10.9.2008 | 11:12
Kjartan er sterkasta vopna Skota.
Ég hef alltaf verið þessi svartsýna og leiðinlega týpa... en ekki núna!
Það læðist að mér pínulítil bjartsýni fyrir leikinn í kvöld (samt leiðinleg týpa).
Besti leikmaður og fyrirliði Skota er Fletcher.... án efa einn lélegasti fótboltamaður sem klæðst hefur hinum fallega Man Utd búningi fyrr og síðar (vissulega er Man U stærsta fótbolta lið í heimi en það fá flestir að vera með þar, ungmennafélagsandinn).
Allir að tala um að Skotar séu með gott lið og mun betri en Norðmenn, ég er bara ekki sammála.
Mér finnst Skoska liðið vera drasl, þeir fara langt á hjartanu eitthvað sem Íslendingar ættu að geta.
En svo hafa Skotarnir Kjartan Sturluson....
Það verður líka ægilega spennandi að sjá körfubolta landsliðið gegn Dönum í kvöld, allir í höllina!
Kjartan Sturluson: Býst við því að það verði nóg að gera | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann á eftir að verja vel í leiknum en efa að það dugi
Ómar Ingi, 10.9.2008 kl. 11:50
Þarna er ég sammála doddanum!
Þvílík hneisa að þessi "Smjörhanski" fái að verja mark þjóðarinnar á opinberum vettvangi!
Enda á maður eftir að vera með í maganum í hvert skipti sem að Skotarnir eru með boltann .....sama hvar á vellinum þeir eru með hann!
Reynir Elís Þorvaldsson, 10.9.2008 kl. 14:53
Hvaða Kjartansfordómar eru þetta í ykkur strákar?
Markús frá Djúpalæk, 10.9.2008 kl. 16:32
Marky minn sástu ekki Norska leikinn????
Þarf að segja meira??
Hvar er Gulli !!!!!!!!!
Af hverju eru fjölmiðlar ekki að velta þessu fyrir sér?
Allir þeir sem yfir höfuð tjá sig um fótbolta eru á því að hann sé lang besti markvörður þjóðarinnar.....
Nema kannski Óli Jóh og Kjartan
Þórður Helgi Þórðarson, 10.9.2008 kl. 17:44
Gulli mætti fullur í Unglingalandsleik og hefur ekki verið inní myndinni síðan.
Kjartan er alveg ágætur , fjalar verri en Hannes er bestur.
Ómar Ingi, 10.9.2008 kl. 22:27
Ommi veit þetta..... Ég segi: ÞAÐ ER RUNNIÐ AF HONUM!!!!!
Í MARKIÐ MEÐ HANN!
Þórður Helgi Þórðarson, 10.9.2008 kl. 22:31
Ja.... Ég segi bara.... Kjartan hvað?
Markús frá Djúpalæk, 11.9.2008 kl. 07:52
Ég segi það sama.... það fór engin... endurtek ENGIN Íslensku leikmannanna í frákastið eftir vítið, Marky af hverju var það???
Það bjóst engin við því að hann myndi verja plús að þessi varlsa gerði ekkert gagn.
Hann var líka áberandi óöruggur í gær sem er hálf asnalegt.. Skotar sóttu ekki jack sjitt.
Það hefði verið gaman að sjá hann í Spánverja laiknu úti í fyrra.
Þórður Helgi Þórðarson, 11.9.2008 kl. 10:39
Alltaf gaman að sjá Kjarra í markinu.... oftast... stundum allavega
Markús frá Djúpalæk, 12.9.2008 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.