem hún verður. Fyrir þá lesendur sem ekki kveikja á nafninu þá er hún einna þekktust fyrir tónlist í kvikmyndum á borð við The Insider, Gladiator, Whale Rider, Black Hawk Down o.m.fl. en áður en hún hóf einsöngsferil var hún hluti af hljómsveitinni Dead Can Dance sem einhverjir kannast eflaust við.

Ég hef hinsvegar aldrei skilið allt það fólk sem hampar Björk sem frábærri söngkonu, mér finnst t.d. sérstök rödd hennar og raddbeiting ekki hæfa endilega allri tónlist, þó hún geti líka verið mjög flott og hæfileikar hennar miklir. Í mínum huga er Björk fyrst og fremst frumleg "concept" listakona með gríðarlega sköpunargáfu og hugmyndaauðgi. Hennar helstu afrek finnst mér að ryðja brautina fyrir útrás íslenskrar tónlistar, og vel heppnaður bræðingur popps og framúrstefnulista sem hefur aukið veg framsækinnar listsköpunnar um víðan völl. Hennar helsti styrkur er hversu dugleg hún er að virkja aðra frambærilega listmenn til samstarfs svo úr verður eitthvað alveg nýtt, svo að oftast njóta viðkomandi aðilar góðs af þeirri viðurkenningu sem því fylgir að vinna með henni sökum orðspors hennar. Einnig þykir mér hún verðugur málsvari Íslands erlendis, hún hefur hvarvetna haldið á lofti þeim hugsjónum sem ég tel að meirihluti Íslendinga aðhyllist, þ.e. frelsi einstaklinga til að láta gott af sér leiða og mikilvægi þess að umgangast náttúruna af virðingu til að geta lifað í sátt við umhverfið.

Bravó og þrefalt húrra fyrir þessu framtaki í Laugardalnum í gær sem heppnaðist afskaplega vel!

Guðmundur Ásgeirsson, 29.6.2008 kl. 11:54

4 identicon

Fyrra aukalagið var af Debut: The Anchor Song, flutt með íslenskum texta.

Andri Ólafsson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:22

5 Smámynd: Ómar Ingi

Fór bara til að sjá Sigur Rós

Björk er aðeins hægt að hlusta á þegra það er mikið búið að eiga við hana og lögin hennar í stúdíóinu

Það er auðvitað bara mitt mat , en ég valdi að kvelja ekki augu né eyru mín og fór áður en skutlan byrjaði , hún var spræk á trommunum með Sigur Rós og fær prik fyrir það.

Sigur Rós voru undursamlegir að venju enda snillingar

Annars var þetta dásamleg samkoma að öðru leyti og án efa hafa viftur Bjarkar verið ánægð með hana og er það vel

Áfram Spánn

Ómar Ingi, 29.6.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband