Mikil vonbrigði!

Sounds_of_the_Universe_Album_Cover 

Eftir ástarsamband í tæp 30 ár er ég ansi graður á kröfunum.....

Þið getið dæmt sjálf, nokkur lög í spilaranum.

Margir munu skjóta á mann fyrir að dæma hart en ég sé enga ástæðu til að  ljúga að sjálfum mér og segja að þetta sé helvíti fínt.

Þegar maður hlustar á Dm þá gerir maður ráð fyrir snilld, þetta er ekki snilld...... tómt miðjumoð.

Þeir koma aftur....

Tékkið á lögunum og tjáið ykkur, vonandi er ég einn um þessa skoðun, karlanna vegna.

Það má ekki vera vondur við gamalt fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hmmm, ég er enn að meta og melta ... en ég verð að segja að til að byrja mér hef ég allavega talsverðan fyrirvara á Peace, In Sympathy og Fragile Tension. Við sjáum til . . . en ég er hræddur um að hæðum Playing The Angel verði ekki náð að þessu sinni.

Varðandi Midge Ure - skilaði lagið sér? Sendi það á gmailið þitt en það var að taka einhvern svaka tíma, enda eitthvað leiðinda flökt á tengingunni akkúrat þá. Hafi það ekki borist þá sendi ég það bara aftur því ég átti það digital, eins og mig minnti ... lát heyra.

Jón Agnar Ólason, 29.3.2009 kl. 09:03

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Midge rataði ekki heim, endilega prófaðu aftur.

Þessi lög í spilaranum er þau bestu að mínu mati, Fragile Tension er mun skárra á plötunni en útgáfan sem ég var með um daginn sama má segja um Hole to feet.

Það er alveg klárt að platan mun ekki ná hæðum Engilsins, hef meiri áhyggjur að platan nái lægðum Exciter en það sem Exciter hefur fram yfir nýju er Goodnight Lovers sem er snilld, ég hef ekki enn spottað snilld á þessari nýju.

En ekki misskilja mig, ég er ekkert að halda því fram að þetta sé jafn leiðinlegt og nýja U2.

Þórður Helgi Þórðarson, 29.3.2009 kl. 09:41

3 Smámynd: Ómar Ingi

Þú dæmir nú ansi hart Doddi en þetta er kannski engin snilld en þeir ná að skila alveg ágætis efni , remixin til dæmis af Work eru hreint mögnuð það síðasta sem ég heyrði í gær í Party Zone eftir Meistara FRANK KNUCKLES var algert meistaraverk og hefur Knickles ekki gert gott mix í nokkur ár ekki svona gott mix allvega og vittu til önnur lög á disknum eiga eftir að koma þér á óvart.

Annað mér finnst U2 diskurinn bara ansi góður og einn af þeim betri í seinni tíð !!

En misjafn er smekkur manna kallinn minn hehe, erum við ekki bara farnir að leita að smellunum frá 80´s og 90´s með DM og alltöf harðir í dómum á þá , en þú tekur það svo sem fram að þú villt og ferð fram á að vera harður við kallana.

Það er erfitt að þóknast hörðum viftum

Ómar Ingi, 29.3.2009 kl. 11:15

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Það er ákveðin upplifun að fá nýja DM í hendur: maður skellir sér í spari fötin, kannski 1 rauðvínsglas og headphones!    svo er fjölskyldunni hennt út, enga truflun takk!

Eftir hlustun gærdagsins gerðist ekkert... það hafa alltaf verið 2-3 lög sem heilla mann strax á þessum Dm plötum og svo nokkrir sterkir"growerar" en hljóð alheimsins er ekki merkilegt hljóð.

Talandi um U2 þá er sami vírus að herja á báðar sveitir, LÉLEG LÖG, fínt retro sánd á plötunni, flott hljóð en lögin ekki upp marga fiska varla upp á einn fisk.

Ommi, þú mátt endilega henda á mig Fredda ef það kemur í þín hús....

Þórður Helgi Þórðarson, 29.3.2009 kl. 11:35

5 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ég ætla samt að liggja undir feldi með Alheimshljóðunum í nokkra daga og sjá hvort ekki má flysja utan af lögunum og uppgötva einhvern brilljans þarna. Persónulega þykir mér Wrong frábært, og In Chains, Hole To Feed og Come Back helvíti fín. Ég er vongóður á restina . . . við sjáum til. Sendi Midge á þig aftur innan stundar.

Jón Agnar Ólason, 29.3.2009 kl. 12:13

6 Smámynd: Emmcee

Er sammála Dodda að einhverju leyti.  DM hætta sér ekki út fyrir gangstéttina með þessari plötu.  "Playing it Safe" ætti platan að heita.  Engin tilraunastarfsemi þarna.  En eins og Doddi segir þá sándar hún alveg eins og við er að búast.  Flott sánd á henni. 

Stefnan hefur kannski verið tekin á léttara andrúmsloft eftir Playing The Angel.  Sú plata var mjög góð en alveg svakalega þung.  Kom út að vetri og var mjög dimm og þung.  Sem ég fílaði alveg massavel.  Þeir eru sennilega að reyna að létta þetta eitthvað núna

Mér finnst hún rúlla samt ágætlega en ekkert meira.  Ekkert meistarastykki.

Nenni ekki að eyða tíma í U2 svo ég ætla ekki að taka þátt í þeirri umræðu.

While we're on the subject... Top 5 DM plöturnar að ykkar mati?  Minn er svona:

1. Violator
2. Ultra
3. Playing The Angel
4. Songs Of Faith And Devotion
5. Black Celebration

Emmcee, 29.3.2009 kl. 12:17

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

1.Black Celebration

2.Ultra

3.Violator

4.Music for the masses

5.Songs Of Faith And Devotion/Playing The Angel/Some Great Reward..... varð að snindla smá

11. Exciter

12. Sounds of the universe....  Er samt  ekki búinn að gefa hana upp á bátinn.

Þórður Helgi Þórðarson, 29.3.2009 kl. 13:21

8 identicon

Fyrst menn eru farnir að útbúa lista :-)

1. Songs Of Faith And Devotion

2. Black Celebration

3. Vialator

4. Ultra

5. Speak & spell

Er enn að melta Universe :-)

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband