Fjúkkit!!!!!!

Nylon ekki Hættar!!!

nylon1Við erum alls ekki hættar, langt í frá,“ segir Steinunn Camilla Sigurðardóttir, einn af þremur meðlimum stúlknasveitarinnar Nylon, en lítið hefur borið á sveitinni síðan útrás þeirra í Bretlandi stóð sem hæst.
Einar Bárðarson gaf frá sér tilkynningu fyrr á árinu um að hann væri hættur sem umboðsmaður sveitarinnar. Steinunn segir þau enn góða vini í dag þó svo að þau vinni ekki lengur saman.
„Við erum allar að vinna í okkar málum, erum alls ekki hættar, erum bara ekki að gera neitt eins og er,“ útskýrir Steinunn sem vinnur í versluninni Gull og silfur á Laugaveginum. Alma Guðmundsdóttir starfar sem blaðamaður á Fréttablaðinu og Klara Ósk Elíasdóttir stundar nám við Háskóla Íslands.
Nylon er fyrsta íslenska stúlknasveitin og var hún stofnuð af Einari Bárðarsyni á sínum tíma og sló samstundis í gegn. Hápunkturinn á ferli sveitarinnar var þó ævintýrið á Englandi þar sem sveitin komst inn á hina ýmsu vinsældalista. Steinunn segir litlar breytingar verða á Nylon og tekur það skýrt fram að þær séu ekki í pásu.
„Okkur langar að skoða stefnu sveitarinnar og pæla í þessu á eigin tíma. Við erum í raun að elta það sem okkur finnst flott,“ segir Steinunn.

  • Fimmtudagur 25. september 2008 kl 08:31


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Guð veri lofaður

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.9.2008 kl. 09:26

2 Smámynd: Ómar Ingi

Úffffff

Ómar Ingi, 25.9.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þvílíkur léttir

Markús frá Djúpalæk, 28.9.2008 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband