Litla Hafmeyjan spariþáttur Íslensku þjóðarinnar föstudagskvöldið 26. jún á Rás 2

mynd 

Það verða cannónur sem mæta í hljóðver 1 á Rás 2 á föstudagskvöldið.

Hljómsveitabattlið heldur áfram og það engir aukvisar í þetta skiptið!

Unglingahljómsveitin Stuðmenn etja kappi við við sveit sem haldið hefur sig undir grænni torfu síðustu ár, Sóldögg.

Reglurnar í þetta skiptið eru

1 lag frá sjálfum sér

1 lag frá andstæðingi

og 1 lag þarf að vera rapplag og skoraði ég á Frímanninn til þess að rappa fyrir hönd Stuðdrengja, Beggi sér um rappið Daggar megin.

Gesturinn að þessu sinni er stórlax og hefur sopið fullt af ausum, Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra, sendiherra bara til að nefna eitthvað.

Áfram skorum við á þjóðina um að sýna hvað í henni býr og opinbera hæfileika sína í beinni útsendingu og jafnvel fá fyrir það verðlaun.

Reynt verður að ná sambandi við Andra Frey sem staddur er í Tékklandi, Check!

Síðast en ekki síst mun Elvis Aron Prezz taka lagið og keyra allt í rugl í lok þáttar.

Það væri rosaleg heimska að leggja(st) ekki við hlustir klukkan 19:30 á Rás 2 á föstudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Þetta er níðþungur þáttur og það úr efstu hillunni, ég segi nú ekki meir!

"Hafmeyjan - ekki lítil lengur!" Bara hugmynd að tagline ...

Jón Agnar Ólason, 23.6.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Kannski að ég steli þessu félagi.... næst þegar ég fæ svona kannónur þá nota ég þetta.

Hef e-ð notað þetta með Doddann en þetta er flottari sem Meyju jingúll.

Þórður Helgi Þórðarson, 23.6.2009 kl. 21:23

3 identicon

Líst mér vel á. Engin smá kanóna Jón Baldvin. Það er enn harga í kaddlinum:

http://eyjan.is/silfuregils/2009/06/21/bananalydveldi-grein-eftir-jon-baldvin/

 p.s. fór á Blasen í Köben í vikunni og vonaðist til að celebspotta Andra. Allt kom f. ekki. Schhæædl.

Ari feiti (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband