Við erum ekkert að grínast

Ég get vel skilið að menn vilji halda minningu Villa Vill á lofi með "cover" tónleikum.

En hver er virðingin þegar menn eru í þessu til að græða?

Jú vissulega kostar að setja svona lagað upp en ég trúi því ekki að tónlistarmennirnir séu að taka mikið fyrir þetta þegar það er verið að heiðra þennan ágæta söngvara.

Ef þessir menn eru að rukka fullan prís þá átti tónleika stjóri að fá einhverja sem vilja minnast Villa án þess að verða ríkir, veit ég um þó nokkra sem væru til.

Það er líka gaman að sjá hverjir söngvararnir eru.... jú alveg þeir sömu og gerðu Bítla coverið Eagles coverið og öll hin sveittu coverin.

Ég mun svo sannarlega láta mig vanta, bæði er ég engin Villa fan og svo á að vera bullandi kreppa, hver hefur efni á svona?

Minningartónleikar um Vilhjálm Vilhjálmsson

Miðasala hefst föstudaginn 5. september kl. 10:00

Eins og kunnugt er verða haldnir stórtónleikar til heiðurs minningu Vilhjálms Vilhjálmssonar, föstudaginn 10. október í Laugardalshöllinni. Landslið söngvara kemur fram ásamt 10 manna hrynsveit, strengjasveit og kórum.

Nú hefur verið ákveðið að miðasalan á tónleikana hefjist föstudaginn 5. september stundvíslega klukkan 10:00.

Upplýsingar um miðasöluna

 Miðasalan fer fram á Miði.is og á öllum sölustölum Miða.is. Aðeins er um númerið sæti að ræða og er salnum skipt upp í fjögur verðsvæði sem hér segir:

A+ svæði: 11.900 kr.
A svæði: 8.900 kr.
B svæði: 7.900 kr.
C svæði: 4.900 kr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband