2.3.2009 | 22:37
Leiðinlegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Ég hef sopið margar fjörur í gegnum tíðina og séð mjög marga körfuboltaleiki en þessi fyrrihálfleikur og þá sérstaklega 2. leikhluti er með því lélegasta sem ég hef séð!
Erkifjendur að að berjast en samt eins og þetta væri æfing, engin hasar ekkert stuð.
Hlutirnir skánuðu mikið í seinni hálfleik þá aðallega fyrir læti í leikmönnum Keflavíkur, þeir náðu að troða og blokka skot á mikilvægum augnablikum og öskruðu á stúkuna og vildu stuðning og fengi í 20 sek. svo var allt búið.
Sverrir og Sævar náðu aðeins að slást og það virtist vera smá lífsmark meðal Njarðvísku áhorfendana og tóku þeir við sér og gerðu það sem þeir gera best: drulla yfir dómarann (ég þar á meðal)
Svo í blá lokin þegar sigurinn var í höfn reyndu dómarar að fá smá fútt í leikin með fáránlegum dómum og við Njarðvíkingar tilbúnir að öskra á það....
Fyrir utan þessi dæmi hefðu flest allir getað sofið værum blundi upp í stúku þar sem hávaðinn var engin.
Fólk verður að átti sig á því að þetta eru 2 sigursælustu lið landsins síðustu 20-30 ár koma bæði frá sama bæjarfélaginu og eru að fara að mætast í úrslitakeppninni, hráefni í bullandi gott stuð!
Nei, menn eru annaðhvort endanlega getulausir þarna fyrir sunnan eða svona rosalega að spara sig fyrir alvöruna.
En sigurinn var fínn, vonandi að Logi verði orðin góður fyrir úrslit.
Good times....
Tíu stiga sigur Njarðvíkinga í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.