15.5.2009 | 09:54
Öskrandi sögu fölsun á visir.is, lögfræðingar í málinu!
Kajagoogoo í tónleikaferð
Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.
Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.
Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.
Sem yfirlýstur Kajagoogoo aðdáandi þá finnst mér þetta hræðilegt að sjá!
Fyrir það fyrsta: til hvers er Nick Beggs að taka við hljóðnemanum ef hljómsveitin er hætt? í öðru lagi þá gáfu þeir út eðal skífu ári seinna Islands og man ég að ég fékk hana í afmælisgjöf og var hún spiluð í hengla, þar er einmitt að finna Big Apple plús annara eðal smella: Turn your back on me, Lions Mouth, Part og me is you..... ohhh good times.
Ég hef að vísu ekki hlustað á Islands í 20 ár en fannst hún tussu góð í þá gömlu góðu.
Síðasta plata sveitarinnar kom út ári seinna ef ég man rétt og þá voru þeir komnir í danspoppið og afskaplega ekkert gott og sveitin búin að taka Googooið úr nafninu og hét bara Kaja!
Nú er bara að stofna Feisbögg síðu og fá þá í Egilshöllina!... eða Amsterdam..
Er einhver á landinu sem viðurkennir að hafa verið fan back in the day annar en ég?
Ef hann er til þá var ég að sjá að það koma ný plata út í fyrra, Gone to the Moon ... djöfull ætla ég að fara að tékka á henni!
Varðlega
Ég hef ekki hitt hann/hana
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist | Facebook
Athugasemdir
Kæra liggur á borðinu
Ómar Ingi, 15.5.2009 kl. 10:05
Mæli með því að við förum í hópferð til bretlands í águst.
Here & now festival, fram koma
Saturday 22nd August 2009
RICK ASTLEY
BANANARAMA
BELINDA CARLISLE
KID CREOLE & THE COCONUTS
HEAVEN 17
DR & THE MEDICS
CUTTING CREW
BILLY OCEAN
KIM WILDE
TOYAH
THE REAL THING
CHINA CRISIS
Sunday 23rd August 2009
MIDGE URE
http://www.here-and-now.info/hn_tours.htmlHOWARD JONES
NIK KERSHAW
T’PAU
THE CHRISTIANS
THE BLOCKHEADS WITH PHILL JUPITUS
CHAS N DAVE
ABC
PAUL YOUNG
GO WEST
Johnny (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 14:14
leiðinlega uppstillt.... 5 atriði sem mig langar mikið að sjá en mun fleiri sem ég vil aldrei sá á ævinni!
Þórður Helgi Þórðarson, 24.5.2009 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.