4.3.2009 | 13:16
Lost pearls
Hafði lítið að gera í matartímanum svo ég fór á smá youtube jamm.
Það eru 2 lög sem ég hef leitað af í netheimum síðan ég fór að skoða þetta internet (sem er víst framtíðin) og haldiði að ég hafi ekki fundið þau á tjúbinu....
Fyrst skal telja Kissing the Pink - The Last Film, lag sem ég átti á spólu þegar ég var ungur, mjög ungur og ég var rooosalega hrifin af þessu þessu lagi.
Reyndi að kaupa þetta í mörg ár en aldrei var þetta til.
Hef keypt slatta af Kissing The Pink dóti bara út af þessu lagi og það er í mesta lagi þokkalegt.
En þetta lag, Last Film er stök helvítis snilld og hljómar bara ansi vel 25 árum eftir útgáfu.
Hitt lagið er lag sem Gunnar Salvarson notaði sem upphafsstef fyrir einhvern jazz og sveiflu þátt sinn (Gunnar var þekktastur fyrir þáttinn listapopp).
Lagið heitir Breakfast og er með hljómsveitinni Associates, Gunnar notaði Instrumental útgáfu af laginu og heyrði ég lagið ósungið í mörg mörg ár en alltaf mjög hrifinn, hlusta á þetta jazz og sveiflu drasl bara til að ná upphafs og loka laginu.... ss. Breakfast.
Mörgum árum seinna komst í 12" sem skartaði þessu fallega lagi og mér til undrunar þá var það sungið og ekki versnaði það fyrir vikið.
Söngvari sveitarinnar Billy Mackenzie var alltaf þessi þunglynda og rólega týpa og þegar frægðar sól 80´s smástjörnunnar hvarf ákvað hann að taka sitt líf.
Billy vann mikið með Svissnesku furðufuglunum Yello á þeirra bestu plötum og er víst orðin einhverskonar cult hetja hjá einhverju fólki úti í heimi, eins og oft vill verða með stjörnur sem taka eigið líf.
Hallið ykkur aftur og njótið, þetta er fallegt....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2009 | 22:37
Leiðinlegasti fyrri hálfleikur sem ég hef séð
Ég hef sopið margar fjörur í gegnum tíðina og séð mjög marga körfuboltaleiki en þessi fyrrihálfleikur og þá sérstaklega 2. leikhluti er með því lélegasta sem ég hef séð!
Erkifjendur að að berjast en samt eins og þetta væri æfing, engin hasar ekkert stuð.
Hlutirnir skánuðu mikið í seinni hálfleik þá aðallega fyrir læti í leikmönnum Keflavíkur, þeir náðu að troða og blokka skot á mikilvægum augnablikum og öskruðu á stúkuna og vildu stuðning og fengi í 20 sek. svo var allt búið.
Sverrir og Sævar náðu aðeins að slást og það virtist vera smá lífsmark meðal Njarðvísku áhorfendana og tóku þeir við sér og gerðu það sem þeir gera best: drulla yfir dómarann (ég þar á meðal)
Svo í blá lokin þegar sigurinn var í höfn reyndu dómarar að fá smá fútt í leikin með fáránlegum dómum og við Njarðvíkingar tilbúnir að öskra á það....
Fyrir utan þessi dæmi hefðu flest allir getað sofið værum blundi upp í stúku þar sem hávaðinn var engin.
Fólk verður að átti sig á því að þetta eru 2 sigursælustu lið landsins síðustu 20-30 ár koma bæði frá sama bæjarfélaginu og eru að fara að mætast í úrslitakeppninni, hráefni í bullandi gott stuð!
Nei, menn eru annaðhvort endanlega getulausir þarna fyrir sunnan eða svona rosalega að spara sig fyrir alvöruna.
En sigurinn var fínn, vonandi að Logi verði orðin góður fyrir úrslit.
Good times....
Tíu stiga sigur Njarðvíkinga í Keflavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 3.3.2009 kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2009 | 14:34
Ný spenna í spilaranum
Kominn tími á að henda næsta hlassi í spilarann, lög sem eru á leið á vinsældarlista eða sjaldgæfar útgáfur af dóti sem fólk ætti að kannast við.
Í síðasta hlassi fengu þessir 4 síðu lesendur að heyra mikið af væntanlegri plötu Yeah Yeah Yeah´s Its Bliss sem er masterpís gott fólk, ég lauma einu YYY af plötunni til viðbótar í þetta sinn.
Yeah Yeah Yeah´s - Runaway - enn ein snilldin af It´s Bliss
Calvin Harris - I´m not alone - Þetta verður sumarsmellurinn í ár, útvarps dj-ar hafa verið duglegir að spila þetta í óþökk Harris þar sem möguleikin er fyrir hendi að lagið toppi löngu áður en það kemur út. Rosalegt hype í kringum þetta lag á klúbbum í Evrópu, fer á toppinn á Fm listanum á næsta ári.
Depeche Mode - Come Back, fékk þessa myndarlegu sendingu frá Ómari ofur og kann ég honum bestu þakkir. Lagið er tekið af væntanlegri plötu DM, Sounds of the Universe
Depeche Mode - Hole To Feed - Ég verð að segja að þetta sé það besta sem ég hef heyrt af nýju plötunni, dark og drungalegt, alveg eins og ég vil hafa krakkana í DM.
Elbow - Starlings (live @ the BBC) - upphaflega af hinni frábærri plötu þeirra Seldon seen kid.
Hot Knives - Solstice - Nýtt band svo ekki sé meira sagt. Stofnað síðastliðin laugardag.
Fínasti indie smellur, sem Ómar sendi mér. M'er fannst ég kannast við stílinn og röddina en varla.... sveitin er nokkura klukkutíma gömul.
Klaxons - No Diggity (Blackstreet cover) - nýtt efni væntanlegt frá Klaxon )ekki það að ég bíði spenntur) þessi útgáfa fín fyrir þá sem bíða spenntir...
La Roux - in 4 The Kill (Skreams let´s get ravery mix) - þessari stúlku er spáð miklum frama á þessu ári, ekki minn tebolli en þetta mix er sexy.
Lady Ga Ga vs. Eurythmics - Dance Dreams - Of spilaðasta lagið sett ofan í mest samplaða stef sögunar og útkoman bara þónokkuð góð, þrátt fyrir leiðindi Gögunnar.
Tiga - Shoes - Hljómar eins og Flight of the Concords væru komnir í danstónlist, stór skemmtilegt og á eftir að hitta feitt held ég.
Cut Copy - Far away - Langbesta Wanna-B 80´s sveitin sem er í gangi núna og þær eru ansi margar, allt þetta syntapopp er bara ekkert spes (eins mikill syntapopp fan og ég er)
Vil benda þessum fjórum lesendum mínum á að vera óhrædda við að kommenta á þetta tónlistarhlass, hvort sem það sé gott eða slæmt.
Góðar stundir og góða skemmtun.
Dægurmál | Breytt 3.3.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2009 | 18:10
Asnaleg frekja í manni
Ég get ekki sagt að ég fljúgi hér um í gleði vímu.... Deildarbikarinn... tisss ... drasl.
En svona er það að halda með þessu liði, ef Man U. vinnur ekki alla titla þá er maður bara hálf svekktur, ég vissulega ýki þetta slatta en tilfinningin í brjósti mínu núna er bara léttir ekki mikið annað.
Ég er ekkert annað en djöfulsins frekja!
Til hamingju með sigurinn kæru Man U. félagar..... það verða einhverjir titlar til viðbótar áður en tímabilinu líkur.
Manchester United deildabikarmeistari 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.2.2009 | 17:11
Er ekkert verið að grínast í manni?
Svakalega hefur Gujo snúið þess Crewe liði við, þetta fer að jaðra við einhver met væntanlega.
Ég man ekki eftir annari eins snúnist sögu í augnablikinu þar sem stjórinn getur ekkert keypt nýja og glæislega leikmenn og hækkað gæðastaðalinn hjá liðinu.
Hann fékk markmann á láni sem hefur víst slegið í gegn og einhvern á miðjuna ef ég man rétt, svo fær hann ungan Íslending og hann skorar í fyrsta leik....
Ég held að Guðjón ætti að rolta sér á Crewe skrifstofurnar og heimta feitan samning til 10 ára strax, þetta gengi getur ekki átt sér framhald... andskotinn hafi það.
Frábært Guðjón til hamingju með þetta.
Gylfi skoraði í stórsigri Crewe | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2009 | 13:53
Skjár sport?
Nú má Síminn/Skjárinn endilega taka þátt í þessu útboði, mun betri þjónusta á bara broti af verðinu hjá 365 var í boði hjá Skjá Sporti á sínum tíma og ég mun glaður kaupa áskrift!
Sem ég geri ekki og mun ekki gera hjá 365.
Enski boltinn áfram hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
25.2.2009 | 21:22
Ég er endalaust að henda inn snilld!!!!
B-hliðin af Wrong smáskífunni með Depeche Mode, Oh Well.
Væri samt meira til í að heyra orginallinn en ... oh well
Thanx Omm
Spilarinn....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2009 | 15:19
Írska strákabandið dansar....
Ef þú kíkir í spilarann hér til hliðar geturu fundið dans mix af nýja U2 laginu, Get on your boots.
Það er "inn" Ítalska remix dúóið Crookers sem remixar, gera sitt besta en það er erfitt að bjarga leiðinlegu lagi með dansbíti......
Aftur á móti hlakka ég mikið til að heyra Trentemuller remixið af Wrong með Depeche Mode.
Ég mun henda því inn um leið og það kemst í mínar hendur.
....... og þá verður kátt í höllinni, höllinni, höllinni....
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2009 | 12:34
Meira Yeah´s
Þessi plata er farin að hljóma ansi safarík! It´s Blitz
Kannaðu spilarann.....
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)