Lost pearls

Hafði lítið að gera í matartímanum svo ég fór á smá youtube jamm.

Það eru 2 lög sem ég hef leitað af í netheimum síðan ég fór að skoða þetta internet (sem er víst framtíðin) og haldiði að ég hafi ekki fundið þau á tjúbinu....

Fyrst skal telja Kissing the Pink - The Last Film, lag sem ég átti á spólu þegar ég var ungur, mjög ungur og ég var rooosalega hrifin af þessu þessu lagi.

Reyndi að kaupa þetta í mörg ár en aldrei var þetta til.

Hef keypt slatta af Kissing The Pink dóti bara út af þessu lagi og það er í mesta lagi þokkalegt.

En þetta lag, Last Film er stök helvítis snilld og hljómar bara ansi vel 25 árum eftir útgáfu.

Hitt lagið er lag sem Gunnar Salvarson notaði sem upphafsstef fyrir einhvern jazz og sveiflu þátt sinn (Gunnar var þekktastur fyrir þáttinn listapopp).

Lagið heitir  Breakfast og er með hljómsveitinni  Associates, Gunnar notaði Instrumental útgáfu af laginu og heyrði ég lagið ósungið í mörg mörg ár en alltaf mjög hrifinn, hlusta á þetta jazz og sveiflu drasl bara til að ná upphafs og loka laginu.... ss. Breakfast.

Mörgum árum seinna komst í 12" sem skartaði þessu fallega lagi og mér til undrunar þá var það sungið og ekki versnaði það fyrir vikið.

Söngvari sveitarinnar Billy Mackenzie var alltaf þessi þunglynda og rólega týpa og þegar frægðar sól 80´s smástjörnunnar hvarf ákvað hann að taka sitt líf.

Billy vann mikið með Svissnesku furðufuglunum Yello á þeirra bestu plötum og er víst orðin einhverskonar cult hetja hjá einhverju fólki úti í heimi, eins og oft vill verða með stjörnur sem taka eigið líf.

Hallið ykkur aftur og njótið, þetta er fallegt....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Snillingur

Ómar Ingi, 4.3.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband