Þorir ekki að tala við bankann

 

 

Ættum að fá danina til að taka við okkur aftur Andri Freyr er ekkert á leiðinni aftur heim. Þó var hlegið að honum í lobbíinu á Danmarks Radio um daginn. Fréttablaðið/Heiða

Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður sér ekki eftir því að hafa flutt til Danmerkur. Hann ætlar að sitja af sér kreppuna í um það bil tíu ár.
„Maður er voða lítið að spá í þessu. Fólk er bara að tapa peningum. Það er ekki eins og einhver sé að deyja," segir Andri Freyr Viðarson, útvarpsmaður og lífskúnstner. Hann hefur búið í Danmörku í nokkra mánuði og kann vel við sig þar. Það er lítið að trufla hann að vera frá niðurlægðri þjóð. „Ég held það sé nú orðum aukið að það sé verið að reka Íslendinga út úr búðum á Strikinu fyrir það eitt að vera íslenskir. Allavega hef ég ekki lent í svoleiðis. Tja, reyndar var fólk í lobbíinu á Danmarks Radio að baktala mig þegar ég var þar síðast. Það var eitthvað að benda á mig og flissa og gera lítið úr mér – „aumingja Íslendingurinn" eitthvað."

Auk þess að sjá um hinn frábæra þátt Litlu hafmeyjuna í beinni frá Danmörku vinnur Andri í „ljósabransanum" eins og hann kallar það.

„Við erum fjórir Íslendingar í þessu. Erum að setja upp ljós fyrir leikhús og á tónleikum og svona. Yfirleitt sitjum við nú bara á rassinum með skrúfjárn og hlustum á iPod-ana okkar. Mér skilst að trixið sé að vinna í tvö ár. Þá er maður kominn inn í kerfið og getur farið að liggja á danska spenanum. Nei, nei, ég segi bara svona."

Hrun bankakerfisins hefur áhrif á alla. Meira að segja Andra Frey. „Ég á einhverja peninga inni á Landsbankanum en hef bara ekki þorað að kíkja á þá ennþá. Einn af þeim sem ég er að vinna með tapaði hálfri milljón í einhverju verðbréfagambli. Þetta snertir alla."

Og Andri er ekkert á leiðinni heim. „Ætli maður verði ekki úti í svona tíu ár í viðbót. Er ekki verið að tala um að það taki þann tíma að koma okkur upp úr þessu? Annars skil ég ekkert í því að við fáum ekki Danina bara til að taka við okkur aftur. Við getum þetta greinilega ekki sjálf. Það þarf einhver að halda í höndina á okkur. Ég hef aðeins verið að nefna þennan möguleika við Danina sem ég er að vinna með en þeir vilja ekki sjá okkur aftur!"

Litla Hafmeyjan með Andra og Dodda Litla er á Rás 2 í kvöld á eftir kvöldfréttunum. Heiðar Viking Giant er gestur þáttarins og aðeins verða spilaðir stórsmellir úr bíómyndum.

- drgunni@frettabladid.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 24.10.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Heiða  Þórðar

Þú ert án efa á topp tíu-fífl-listanum mínum! Og það er flott að vera fífl. Frábær og takk fyrir kvöldið

Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 00:28

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

ekki amarlegt að vera 1 af 10 mestu fíflum sem þú þekkir

Þórður Helgi Þórðarson, 25.10.2008 kl. 00:36

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Eðalkarakter 12 ára og eldri...

Heiða Þórðar, 25.10.2008 kl. 08:49

5 identicon

haha kastljóstilraunin er jafn skemmtileg og í minningunni. Dreng er samt að drekka 10% faxe! Shiiiiiii.

Ari feiti (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband