Færsluflokkur: Menning og listir

Litla Hafmeyjan stræks bekk á mánudaginn

hafmeyjan_augl 

Litla Hafmeyjan mætir aftur í stöðugt loft mánudaginn 1. Júní annan í hvítasunnu. Áfram verður það form á þættinum að Andri röflar frá Danmörku og Doddi frá Efstaleiti.
Í júní skreppur Andri í kvikmyndaskóla í Tékklandi og skokkar litli maðurinn í skarðið, Búi Bendtssen.
Þátturinn verður með svipuðu sniði og í fyrra nema að við teljum okkur trú um að við spilum meiri musik, efa það...
Einn gestur situr venjulega í c.a. klukkutíma og restin fer í ýmsar keppnir og vitleysu.
Hellst má geta hljómsveita battlsins sem verður massíft í sumar, skráðir keppendur eru nú þegar:jan Mayen, Ingo og Veðurguðirnir, Sóldögg, Stuðmenn, Dikta, Brain police, mammut
Á.M.S., Buff, Reykjavík, Land og Synir  Sniglabandið, Viking Giant Show, Atomstöðin, Morðingjarnir, síðasta bandið er ekki klárt.

Þó fyrsti þáttur verði á mánudegi þá verðum við á gamla föstudagstímanum 19:30 - 22:00.

Gesturinn fyrsta júní verður Guðlaugur Þór Þórðar pólitík alheims stílistinn Plútó mun segja okkur hvað sé inn og hvað ekki í sumar, sumarlaga einvígi milli Danmerkur og Íslands fer fram  og dregið í 16 liða úrslit í battlinu.

Verið með í góðu stuði á Rás 2 í sumar

crop_500x

Kyssulegur maður... mmmmm


Öskrandi sögu fölsun á visir.is, lögfræðingar í málinu!

Kajagoogoo í tónleikaferð

mynd
Limahl úr Kajagoogoo

Kajagoogoo ætlar í sína fyrstu tónleikaferð um Bretland með upprunalegum mannskap í rúm 25 ár.

Hljómsveitin gerði garðinn frægan á níunda áratugnum með lögum á borð við Too Shy, Ooh To Be Ah og Big Apple. Hún hætti nokkrum mánuðum eftir að Too Shy fór á toppinn í Bretlandi.

Söngvarinn Limahl, sem er orðinn fimmtugur, segir að það hafi tekið hljómsveitina 25 ár að vaxa úr grasi. Limahl, sem heitir réttu nafni Christopher Hamill, hætti í sveitinni árið 1983 og í stað hans tók bassaleikarinn Nick Beggs við hljóðnemanum.

Sem yfirlýstur Kajagoogoo aðdáandi þá finnst mér þetta hræðilegt að sjá!

Fyrir það fyrsta: til hvers er Nick Beggs að taka við hljóðnemanum ef hljómsveitin er hætt? í öðru lagi þá gáfu þeir út eðal skífu ári seinna Islands og man ég að ég fékk hana í afmælisgjöf og var hún spiluð í hengla, þar er einmitt að finna Big Apple plús annara eðal smella: Turn your back on me, Lions Mouth, Part og me is you..... ohhh good times.

Ég hef að vísu ekki hlustað á Islands í 20 ár en fannst hún tussu góð í þá gömlu góðu.

Síðasta plata sveitarinnar kom út ári seinna ef ég man rétt og þá voru þeir komnir í danspoppið og afskaplega ekkert gott og sveitin búin að taka Googooið úr nafninu og hét bara Kaja!

Nú er bara að stofna Feisbögg síðu og fá þá í Egilshöllina!... eða Amsterdam..

Er einhver á landinu sem viðurkennir að hafa verið fan back in the day annar en ég?

Ef hann er til þá var ég að sjá að það koma ný plata út í fyrra, Gone to the Moon ... djöfull ætla ég að fara að tékka á henni!

Varðlega

Ég hef ekki hitt hann/hana


Heimildarþættir um James Brown!

Skilduhlustun fyrir alla sem hafa gaman af tónlist.

Fólk verður samt að drífa sig, fyrsti þátturinn fer af netinu í dag og annar á morgun.... svo koll af kolli.

http://www.bbc.co.uk/6music/shows/pia/

Mark Lamarr presents an in-depth examination of the life and times of the Godfather of Soul, James Brown. Including extracts from interviews Mark recorded when he visted Mr Brown at home in Augusta, Georgia in 2006. The programme was first broadcast in 2006 a few months before Mr Brown passed away.

lrg-14-james_brown


80´s nördar!

80´s pop quizið verður á morgun, skora á alla að mæta!

Þetta hefst um 21.01 verðlaun glæsileg Segir mér Franz vert á Dillon).

Margir hafa spurt mig: hvað mega margir vera í hverju liði og svarið er einfalt, þetta er nörda keppni og þá spila menn solo... ss. einn í liði.

Koma svo nerdz´og líka þeir sem vilja ekki viðurkenna það, Dillon sportbar, Trönuhraun 10 Hafnarfirði.


Stórkostleg skemmtun framundan í sumar!

Það er ekkert betra en Zuuubbber í útvarpinu nema jú ... hvað ?? jú ZUUUBBBERR Á SVIÐI!!!!

JESSSSS

 
Vinsælasti morgunþáttur Landsins með þeim Svala, Gassa og Siggu. Alla virka daga á slaginu klukkan 7 á FM957

Í sumar mun útvarpsþátturinn Zúúber, Zúúber Grúbban og FM957 flakka um landið í tilefni þess að FM957 er 20 ára. Komið verður við á 6 stöðum víðsvegar um landið. Fimmtudagar verða kaffihúsakvöld þar sem Svali Gassi og Sigga verða með skemmtunina Zúúber á Sviði eftir þeim verður svo unplugget Eldhúspartý framá rauða nótt.

Morgunþátturinn Zúúber verður svo sendur út á föstudagsmorguninn frá viðkomandi stað. Á föstudagskvöldinu verður slegið upp 20 ára FM957 dansleik með Zúúber grúbbunni.

Dagskrá sumarsins 2009 - 20 ára Afmælistúr FM957 er svona.

13 Júní - 20 ára afmælishátíð FM957 - Reykjavík

18 Júní - Zúúber á Sviði - Vestmannaeyjum
19 Júní - Zúúber Grúbban - Höllin Vestmannaeyjum

02 Júlí - Zúúber á Sviði - Ísafirði
03 Júlí - Zúúber Grúbban - Ísafirði

16 Júlí - Zúúber á Sviði - Kaffi Akureyri
17 Júlí - Zúúber Grúbban - Vélsmiðjan Akureyri

06 Ágúst - Zúúber á Sviði - Selfoss
07 Ágúst - Zúúber Grúbban - Selfoss

20 Ágúst - Zúúber á Sviði - Austurland
21 Ágúst - Zúúber Grúbban - Austurland

03 Sept - Zúúber á Sviði - Reykjavík
04 Sept - Zúúber Grúbban - Reykjavík

Söngvarar Zúúber Grúbbunar eru Gunnar Óla-Skítamórall / Ingó-Veðgurguðirnir / Einar Ágúst
Aðrir meðlimir, Gassi,Sigurður Sam, Jóhann Bachman , Andri, Júlíus, Gunnar Þór, Sigga Lund, Svali og fl.


Einkennileg þunglyndiskeppni Rásar 2

Ég hef alltaf gaman af sönglaga keppnum þó svo að lögin sæeu oft alls ekkert skemmtileg, einhver fettis hjá mér ....

Ég meira að segja var að pæla í að taka þátt í þessari bjartsýniskeppni Rásarinnar en brann inni eins og svo oft.

Ég ég skellti mér á síðuna sem heldur utan um þessi lög og ætlaði heldur betur að hressa mig við og fá jákvæða strauma frá Íslenskum tónlistarmönnum berja jákvæðni í Íslenskt brjóst mitt...... did not happen.

Mig langaði bara að fara að gráta þegar ég hlustaði á þetta, allt einhverjir angurværir söngvar (nema Langi Seli og dr. Gunni) og heildar myndin bara mjög mæðuleg, ég gaf mér ekki tíma í að hlusta á textana þar sem lögin voru svo niðurdrepandi.

Ég vildi ekki fara með tárin í augunum í rúmmið.

Það var talað um að það hefðu verið send inn 100 lög og 12 bestu komast í úrslit! 10 af þeim 12 eru niðurdrepandi og ekkert rosalega "góð".....

Hvað er þá málið með þessi 88?

Ég tek líka eftir því að í öllum keppnum Rásarinnar þá eru alltaf einhver sveitalög sem eru í úrslitum, kannski er bara þess háttar musik send inn en af hverju heyrir maður aldrei hressandi disko? (rámar að vísu að það hafi verið eitthvað rapp grín um jólin, er ekki viss)

Fyrir þá sem vilja hlusta á snilldina:http://www.ruv.is/heim/vefir/ras2/poppland/songlagakeppni/


XXX - MULLET 10 ára á þessu ári!!!!

mullet 

Ég var að átta mig á því að við krakkarnir í stórhljómsveitinni Mullet eigum 10 ára afmæli á þessu ári.

Meistaraverkið XXX kom út árið ´99 (síðasta öld) og seldist í 20-30 eintökum á no time, ég reyndi að pranga þessu inn á alla sem ég þekkti, Irc vinum og fjölsk.

Ef ég man rétt þá náði ég að selja einum vini mínu 1 stk. og einhverjum irc kunningjum 3-4 stk.

Það er stuðningurinn sem ég fékk frá vinum og fjölsk. (alls ekki það að platan hafi verið léleg).

Ég man að afi minn heitinn sagði nokkru eftir að platan kom út:.... maður ætti kannski að kanna þetta drasl (hann sagði ekki drasl, en eitthvað í þá áttina) og hvers vegna var hann að pæla í að kanna þetta drasl?

Jú meistari Arnar Eggert Thorodssen skrifaði dóm um plötuna!

Fyrirsögnin var svona: KRAFTAVERKI LÍKAST, endurtek: KRAFTAVERKI LÍKAST!

Það magnaða við þessa fyrirsögn var að hann var ekkert að hæðast, fyrirsögnin var náttúrulega vísun í Kraftverk sem var ekki úr lausu lofti gripið enda var tónlistin 80´s tölvupopp.

Hann talaði um týnda lagið sem Human Legue sömdu aldrei eða hvort það hafi verið besti lagið sem þau sömdu aldrei... allavega fór fögrum orðum um gripinn, mun fegurri orðum en ég nokkurn tíma eyddi í plötuna.

Þarna var að mestu 80´s tölvupopp eins og fram kom en datt yfir í e-ð skemmtara samba og algjöran viðbjóð (enda fékk ég litlu um þetta ráðið) og Fór Arnar fögrum orðum um það sem var fínt en drullaði ekki einu sinni yfir viðbjóðinn, var kannski aðeins meira til baka back in the day.

Hvað um það, 8 árum eftir útkomu XXX sló hún í gegn í Risastórageisladiskamarkaðnum og seldist upp á nokkrum dögum..... 50-60 stk. Enda var hann víst seldur á eina krónu og ykkur að segja hverrar krónu virði!!!!

Nú er bara spurning um reunion, annað hvort ég sjálfur eða ég tali við Ása sem var með mér í þessu. (höfum lítið talað saman síðan Mullet var og hét, hann rak mig úr bandinu þar sem platan seldist ekki neitt..... það var minni markaðs stjórnun að kenna).

Svo kæru landsmenn þó að það sé kreppa þá má hlakka til næstu mánaða því Mullet is BACK!!!!

mullet 2


Næst síðasta Hafmeyjan á föstudagskvöldið....súr

istockphoto_1795210_cry_baby 

Næst síðasta Meyjan verður jólameyja.

Óhefðbundin jólatónlist leikin, þar á meðal tónlist þeirra Meyjardrengja sjálfra.

Soffía sæta verður á línunni með jólaleikjahornið,  fínt að rifja upp nokkra leiki nú þegar engin á pening til að skemmta sér.

Plúsinn í pulsunni verður hljómsveitar orrustan, Dr. Spock gegn Sprengjuhöllinni.

Keppendur fá 3 mínútur til að flytja 3 lög, eitt frá þeim sjálfum og 2 jólalög.

Sigurvegarinn tekur eigið lag með hjálp tap sveitarinnar.

Fáðu þér piparköku og jólaglögg og láttu Meyjuna hjálpa þér við að losa um þreytuna, pirringinn og stressið úr líkamanum.


Stórskemmtileg hljómsveitarorusta í Meyjunni á fös

LOTH_by_Emma_Svensson_Web 

Nú fer Meyju þáttunum heldurbetur að fækka, síðasta föstudagskvöld fór 3 síðasti þátturinn í loftið.

Atli Fannar Monitor ritstjóri var aðalgestur þáttarins og kom þar fram að hann er búinn að skipta út síða hárinu og pönkinu fyrir frakka svo er hann líka hættur að æla á sviðinu....

Einnig sagði hann okkur frá pælingum hans um að sækjast eftir formans embættinu í Framsóknarflokknum.

Hápunktur kvöldsins var svo hjlómsveitar battlið sem er orðin hljómsveitar orusta í dag.

Ligths  on the Highway kepptu við Jeff Who?

Reglurnar einfaldar: keppendur fá 3 mínótur til að flytja 3 lög og flytja skal til skiptis eitt lag á hljómsveit.

Jeff hóf keppni með Vottorði í leikfimi eftir Bjartmar Guðlaugsson Ligths komu í kjölfarið með Muskulus Ham drengja.

Næst hoppuðu Jeff í Congratz með þeim sjálfum og Ligths í kjölfar með sitt lag Paperboat.

Lokalag Jeff var Do the know it´s christmas - Band aid en Lights lokuðu með Trúbrot laginu Ég sé það og grunar mig að það hafa gert útslagið enda sigruðu Ligths on the Highway drengirnir 5-3 og þökkumvið hlustendum kærlega fyrir aðstoðina, að vísu svolítið lengi að taka við sér....

Næsta hljómsveitar orusta verður í höndum Dr. Spock og Sprengihallarinnar og verður spennandi að sjá þetta ólíkar sveitir klást á tónvellinum.

Ég sé fram á söknuð.... ægilega gaman að láta gamminn gjósa.

Þið getið hlustað á þáttinn hér:

Lagalistinn....
Slamat Djalan mas Hljómar
Elli Jól Elís
Sendu nú vagninn þinn Björgvinn Halldórsson
Rooster Booster Brain Police
Þorparinn Mannakorn
Ef ég nenni Helgi Björnsson
Róbó jól Andri Freyr Viðarsson
Paperboat Lights on the Highway
Sveitasæla Gleðisveitin Döðlur
Jólanótt Dusta og Tinna Marina
Rúdolf Þeyr
 
   
   
   

Dagur Íslenskrar tónlistar á föstudaginn á Rás 2

serious_128514 

Þá náttúrulega verður Meyjan al Íslensk, nema hvað.

Aðalgestur þáttarins verður Atli (gleðikona) ritstjóri Monitor.

Ég verð sérstaklega að benda hlustendum og lesanda á að í fyrsta skipti í Íslensku útvarpi verður hljómsveita battl!!!

Menn hafa heyrt rappara batla í gegnum tíðina sem snýst mikið um mæður hvors annars og hversu feitir þeir eru eða cool.

Í banda batlinu fá hljómsveitir 3x eina mínútu til að knésetja hitt bandið, hvort það sé bara í flottari lögum eða skotum á hitt bandið eða hvað það er.

Einu reglurnar eru þær að lögin skulu vera Íslensk og eitt lagana skal vera með hljómsveitinni sjálfri, menn meiga þess vegna semja lögin á staðnum.

Hlustendur dæma svo hver sigrar og fær sigur bandið að taka sitt lag að fullu og verður hin sveitin að aðstoða við flutninginn.

Það er komið eitt lið fyrir föstudagskeppnina - Jeff Who? og munu þeir væntanlega etja kappi við Ligths on the Highway.

Þetta verður hel magnað!.... eða tómt rugl...

82565426.YuefWH5V


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband