Bárðarson stóð fyrir sínu

Einar Bárðarson var gestur okkar í Meyjunni á föstudagskvöldið og var hann hress eins og við mátti búast.

Búi Bendts mætti með sína frægu spurningarkeppni sem Einar vann örugglega þrátt fyrir ýmsar tilraunir dómara til að gefa Andra sigur.

Einnig var keppt í Sakbitinni sælu þar sem Andri tapaði aftur alveg á síðustu sekúndu þáttarins 5-4 fyrir Dodda og hann má þá skammast sína meira fyrir sína músik.

Þú getur hlustað á þáttinn hér.

 

Lögin sem spiluð voru í þættinum:

Syrpa laga til heiðurs Rúnna Júl 8:41 ýmsir

Nafn lags            Höfundur                      Flytjandi                               Tími                Útgáfa

Farin -Einar Bárðarson -Skítamórall, Love Guru, Bogomil Font 2:26 Sena
Brains Balls and Dolls - Botnleðja - Botnleðja 2:49 Trust Me

Föstudagslag Einars
Betri bílar -Rúnar Júlíusson- Geimsteinn 3:15 Geimsteinn

Sakbitin sæla Einars
Stronger -Max Martin, Rami -Britney Spears 3:00 Jive,


A little bit of everything -Lights on the highway -Lights on the highway -4:32 Krummi
All i Know - Screaming trees - Screaming trees 3:55 Epic
Rage - Kid Twist - Kid Twist 4:21 Óútgefið

Sakbitin sælu keppni

Doddi
HOW 'BOUT US - Dana Walden - CHAMPAIGNE 3:22 Columbia

Andri
Don t give up - Peter gabriel - Peter gabriel kate bush 5:55 Geffen Records

Doddi
My Girl (Gone, Gone, Gone)" Bill Henderson/ Brian MacLeod
Chilliwack 4:16 Solid Gold Records

Andri
Scatman - John Larkin
Antonio Nunzio Catania - Scatman john 3:33 RCA Records

 


Jólalög þurfa ekkert að vera leiðinleg eins og þessi dæmi sanna.

santa 

Í spilaranum hér við hliðina eru nokkur jólalög sem komast ekki flokk flest allra jólalaga sögunnar ss. LEIÐINLEG!

Þarna má finna 50 Bents ásamt Emiliu Nylon stelpu.

Jólalag Love Guru Allstars Baaaababb

Andri Freyr syngur um jólarobotinn.

Elli P bassaleikari Jeff Who  ferskur með sitt jóla rapp.

Svo er Dusta bara ég og Tinna Marina í góðum fíl.

Ekki má gleyma Árna + einum (Fm Belfast) sem snerti flest þessara laga með sínum töfra puttum.

Push play og skelltu þér í eðal jólafíl, alveg frítt í boði Dodda lítla!.... bahh humbukk

 

Heyrðu var að hlusta á Guru Babbið, djös fokking snilld er þetta lag og jú textinn líka. Átti að fjalla um hin fullkomna heim,Völu Matt með ekkert meik, Dr. Ginna fíla Bo, Bush og Bin Laden í sleik, Sjá Árn J og Palla homma syngja  næsta Eyjal-lag....Og samplið er viiiirkilega snitilegt, geri aðrir betur..... þetta er listaverk!!!!

Bara ef ég gæti sungið.... þá væri þetta klassík


Meistarinn fallinn frá... Blessuð sé minning hans.

MBL0160489

Hinn eini sanni rokkari, var eftir því sem ég best veit að spila á tónleikum í gær!

Það mun engin toppa Hr. Rokk!


Lazytown er aðeins að þroskast eða ?

 

Ég ætla að horfa á næsta þátt!


Skímó, Nylon, Luxor, Garðar Corterz eru bara nokkur nöfn sem gestur föstudagsins hefur haft á sínum snærum!

einar_bar_arson_umbo_sma_ur_islands 

Það verður umboðsmaður Íslands sem verður gestur Litlu Hafmeyjunnar á föstudagskvöldið.

Maðurinn hefur væntanlega frá mörgu að segja þar sem hann hefur verið að umbast hér á Íslandi og erlendis í fjöldamörg ár.

Einar spilar fyrir okkur lagið sem kemur honum í fíling á föstudagskvöldi og einnig hans Sakbitnu sælu (sem gæti orðið spennandi, þetta er maðurinn sem samdi Farin! og er mesti aðdáendi Garðars Corterz).

Einnig munu Meyjarnir, Andri og Doddi keppa í Sælunni (guilty pleasure) og eru það hlustendur sem velja þann sem má skammast sín meira fyrir sín lög.

Gæti örðið spennandi.

Nú eru bara 4 Meyjur eftur svo það fer hver að verða síðastur að láta gamminn gjósa.

Það má geta þess að Bo Hall hefur boðað komu sína í loka þáttinn og þá er það ákveðið!

421ab552d220f8896d728f52168a57ec_luxor


Skemmtilegt kvöld með Steina, Inga og Sir Mick

jólasv 

Meyjan var í banastuði á föstudags kvöldið.

Aðal gestur kvöldsins var Steinn Ármann og fór hann sérdeilis á kostum eins og búist var við, kenndi okkur meðal annars að leika Mikka ref og héraðsstubb bakara.

Ingi kom í hljóðver við annan mann og tók litlu ávaxtakökuna beint.

Síðast en ekki síst þá náðum við sambandi við Sir Mick Jagger rétt áður en hann steig á svið á Players í Kópavogi.

(Ég kíkti á Stóns á Players og var yfir mig hrifin, svona á að gera cover ekki alltaf sömu mennirnir að syngja Bítla, Eagles eða hvað þetta heitir!

Þarna hafði maður jafnvel meira gaman af því að horfa en hlusta, Bjössi er frábær Mick, hvet alla til að mæta á næsta gigg Stóns sem ég held að sé um jólin.)

Hér getur þú hlustað á þáttinn og jafnvel haft gaman af

Lag

 Flytjandi
Flugufrelsarinn Fálkar_frá_Keflavík
baby_ate_my_eightball super_furry_animals
gettin_up q-tip
Lil' Devil Föstudags lag SteinaCult 
Billy Don't Be A Hero Sakbitin sæla SteinaPaper Lace
Feitar konur Kátir Piltar -
Paris Aeroplane RMX FT. Au Revoir Simone Frendly Fires
Little Fruitcake Ingi
Rocks_Off Rolling_Stones
Chinese Democracy Guns N' Roses 
Invaders_Must_Die’ The_Prodigy
   

Vondu strákarnir komnir aftur!!!!

The_Prodigy_-01 

Þú getur fundið splunku nýtt lag frá Prodigy í spilaranum hér til vinstri.

Lagið er titil lag plötu þeirra sem væntanleg er á næsta ári, Invadors must die!

Einnig fann ég live útgáfu á youtubinu af öðru lagi, Warrior Dance sem sýnir að platan verður bullandi old school

 

ps. þes má geta að invadors must die er frítt til niðurhals á theprodigy.com

 


Eins og fram hefur komið

 

Þá er Litla Hafmeyjan að lenda í kreppunni og syndir til botns 26. des.

Þátturinn á föstudaginn verður að mestu í höndum Andra en eftir því sem ég hef hlerað af honum þá verður þetta í boði:

Gestur þáttarins Steinn Ármann Magnússon leikari.

Ingi, var að gefa út plötu fyrir viku tekur lagið.

Tékkað verður á Bjössa Stóns (Mínus, Motion Boys) en nýja Rolling Stones cover bandið kemur fram í fyrsta sinn á Players á föstudagskvöldið.

Nýja plata Guns n Roses verður skoðuð... en ekki hvað, þátturinn hans Andra.

Hann ætlaði að hlaða í einhverja magnaða keppni milli okkar... hef ekki hugmynd um hvað það verður en alltaf gaman að keppa.

Ekkert ákveðið þema verður í gangi svo tónlistin kemur úr ýmsum áttum og náttúrulega Guns....

Hver að verða síðastur að koma sér í Meyju fíling!

Litla Hafmeyjan föstudaxxkvöld frá 19:30 til 22:00 á Rás 2


Ný lending í spilara

 airbornetoxicevent

The Airborne Toxic Event

Var að lauma nokkrum nýjum í spilarann hér til vinstri.

Mæli sérstaklega með The Airborne Toxic Event Ammrísk sveit sem ég veit ekkert um en hún er að detta í þessa nýju 80´s melody rokk bylgju með White Lies og fleirum góðum.

Burial er pungur sem ég veit jafnvel minna um nema að orginal lagið var ekkert að heilla mig en þetta mix fær hárin á bakinu til að rísa.

Dan Black er tilvonandi popp stjarna ársins 2009 segja mér fróðir menn í Bretlandi, fínt lag.

Svo er gamli meistarinn Q-tip mættur aftur og alveg jafn cool og smooth og venjulega, einn af fáum sem geta ekki misst svalann sinn.

Svo náttúrulega rokklag ársins 2008 að mínu mati, MC Rut og Busy Bein´Born, hlustið, njótið, lifið.

We can do it!

 0202_q_tip

Q-Tip

 


Fjórða árið í röð hjá okkur báðum, life is sweat!

Fær að fjúka fjórðu jólin í röð

 dsc08944
Þótt ótrúlegt megi heita eru þetta fjórðu jólin sem útvarpsþáttur Andra Freys er lagður niður. Fréttablaðið/Stefán

„Hó, hó, hó. Svo eru menn að segja Bó einhvern jólaboða. En þegar ég er rekinn - þá fara allir í einhvern voða jólafíling," segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.

Þáttur Andra og Þórðar Helga Þórðarsonar, eða Dodda litla, Litla hafmeyjan, sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 á föstudagskvöldum síðan í vor, hefur verið skorinn niður í aðgerðum sem nú standa fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu. Að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra mun endurskoðun á rekstraráætlun liggja fyrir í lok vikunnar. Þær munu miðast við verra rekstrarumhverfi en engar tölur eru komnar á hreint.

Þetta er síður en svo nýtt fyrir Andra að standa í þessum sporum í desembermánuði. Eru þetta fjórðu áramótin sem hann fær uppsagnarbréf í vasann. „Já, þetta er nefnilega árlegt. Alltaf þegar líður að jólum og áramótum er ég að missa vinnu. Nýtt ár ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér fyrir mig. Í orðsins fyllstu merkingu," segir Andri Freyr sem fyrir ári fékk að fjúka af útvarpsstöðinni Reykjavík FM. Þar áður fékk hann sömu jólagjöfina, þá á X-FM, og þar áður á X 97,7.

„Þetta er kannski ekki alveg búið. Fröken Sigrún [Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2] segir að með betri tíð verði kannski hringt í Meyjuna. Maður vonar bara að þessir andskotar þarna á þingi fari að redda málunum svo maður komist aftur í útvarpið. Hún sagði mér að þetta væri einn af sínum uppáhaldsþáttum. Og ég hef enn nóg að segja þjóðinni, svo fólk viti það."

Síðasti þáttur sem bókaður er verður annan í jólum og þeir félagar ætla að halda góðum dampi þar til. „Næsti gestur er sjálfur Steinn Ármann. Sá sem leikur íslensk illmenni og skíthæla betur en nokkur annar. Og Kela kött. Það er ekkert þar á milli. Kisinn Keli og svo illmenni."

Andri Freyr er búsettur úti í Danmörku og talar þaðan í radíóið. „Ég er að vinna hérna. Níu til fimm. Hjá fyrirtækinu Brother, brother and Son. Við erum að setja saman ljós fyrir leikhús, tónleika og svoleiðis vitleysu. Ég var hérna einn til að byrja með en nú eru þeir orðnir sjö Íslendingarnir hérna í kringum mig. Eins gott ég fái fálkaorðu fyrir að redda landanum vinnu og peningum í útlandinu. Verst að þetta eru svo miklir vesalingar … sko, maður hefur verið að tala svo fallega um íslenskt vinnuafl og svo mætir þetta bara þegar því sýnist í vinnu, sofandi yfir sig heilu vikurnar."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband