Spennandi popp á nýju ári?

Ég verð seint sakaður um að vera mikill Killers eða Colplay aðdáandi en þessar sveitir hafa "skánað" þessar lélegu útvarpsstöðvar í heiminum sem gera út á að spila bara drasl.

Fyrsta plata Killers var prýðis og mér finnst bara fínt að heyra flest öll lög krakkana í Coldplay en þessar sveitir eru kannski að opna dyr fyrir eitthvað sem er aðeins skárra.

Ég ætla að henda hingað nokkrum nöfnum sem ég sé mögulega slá í gegn á þessu ári með sínar annars venjulegu poppperlur en þessar perlur eru aðeins merkilegri en þetta sem við þurfum að þola upp á hvern einasta dag.

Fyrst skal nefna hljómsveitina White Lies sem kom fram á sjónarsviðið seint í fyrra með lag sitt Death sem var fínt en fyrir stuttu heyrði ég annað lag frá þeim drengjum, To lose my life, og er það mun betra og framtíð björt.

Því miður er nýja lagið enn ófinnanlegt á netinu svo við teljum í Death.

Hressir og bjartsýnir strákar, 2 lög: Death og To lose my life....

 

Næst skal nefna The Airborne Toxic Event frá BNA set þá í sama flokk og White Lies, þessi melódíska 80´s indie popp sveifla.

Þetta lag er líka frá síðasta ári en er varla lent í Evrópu og geri ég mér smá vonir um vinsældir þessara drengja og stúlku.

The Airborne Toxic Event - 'Sometime Around Midnight

 

Empire Of The Sun er hljómsveit frá Ástralíu og gárungar í Bretlandi yfir sig hrifnir samstarfs verkefni hljómsveitarinnar Pnau sem kom á Airwaves í fyrra og The Sleepy Jackson.

Lagið átti upphaflega að koma út seint í febrúar á þessu ári en kemur út á næstu dögum vegna áhuga Breskra útvarpsmanna (það var orðið svo slæmt að Radio one var bannað að spila þetta í fyrra sökum vinsælda á vitlausum tíma).

Get ekki sagt að þetta sé í svakalegu uppáhaldi hjá mér en fínt útvarpspopp

Empire Of The Sun - Walking On A Dream

 

Það sem heillar mig hvað mest af þessum nýstyrnum er önnur sveit frá Ástralíu, The Temper trap.

Lagið ekki enn komið út í Evrópu en er farið að skapa buzz um allan heim.

Nettur U2 fílingur í þessu lagi (frá þeim tíma er U2 var ekkert svo leiðinleg)

Ég mæli eindregið með þessu lagi og allir þið útvarpsstjórar sem lesið þetta blogg daglega, SPILIÐI EITTHVAÐ A VITI!!!!

There u go Wink

 

Svo var ég að detta niður á þessa sveit, Animal Collective og lag þeirra My Girls.

Það er í spilaranum hér við hliðina, menn eru að tala um plötu ársins 2009...... það hljóta samt að vera mínútumenn!


Ég mun ekki gráta það

Þó ég hafi ekkert á móti Fréttablaðinu þá er ég löngu hættur að kíkja í það, ég er ekki viss um að ég hafið lesið það í fyrra.

Ekki einu sinni skoðað myndirnar!


mbl.is Útgáfudögum Fréttablaðsins fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt fyrir Gerrard svo maður verði ekki laminn.

 

Ég vona að hann verði ekki á landinu um áramótin þar sem maður ætlar að baxa við að spila diska fyrir fólk.

Engan Collins...... nema kannski Sudioið???


mbl.is Gerrard gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Splæsið í nýja skó í dag(Ítalska) góða helgi!


JAAHÚÚÚÚÚ ROYKSOPP ARE BACK - HAPPY BIRTHDAY

Hinn magnaði dúett Royksopp eru komnir aftur í stuð með nýtt lag.

Lagið heitir Happy Birthday og er að finna í spilaranum hér til vinstri.

 

pop quiz, hvað kemur titill lagsins oft fyrir í textanum, glæsileg verðlaun í boði.

royksopp.COL.tif.big.jpg.big


Næst síðasta Hafmeyjan á föstudagskvöldið....súr

istockphoto_1795210_cry_baby 

Næst síðasta Meyjan verður jólameyja.

Óhefðbundin jólatónlist leikin, þar á meðal tónlist þeirra Meyjardrengja sjálfra.

Soffía sæta verður á línunni með jólaleikjahornið,  fínt að rifja upp nokkra leiki nú þegar engin á pening til að skemmta sér.

Plúsinn í pulsunni verður hljómsveitar orrustan, Dr. Spock gegn Sprengjuhöllinni.

Keppendur fá 3 mínútur til að flytja 3 lög, eitt frá þeim sjálfum og 2 jólalög.

Sigurvegarinn tekur eigið lag með hjálp tap sveitarinnar.

Fáðu þér piparköku og jólaglögg og láttu Meyjuna hjálpa þér við að losa um þreytuna, pirringinn og stressið úr líkamanum.


Stórskemmtileg hljómsveitarorusta í Meyjunni á fös

LOTH_by_Emma_Svensson_Web 

Nú fer Meyju þáttunum heldurbetur að fækka, síðasta föstudagskvöld fór 3 síðasti þátturinn í loftið.

Atli Fannar Monitor ritstjóri var aðalgestur þáttarins og kom þar fram að hann er búinn að skipta út síða hárinu og pönkinu fyrir frakka svo er hann líka hættur að æla á sviðinu....

Einnig sagði hann okkur frá pælingum hans um að sækjast eftir formans embættinu í Framsóknarflokknum.

Hápunktur kvöldsins var svo hjlómsveitar battlið sem er orðin hljómsveitar orusta í dag.

Ligths  on the Highway kepptu við Jeff Who?

Reglurnar einfaldar: keppendur fá 3 mínótur til að flytja 3 lög og flytja skal til skiptis eitt lag á hljómsveit.

Jeff hóf keppni með Vottorði í leikfimi eftir Bjartmar Guðlaugsson Ligths komu í kjölfarið með Muskulus Ham drengja.

Næst hoppuðu Jeff í Congratz með þeim sjálfum og Ligths í kjölfar með sitt lag Paperboat.

Lokalag Jeff var Do the know it´s christmas - Band aid en Lights lokuðu með Trúbrot laginu Ég sé það og grunar mig að það hafa gert útslagið enda sigruðu Ligths on the Highway drengirnir 5-3 og þökkumvið hlustendum kærlega fyrir aðstoðina, að vísu svolítið lengi að taka við sér....

Næsta hljómsveitar orusta verður í höndum Dr. Spock og Sprengihallarinnar og verður spennandi að sjá þetta ólíkar sveitir klást á tónvellinum.

Ég sé fram á söknuð.... ægilega gaman að láta gamminn gjósa.

Þið getið hlustað á þáttinn hér:

Lagalistinn....
Slamat Djalan mas Hljómar
Elli Jól Elís
Sendu nú vagninn þinn Björgvinn Halldórsson
Rooster Booster Brain Police
Þorparinn Mannakorn
Ef ég nenni Helgi Björnsson
Róbó jól Andri Freyr Viðarsson
Paperboat Lights on the Highway
Sveitasæla Gleðisveitin Döðlur
Jólanótt Dusta og Tinna Marina
Rúdolf Þeyr
 
   
   
   

Sigurrós verða nú seint taldir góðir hljóðfæraleikarar


Dagur Íslenskrar tónlistar á föstudaginn á Rás 2

serious_128514 

Þá náttúrulega verður Meyjan al Íslensk, nema hvað.

Aðalgestur þáttarins verður Atli (gleðikona) ritstjóri Monitor.

Ég verð sérstaklega að benda hlustendum og lesanda á að í fyrsta skipti í Íslensku útvarpi verður hljómsveita battl!!!

Menn hafa heyrt rappara batla í gegnum tíðina sem snýst mikið um mæður hvors annars og hversu feitir þeir eru eða cool.

Í banda batlinu fá hljómsveitir 3x eina mínútu til að knésetja hitt bandið, hvort það sé bara í flottari lögum eða skotum á hitt bandið eða hvað það er.

Einu reglurnar eru þær að lögin skulu vera Íslensk og eitt lagana skal vera með hljómsveitinni sjálfri, menn meiga þess vegna semja lögin á staðnum.

Hlustendur dæma svo hver sigrar og fær sigur bandið að taka sitt lag að fullu og verður hin sveitin að aðstoða við flutninginn.

Það er komið eitt lið fyrir föstudagskeppnina - Jeff Who? og munu þeir væntanlega etja kappi við Ligths on the Highway.

Þetta verður hel magnað!.... eða tómt rugl...

82565426.YuefWH5V


Hver kannast ekki við þetta.................. ekki ég heldur


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband