Asnaleg frekja í manni

Ég get ekki sagt að ég fljúgi hér um í gleði vímu.... Deildarbikarinn... tisss ... drasl.

En svona er það að halda með þessu liði, ef Man U. vinnur ekki alla titla þá er maður bara hálf svekktur, ég vissulega ýki þetta slatta en tilfinningin í brjósti mínu núna er bara léttir ekki mikið annað.

Ég er ekkert annað en djöfulsins frekja!

Til hamingju með sigurinn kæru Man U. félagar..... það verða einhverjir titlar til viðbótar áður en tímabilinu líkur.


mbl.is Manchester United deildabikarmeistari 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Martens

Já við erum orðnir of góðu vanir. Vinir okkar í LFC væru búnir að opna champagne og farnir á ærlegt fyllerí. En fyrir okkur er þetta eitthv. svo hversdagslegt .

Ragnar Martens, 1.3.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Ómar Ingi

Keep on Walking .......   það eru bara tvö ár eftir

Ómar Ingi, 1.3.2009 kl. 19:39

3 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Eitt verður ekki af ykkur tekið - sponsorinn ykkar, AIG, er mesti lúser sögunnar, í $$$ talið. Gæfan gefi að gott á viti.

ps. fáðu þér kaldan Carlsberg

Jón Agnar Ólason, 2.3.2009 kl. 19:13

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Drekk ekki bjór..... allavega ekki Kallapiss eftir að þeir fóru á þessa ljótu buninga, jú ég er smábarn.

Ég borðaði ekki Kentucky kjúlla í einhver 10 ár eftir að Haukar unnu Njarð í bikar fyrir 700 árum, þeir voru með Tucky augl.

En alvöru maður tekur rauðvínið allta framfyrir þetta bjór drasl.

Ég á enn Sharp walkmanninn sem ég keypti  þegar þeir voru á buningunum og var meira að segja hjá Vodafone í smá stund.

Blond er væntanæega með Candy þvottavél?

Þórður Helgi Þórðarson, 2.3.2009 kl. 22:44

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Auðvitað þvæ ég allt mitt tau með Candy, og mála líka veggi heimilisins með Crown Paints málningu! Þaldégnú!!

Jón Agnar Ólason, 3.3.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband