Það besta sem ég hef séð til minna manna í rúman mánuð

Man U voru að spila þennan leik alveg prýðilega og áttu að vinna 5 eða 6 - 0

sem er mjög jákvætt, vissulega er hættulegt að nýta færin ekki betur en spilamennskan var ekki þessi skítur sem liðið hefur boðið upp á síðustu vikur.

Alir voru að spila vel þá sérstaklega Anderson (sem virðist vera að koma til) og maður leiksins, Fletcher (ekki oft sem ég segi það) það var hellst 600 leikja maðurinn og ungrú Portugal sem voru ekkert spes.

Samt gaman að sjá að hárið á Ronaldo var glæsilegt frá fyrstu til síðustu mínútu, sem var kannski lykil atriðið.

En liðið aftur á uppleið og allt í rétta átt.


mbl.is Manchester United náði þriggja stiga forskoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú sást leikinn ??? portsmouth voru náttúrlega að sucka ;) og hafa verið á þessari leiktíð. Bíðum eftir betri andstæðing og sjáum þá til hvort þeir séu að gera betur. Þeir eru ekk að skora mikið á móti lélegum andstæðingum... hvernig er það þá á móti City og Arsenal.

Frelsisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:18

2 identicon

hahaha, ég held að frelsisson hljóti að vera bitrasti maður sem ég hef séð. Ætti að fá titilinn "bitrasti moggabloggarinn" og væri vel að honum kominn.

 Annars mjög sanngjarn sigur sem lítið þurfti að hafa fyrir, svona fyrir utan að 2 hægri bakverðir meiddust. Klárlega besta liðið á Englandi, 3 stig í forskot og leik til góða.

Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:29

3 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Frelsisson púllarar unnu Portsmouth 1-0 á heimavelli. Svo er það svo að Utd leikur betur þegar þeir mæta betri andstæðingum.

Hjörtur Herbertsson, 22.4.2009 kl. 21:37

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég held að "Frelsisson" sé Ástþór Magg í dulargerfi, bara að fokka í liðinu.

Það getur engin verið að meina það sem Frelsi segir, sama má segja um Ástþór.

Frelsi, hlustaru á Rás 2? eða er það ritskoðaður miðill?

Þórður Helgi Þórðarson, 22.4.2009 kl. 21:41

5 identicon

já einmitt. 1-4 á móti Liverpool. hehehehe... það þarf ekki að horfa á marga leiki til að sjá að Liverpool er með skemmtilegasta liðið í dag. Svo einfalt er það.

Frelsisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:41

6 identicon

Ástþór magg í Dulargervi er áhugaverð kenning... ;) aðeins skynsamari en það. En til hamingju með stigin... ég er bara ekki sammála um að united sé að spila vel.

Frelsisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:42

7 identicon

já, alltaf gaman að taka til einn og einn leik og telja það einhver rök. Jújú, Liverpool vann báða leikina í deildinni gegn United en það gerir þá ekki besta. Alveg eins væri hægt að segja að þeir ættu skilið að vera í botnbaráttunni vegna þess að þeir töpuðu fyrir Tottenham og Middlesborough í fallsætum, bullrök.

 Skemmtilegast og ekki skemmtilegast, mér finnst skemmtilegast að sjá mína menn á toppnum og þar eiga þeir skilið að vera. Enda bestir ;)

Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:47

8 Smámynd: Brattur

... Anderson var góður, hef feiknatrú á honum... mér fannst Giggs líka mjög góður og spilamennskan góð svona lengst af... nú eru 6 leikir eftir, það þarf bara að vinna 4 þeirra, gera 1 jafntefli og 1 leik má tapa... en við förum nú ekki að gera það...

Frelsisson; United er kannski ekki að spila glimrandi bolta í augnablikinu en við skulum ekki gleyma öllum leikjunum frá því í ágúst sl. Það hlýtur að vera gott lið sem er í efsta stætinu á þessum tímapunkti, ekki rétt?

Brattur, 22.4.2009 kl. 21:50

9 identicon

Lang skemmtilegasta liðið með bestu mennina. Þið tapið tveimur á lokametrunum og við vinnum þetta ;) enda með besta liðið. Rassaskellur united á móti Liverpool segir samt sitt um styrk liðana minn kæri.

Frelsisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:51

10 identicon

alveg rétt brattur... united er gott lið.. mótmæli því ekki og er efstir. Hvort hinsvegar þeir séu bestir... NEI.

Frelsisson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:52

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ástþór vertu úti!

Þórður Helgi Þórðarson, 22.4.2009 kl. 21:55

12 identicon

Rassaskellur United á móti liverpool segir mér það að Liverpool átti feykigóðan dag á meðan United átti arfaslakan dag. Ekkert meira en það. Enginn heilvita maður heldur því fram að Middlesborough sé betra lið en Liverpool bara af því þeir náðu að koma nógu mótiveraðir í leik gegn værukærum púlurum og höfðu sigur.

 Staðan í deildinni og titlafjöldi er besti mælikvarðinn og þar hefur United liðið sigurinn

Halldór (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 21:57

13 identicon

Það vita það allir sem eitthvað vit hafa að efsta liðið er jafnframt besta liðið, það eru engin verðlaun veitt fyrir það að fá á sig 8 mörk í 2 leikjum eins og liverpool hefur núna gert í undanförnum leikjum.

Svo vitum við nú öll að liverpool mætti örþreyttu united liði, enda tekur það á fyrir united að vera berjast um titla á flest öllum vígstöðum á meðan liverpool hefur undanfarin ár aðeins geta eytt öllu sínu púðri í eina keppni með lélegum árangir, og núna á liverpool aðeins 1 raunhæfann en samt fjarlægann möguleika á titli, en við vitum að sjálfsögðu að liverpool verða samir við sig og enda titlausir tja hva, 3 eða 4 tímabilið í röð, glæsilegur árangur það.

Hugi (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:14

14 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Axel, þetta var alls ekki diss, að mínu mati voru þeir bara ekki eins góðir og hinir.

Maður setur væntnalega of miklar kröfur á Ronaldo, oft spilað betur.

En hárið var fínt...

Þórður Helgi Þórðarson, 22.4.2009 kl. 22:19

15 identicon

United hafa verið í smá lægð undanfarið en virðast núna vera að hressast. Tímabilið er 38 leikir frá ágúst - maí, því virðast poolarar steingleyma þegar þeirra lið hressist. Þeir tóku góða lægð eftir ræðuna frægu hjá Benitez í janúar minnir mig. En ég verð hinsvegar að segja það að ég tek 3 stig alltaf fram yfir einhvern æsispennandi 4-4 leik sem gefur bara 1 stig.

Pompey ógnuðu aldrei marki United af einhverju ráði í þessum leik, ég var mjög sáttur með leik minna manna. Eina sem ég var ósáttur með var nýtingin á færunum, mér var mjög létt að sjá 2 markið koma loksins enda vitum við allir að 1-0 forysta er ansi brothætt jafnvel þó hitt liðið sé ekki að ógna.

Rooney var um allan völl sem fyrr og vann vel, Anderson var mjög lílflegur og ég vona innilega að hann sé að finna sitt form frá því í fyrra, hefur lítið sýnt af því fyrr en kannski í þessum leik. Gamli Giggs var góður en ég hefði viljað sjá hann setja hann allavega einu sinni í netið, fékk sannarlega færin til þess.

Jon Hr (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:27

16 identicon

Enn einn 1 marks sigurinn. 2 sigrar í deildinni með meira en einu marki í nærri 5 mánuði segi allt um þá leiðindaknattspyrnu sem þetta lið spilar. En því miður skiptir það litlu máli í deildinni enda mutd nánast búið að klára deildina.

Rúnar G. (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 22:44

17 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Rúnar ? á hvað leik varst þú að horfa?

Man ekki betur en að þessi hafi farið 2-0 sem gerir tveggja marka sigur...

Með réttu átti hann að var 6-o en við sættum okkur við sigra og titla... það er gaman

Þórður Helgi Þórðarson, 22.4.2009 kl. 23:43

18 identicon

Merkilegt að poolarar séu allt í einu orðnir miklir talsmenn sóknarknattspyrnu, eitthvað sem Liverpool eru einungis nýlega búnir að taka upp á í undanförnum leikjum og væla sáran undan því að vera ekki á toppnum fyrir það eitt og sér. En það er víst til lítils að skora mörg mörk og fá jafn mörg á sig, það gefur víst bara 1 stig. Til gamans má geta að síðan úrvalsdeildin var stofnuð '92-93 hefur Liverpool aldrei skorað fleiri mörk en United (heimild). Það gæti í fyrsta skipti breyst núna, munurinn á skoruðum mörkum er 7 stykki Liverpool í hag, en markamismunur er þó einungis 3 mörk. En það eru víst stigin sem telja fyrst...svo er litið á markatöluna ef því er að skipta.

Þeir sem horfðu á United leikinn í kvöld geta ekki sakað hann um að vera leiðinlegan. Þó eru margir sem telja að allir leikir United séu leiðinlegir nema þegar þeir tapa. Það var fullt af góðum færum sem féllu nær öll á mark Pompey, minnir að Crouch hafi átt einn skalla sem Van Der Saar greip.Svekkjandi að nýta ekki fleiri dauðafæri í kvöld til að jafna markamismuninn, en stigin þrjú eru forgangsatriðið.

Jon Hr (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 00:18

19 Smámynd: Ragnar Martens

Já púllarar þið eruð með besta lið evrópu og allt það... En.. þið getið ekki unnið þann Enska. Það er vegna þess að þið hafið ekki nógu mikla breidd. þið hafið sæmilegt 11manna lið sem getur á sólríkum unnið bestu lið. En.. það er ekki hægt að stilla upp bestu 11, og það eru allir nema poolarar sammála um að 11 manna byrjunarlið Man Utd er líklegra til afreka en 11 manna lið LFC.

Ragnar Martens, 23.4.2009 kl. 00:52

20 Smámynd: Ragnar Martens

Og þetta kjaftæði með þennan lista að LFC sé besta lið heims eða evrópu (man ekki hvort) er bara þvæla!

Gott að geta skreytt sig með því, enda engin tittill til þess!

Ragnar Martens, 23.4.2009 kl. 00:55

21 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Farðu nú ekki að grenja Ragnar. Það sást nú hvernig breiddin hjá utd er þegar Ronaldo og Rooney voru teknir ur liðinu á Wembley. Steindauður jafnteflisklúbbur. Chelsea og Arsenal hafa mestu breiddina í þessari deild þegar allir eru heilir. Og Chelsea er líklega með bezta liðið líka, og þetta segi ég þó ég sé Poolari.

Páll Geir Bjarnason, 23.4.2009 kl. 01:51

22 identicon

Það voru nú fleiri en Rooney og Ronaldo hvíldir á Wembley, Macheda 17 ára og Welbeck 18 ára sem tóku þeirra stað í liðinu. Þó sá leikur hafi kannski ekki verið sá fjörugasti þá stóðu unglingarnir sig ágætlega og sýndu að þeir geta vel leikið gegn vel spilandi úrvalsdeildarfélagi sem Everton er. Welbeck óheppinn að fá ekki víti seint í leiknum, sem var kannski þegar uppi var staðið kænsku Moyes að þakka með því að efast um dómarann fyrir leik.

Málið snýst heldur ekki um að vera með mestu breiddina þegar allir eru heilir, það er nú alveg fáránlegt. Til hvers að hafa góða breidd? Jú einmitt til að takast á við meiðsli leikmanna, leikbönn og leikjaálag - að vera með breiða og samhenta liðsheild. Það segir nú sitt um breidd United að þeir hafa getað verið að keppa á öllum vígsstöðum, meira að segja í Japan líka, í allan vetur og eru fyrst núna í lok apríl að detta út úr sinni fyrstu keppni, FA Cup.

Það er eitt að vera með "besta" liðið, annað að láta það hala inn sem flest stig í 38 leikjum. Ef United vinnur leikinn sem þeir eiga inni þá ná þeir 9 stiga forskoti á "besta" liðið...

Jon Hr (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 02:42

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Nei, ég sé ekki að það sé fáránlegt að nefna þetta svona. Finnst þetta tómur útúrsnúningur hjá þér Hr. Jón. Ég er einfaldlega að tala um leikmannahópa liðanna burtséð frá meiðslum, sem eru nú yfirleitt engin í upphafi leiktíðar. Breiddin liggur í þeim hóp og eðlilega er hún mikilvæg þegar menn meiðast. Welbeck var jafn óheppinn að fá ekki víti og Pienaar var í fyrri hálfleik þegar Ferdinand hrinti honum.

Páll Geir Bjarnason, 23.4.2009 kl. 02:57

24 Smámynd: Ragnar Martens

Já það var sterkur leikur hjá Moyes að halda því fram að dómarinn væri ManUtd maður fyrir leik.

Breiddin var fín í þessum bikar leik það vantaði ekkert uppá það . Það væri gaman að sjá unglingalið LFC mæta Everton .Þá yrði engin framlenging og vító, því Everton færi létt með.

Svo legg ég til að þú farir í sumarfrí Páll Geir eins og liðið þitt.

Ragnar Martens, 23.4.2009 kl. 13:17

25 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Leggðu til það sem þú vilt. Ég skil tillöguna vel þar sem erfitt er að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir.

Páll Geir Bjarnason, 23.4.2009 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband