Ný spenna í spilaranum

Kominn tími á að henda næsta hlassi í spilarann, lög sem eru á leið á vinsældarlista eða sjaldgæfar útgáfur af dóti sem fólk ætti að kannast við.

Í síðasta hlassi fengu þessir 4 síðu lesendur að heyra mikið af væntanlegri plötu Yeah Yeah Yeah´s Its Bliss sem er masterpís gott fólk, ég lauma einu YYY af plötunni til viðbótar í þetta sinn.

Yeah Yeah Yeah´s  - Runaway  - enn ein snilldin af It´s Bliss

Calvin Harris - I´m not alone - Þetta verður sumarsmellurinn í ár, útvarps dj-ar hafa verið duglegir að spila þetta í óþökk Harris þar sem möguleikin er fyrir hendi að lagið toppi löngu áður en það kemur út. Rosalegt hype í kringum þetta lag á klúbbum í Evrópu, fer á toppinn á Fm listanum á næsta ári.

Depeche Mode - Come Back, fékk þessa myndarlegu sendingu frá Ómari ofur og kann ég honum bestu þakkir. Lagið er tekið af væntanlegri plötu DM, Sounds of the Universe

Depeche Mode -  Hole To Feed - Ég verð að segja að þetta sé það besta sem ég hef heyrt af nýju plötunni, dark og drungalegt, alveg eins og ég vil hafa krakkana í DM.

Elbow - Starlings (live @ the BBC)  - upphaflega  af hinni frábærri plötu þeirra Seldon seen kid.

Hot Knives - Solstice - Nýtt band svo ekki sé meira sagt. Stofnað síðastliðin laugardag.

Fínasti indie smellur, sem Ómar sendi mér. M'er fannst ég kannast við stílinn og röddina en varla.... sveitin er nokkura klukkutíma gömul.

Klaxons - No Diggity (Blackstreet cover) - nýtt efni væntanlegt frá Klaxon )ekki það að ég bíði spenntur) þessi útgáfa fín fyrir þá sem bíða spenntir...

La Roux - in 4 The Kill (Skreams let´s get ravery mix)  - þessari stúlku er spáð miklum frama á þessu ári, ekki minn tebolli en þetta mix er sexy.

Lady Ga Ga vs. Eurythmics - Dance Dreams - Of spilaðasta lagið sett ofan í mest samplaða stef sögunar og útkoman bara þónokkuð góð, þrátt fyrir leiðindi Gögunnar.

Tiga - Shoes - Hljómar eins og Flight of the Concords væru komnir í danstónlist, stór skemmtilegt og á eftir að hitta feitt held ég.

Cut Copy - Far away - Langbesta Wanna-B 80´s sveitin sem er í gangi núna og þær eru ansi margar, allt þetta syntapopp er bara ekkert spes (eins mikill syntapopp fan og ég er)

Vil benda þessum fjórum lesendum mínum á að vera óhrædda við að kommenta á þetta tónlistarhlass, hvort sem það sé gott eða slæmt.

Góðar stundir og góða skemmtun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Þetta er alltaf jafn gaman og þessi færsla inniheldur mikið og gott efni í þetta skiptið

Sumt af þessu hef ég átt í nokkurn tíma´þökk sé góðum dreng, til dæmis Calvin reyndar í glötuðu radio rippi en já er sammála þér þetta er eitt af Anthemum ársins 2009 og verður eitt af lögunum sem gerir allt vitlaust í miami í lok mars á dansráðstefnunni. og í sumar á IBIZA.

Yeah Yeah Yeah er bara snilld og þetta lag er ein enn sönnun þess

Elbow ekki minn tebolli en þetta lag er nú bara allt í lagi

Klaxxons taka þetta bara ágætlega verð ég að segja

La Roux er mikið spilað hjá mér þessa dagana lovin it

Lady Ga Ga vs. Eurythmics  æiiiii ekki aftur not feeling it

Tiga - Shoes   Tiga er víst að koma með MASSA disk á þessu ári og er að fara útum allt í stefnunum lagið sem ég er að spila mest með honum núna er Love dont dance here anymore , diskurinn hans kemur 20 Apríl.

Cut Copy - Far away    Nei takk

Annars var þetta í heildina alveg að gera sig

Ómar Ingi, 2.3.2009 kl. 16:47

2 Smámynd: Emmcee

Emmcee, 2.3.2009 kl. 18:22

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þakka skýrsluna Óm, það er búið að blokka þráðinn Emmcee, takk samt, ég er með plötuna, massa stk.

Þórður Helgi Þórðarson, 2.3.2009 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband