18.5.2008 | 02:08
Hvað varð um melodiuna? part 1.
Hugleiðingar gamals mans....
Tónlist í dag byggir mest á g-streng og eða berum brjóstum, hér er ein af þessum sveitum sem ættu að heyrast alveg jafn mikið og bítlar eða rolling stóns.
Ég er búinn að gera dóttur mína(15 ára) húkt á Depeche Mode svo ég veit að yngra fólkið hefur gaman af alvöru musik, hún er ekkert í boði.
Skamm á Gyllinæð fm (Bylgjan) og Rás 2!!
Þetta er tribjút á Midge Ure söngvara U-Vox og liðsmann Visage + 1 solo
Þið sem eruð illa að ykkur þá samdi hann lagið Do They Know It´s Christmas sem Band Aid flokkurinn gerði vinsælt á sínum tíma.
Vissir þú að Ure spilaði með Thin Lizzy og að Malcom Mclaren bað hann um að koma í Sex Pistols?
Takk fyrir að fara ekki þangað Ure, Bæði hefði maður misst af blómaskeiði nýrómantíkur og Sex Pistols hefði verið með tónlistar innanborðs sem hefði aldrei virkað, góðar stundir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.5.2008 | 17:51
Nýtt Ding í spilarann
Ég henti 2 nýjum Ding Dong bitum í spalarann, annað brotið er dæmi um þroskað skopskin okkar (brandarahorn prump).
Hinn bitinn er stuttur dagskrá trailer sem segir hvað var í þættinum fyrr um morguninn, þar sem Pétur útskýrir hvernig hann talaði við hundinn sinn Bórís og ein skemmtilegasta hugmynd sem ég hef átt í útvarpi: Þar tókum við upp einræðu daginn áður, hringum svo í beinni útsendingu og viðmælandinn talaði við upptökuna frá deginum áður og var aðal kúnstin að reyna halda fólki á spjalli eins lengi og mögulegt var oft á tíðum mjög lengi, á meðan flissuðum við eins og hálfvitar í hljóðverinu.
Því miður þá bjargaðist ekkert af þessari snilld þegar geymslu tölvan dó nema þessi stutti bútur.
Það erum við komnir aðeins lengra með þetta og erum farnir að "pithca" niður röddina en samt var fólk að falla fyrir þessu.
Vel þess virði að tékka á þessu, því miður allt of stutt.
Búturinn heitir: Boris og strákurinn sem er ástfangin af þér
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2008 | 11:14
Bill O´Reilley í stuði og er tilbúinn að dansa með ykkur núna!
Þetta myndskeið er í boða Omma, stolið þaðan...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 12:35
Party búið?
Fjölmiðlastjarnan Stulli stuð er eitthvað að missa það, heyrði síðast í honum á Ú Sögu spá í Júróvision með góðvini mínum Marky Mark.
Svo heyri ég fréttirnar á Stöð 2 40 MANNS Á AUSTURVELLI!!!! væntanlega flestir bara að fá sér bjór og hafa það næs.
Stulli, þjóðin er ekki öll með ykkur.... Svona ef þú varst ekki búinn að átta þig á því...
Fáðu frekar þátt á Ú Sögu og vertu svona rífa kjaft gaurinn þar, þeir eru að vísu nokkrir fyrir...
Hver hefur ekki gaman af góðu kjaftrífi?
![]() |
Mótmælt á Alþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
15.5.2008 | 11:47
Segið svo að Júróbandi sé ekki að sigra Evrópu!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 11:44
Ég man ekki eftir Sigmundi Erni svona hressum
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2008 | 08:50
Afsakaðu á meðan ég æli!
Það er verið að sleikja austur evrópska rassa takk fyrir.
Eins og hann hafi ekki gert það áður......
ljótt Doddi, ekki meira svona vinur!
![]() |
Hljómaði eins og önd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 13:02
Þetta eru rokkstjörnur dagsins í dag!
Þetta er X-ið og Fm að blasta sem rokkstjörnur!
Við viljum ROKK STJÖRNUR!!! Ekki nikkelbakk.
Svo voru einhverjir að tala um að Robbir Will væri svo mikill töffari???
Hann er viðkvæm kona!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008 | 22:30
Hvað er málið með þjónustuna????
Nú er rúmur klukkutíma síðan 5 leikir kláruðust í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu og ég get hvergi séð hvernig þessir leikir fóru!!!
visir.is mbl.is ksi.is umfn.is hafa ekkert u málið að segja, orstegn Gunnason á Stöð 2 ropaði útúr sér 2 úrslitum þar af auðvitað Í.B.V. úrslit.
Hversvegna í andskotanum hann gat ekki sagt úrslit hinna þriggja leikjanna er mér hulin ráðgáta.
Netsíður landsins ættu að skammast sín !!!!
Nema fotbolti.net..... gleymdi að tékka á þeim áðan... þeir klikka ekki!
Skrítið hvað þessi færsla er lengi að koma sér á netið.
Allir búnir að birta úrslit og ég hef engan rétt á því að rífa kjaft lengur!!!
Djöfulsins fífl eru þetta!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)