Færsluflokkur: Menning og listir
3.12.2008 | 22:29
Skímó, Nylon, Luxor, Garðar Corterz eru bara nokkur nöfn sem gestur föstudagsins hefur haft á sínum snærum!
Það verður umboðsmaður Íslands sem verður gestur Litlu Hafmeyjunnar á föstudagskvöldið.
Maðurinn hefur væntanlega frá mörgu að segja þar sem hann hefur verið að umbast hér á Íslandi og erlendis í fjöldamörg ár.
Einar spilar fyrir okkur lagið sem kemur honum í fíling á föstudagskvöldi og einnig hans Sakbitnu sælu (sem gæti orðið spennandi, þetta er maðurinn sem samdi Farin! og er mesti aðdáendi Garðars Corterz).
Einnig munu Meyjarnir, Andri og Doddi keppa í Sælunni (guilty pleasure) og eru það hlustendur sem velja þann sem má skammast sín meira fyrir sín lög.
Gæti örðið spennandi.
Nú eru bara 4 Meyjur eftur svo það fer hver að verða síðastur að láta gamminn gjósa.
Það má geta þess að Bo Hall hefur boðað komu sína í loka þáttinn og þá er það ákveðið!
29.11.2008 | 23:45
Skemmtilegt kvöld með Steina, Inga og Sir Mick
Meyjan var í banastuði á föstudags kvöldið.
Aðal gestur kvöldsins var Steinn Ármann og fór hann sérdeilis á kostum eins og búist var við, kenndi okkur meðal annars að leika Mikka ref og héraðsstubb bakara.
Ingi kom í hljóðver við annan mann og tók litlu ávaxtakökuna beint.
Síðast en ekki síst þá náðum við sambandi við Sir Mick Jagger rétt áður en hann steig á svið á Players í Kópavogi.
(Ég kíkti á Stóns á Players og var yfir mig hrifin, svona á að gera cover ekki alltaf sömu mennirnir að syngja Bítla, Eagles eða hvað þetta heitir!
Þarna hafði maður jafnvel meira gaman af því að horfa en hlusta, Bjössi er frábær Mick, hvet alla til að mæta á næsta gigg Stóns sem ég held að sé um jólin.)
Hér getur þú hlustað á þáttinn og jafnvel haft gaman af
Lag | Flytjandi | |
Flugufrelsarinn | Fálkar_frá_Keflavík | |
baby_ate_my_eightball | super_furry_animals | |
gettin_up | q-tip | |
Lil' Devil | Föstudags lag Steina | Cult |
Billy Don't Be A Hero | Sakbitin sæla Steina | Paper Lace |
Feitar konur | Kátir Piltar - | |
Paris Aeroplane RMX FT. Au Revoir Simone | Frendly Fires | |
Little Fruitcake | Ingi | |
Rocks_Off | Rolling_Stones | |
Chinese Democracy | Guns N' Roses | |
Invaders_Must_Die | The_Prodigy | |
26.11.2008 | 12:48
Eins og fram hefur komið
Þá er Litla Hafmeyjan að lenda í kreppunni og syndir til botns 26. des.
Þátturinn á föstudaginn verður að mestu í höndum Andra en eftir því sem ég hef hlerað af honum þá verður þetta í boði:
Gestur þáttarins Steinn Ármann Magnússon leikari.
Ingi, var að gefa út plötu fyrir viku tekur lagið.
Tékkað verður á Bjössa Stóns (Mínus, Motion Boys) en nýja Rolling Stones cover bandið kemur fram í fyrsta sinn á Players á föstudagskvöldið.
Nýja plata Guns n Roses verður skoðuð... en ekki hvað, þátturinn hans Andra.
Hann ætlaði að hlaða í einhverja magnaða keppni milli okkar... hef ekki hugmynd um hvað það verður en alltaf gaman að keppa.
Ekkert ákveðið þema verður í gangi svo tónlistin kemur úr ýmsum áttum og náttúrulega Guns....
Hver að verða síðastur að koma sér í Meyju fíling!
Litla Hafmeyjan föstudaxxkvöld frá 19:30 til 22:00 á Rás 2
Menning og listir | Breytt 28.11.2008 kl. 08:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2008 | 08:16
Fjórða árið í röð hjá okkur báðum, life is sweat!
Fær að fjúka fjórðu jólin í röð
Hó, hó, hó. Svo eru menn að segja Bó einhvern jólaboða. En þegar ég er rekinn - þá fara allir í einhvern voða jólafíling," segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður.
Þáttur Andra og Þórðar Helga Þórðarsonar, eða Dodda litla, Litla hafmeyjan, sem hefur verið á dagskrá Rásar 2 á föstudagskvöldum síðan í vor, hefur verið skorinn niður í aðgerðum sem nú standa fyrir dyrum hjá Ríkisútvarpinu. Að sögn Páls Magnússonar útvarpsstjóra mun endurskoðun á rekstraráætlun liggja fyrir í lok vikunnar. Þær munu miðast við verra rekstrarumhverfi en engar tölur eru komnar á hreint.
Þetta er síður en svo nýtt fyrir Andra að standa í þessum sporum í desembermánuði. Eru þetta fjórðu áramótin sem hann fær uppsagnarbréf í vasann. Já, þetta er nefnilega árlegt. Alltaf þegar líður að jólum og áramótum er ég að missa vinnu. Nýtt ár ber alltaf eitthvað nýtt í skauti sér fyrir mig. Í orðsins fyllstu merkingu," segir Andri Freyr sem fyrir ári fékk að fjúka af útvarpsstöðinni Reykjavík FM. Þar áður fékk hann sömu jólagjöfina, þá á X-FM, og þar áður á X 97,7.
Þetta er kannski ekki alveg búið. Fröken Sigrún [Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 2] segir að með betri tíð verði kannski hringt í Meyjuna. Maður vonar bara að þessir andskotar þarna á þingi fari að redda málunum svo maður komist aftur í útvarpið. Hún sagði mér að þetta væri einn af sínum uppáhaldsþáttum. Og ég hef enn nóg að segja þjóðinni, svo fólk viti það."
Síðasti þáttur sem bókaður er verður annan í jólum og þeir félagar ætla að halda góðum dampi þar til. Næsti gestur er sjálfur Steinn Ármann. Sá sem leikur íslensk illmenni og skíthæla betur en nokkur annar. Og Kela kött. Það er ekkert þar á milli. Kisinn Keli og svo illmenni."
Andri Freyr er búsettur úti í Danmörku og talar þaðan í radíóið. Ég er að vinna hérna. Níu til fimm. Hjá fyrirtækinu Brother, brother and Son. Við erum að setja saman ljós fyrir leikhús, tónleika og svoleiðis vitleysu. Ég var hérna einn til að byrja með en nú eru þeir orðnir sjö Íslendingarnir hérna í kringum mig. Eins gott ég fái fálkaorðu fyrir að redda landanum vinnu og peningum í útlandinu. Verst að þetta eru svo miklir vesalingar sko, maður hefur verið að tala svo fallega um íslenskt vinnuafl og svo mætir þetta bara þegar því sýnist í vinnu, sofandi yfir sig heilu vikurnar."
22.11.2008 | 01:02
Einkennileg Meyja á fös...... en skemmtileg var hún
Litla Hafmeyjan var á einkennilegu nótunum í gær: Gestur kvöldisns, Valgeir Guðjóns lét mig vita með klukkutíma fyrirvara að hann væri veikur og kæmist ekki úr húsi... gott og blessað gerist á bestu bæjum.
Ég hringdi þá í Loga Geirsson og hann var klár í að vera aðal viðmælandinn í beinni frá Þýskalandi... nei nei... hann ákvað að vera ekkert að svara í síman þegar að því kom.
Ingi sem var að gefa út plötu sama dag ætlaði að kíkja við og taka lag eða 2 í beinni var settur á næsta föstudag en það láðist að láta mig vita af því(ekki Inga að kenna, Andri vildi fá hann í næsta þátt)
Svo náttúrulega var engin Andri heldur fóstbróðir hans Helgi Seljan sem var mér til halds og trausts og stóð hann sig eins og hetja.
Gestur þáttarins var að endingu Þórhallur Gunnarsson dagskrástjóri, Helgi fann hann á göngunum.... ástar þakkir Þórhallur.
Hvað gera menn þegar öll plön fara í vask?.... ? .....?
Auðvitað fara menn bara í ruglið, öll forvinna þáttarins fór fyrir lítið fé eins og lenskan er þessa dagana hér á landi.
Símaöt og landið og miðin, það er ekki á hverjum degi sem menn fara í að gera símaöt í beinni útsendingu enda er það oftast dæmt til að klikka (ætti að þekkja það, gerði þau þónokkur í Ding Dong í gamla daga).
Það var hringt í : Audda Blö, Sverri Stormsker, Egil Helga, Pétur Jóhann, Mugison og fl. kannski ekki merkilegustu öt sögunar en að reyna að plata fræga einstaklinga í beinni er hægara sagt en gert og ættum við að fá verðlaun fyrir að reyna það!!!!
Stórskemmtilegt þema kvöldsins var endurvinnsla (cover), öll lögin sem spiluð voru í þættinum voru í tvíspilun: orginal og coverið.
Margt mjög áhugavert annað ekkert áhugavert kannski.
Hér getur þú hlustað á þáttinn og þú verður ekki svikin(n) ég lofa því enda eðal þáttur.
Babe I'm Gonna Leave You" | (Robert Plant, Page, Bredon | Led Zepplin/Joan Baez | 5:35 |
Think/Slappaðu af | Aretha Franklin, Teddy White | Aretha Franklin/Flowers | 2:30 |
Shout | Rudolph Isley Ronald Isley O'Kelly Isley, Jr. | Isley Brothers/Lulu | 2:54 |
Twist and Shout | Phil Medley / Bert Russell | Isley Brothers/Beatles | 2:54 |
Mama kin | Steven Tyler | Aerosmith./Guns n Roses | 4:28 |
In the Army Now | Rob Bolland Ferdi Bolland | Status Quo/ Bolland | 4:15 |
Step off | John Kongos | John Kongos/Happy Mondays | 5:03 |
Whole Lotta Love" | John Bonham, Willie Dixon, John Paul Jones, Jimmy Page, Robert Plant) | Led Zepplin/Ike og Tina Turnin | 3:50 |
California Girls | Brian Wilson/Mike Love | The Beach Boys/David Lee Roth | 2:41 |
War | Norman Whitfield Barrett Strong | Edwin Starr/Frankie Goes To Hollywood | 5:36 |
Kick out the Jams | MC5 | MC5/Rage Against The Machine | 3:09 |
Tainted Love | Ed Cobb | Gloria Jones/Soft Shell | 2:34 |
Just Be Good To Me | The S.O.S. Band, | The S.O.S. Band,/Beats International | 4:10 |
Born To Be Wild | Mars Bonfire | Steppenwolf/Slayer | 3:20 |
Where the Streets Have No Name | U2/Bono | U2/Pet shopBoys | 3:42 |
11.11.2008 | 22:55
Bíla þema og flottir viðmælendur í Meyjunni á fös
Það verður sérstakt bíla þema á föstudagskvöldið í Litlu Hafmeyjunni, Rás 2 kl 19:30.
Eingöngu leikin tónlist sem tengist bílum og rúntinum góða.
Bo Hall, Þorgeir Ástvalds, Ragnhildur Steinun, Logi Geirsson (Ferrari eigandi) og Bjössi í Mínus segja okkur frá fyrsta bílnum sínum ásamt öðru sem þau vilja ræða.
Doddi og Andri keppa í rúntmusik, 1 Íslenskt og 1 erlent.
Tilvalir er því að skella sér á rúntinn á föstudagskvöldið og hlusta á Litlu Hafmeyjuna frá kl 19:30, góða skemmtun.
5.11.2008 | 18:03
Jakob Frímann Magnússon verður gestur á fös, Rás 2 kl. 19 :30
Það verður saumað að meistara Jakob á föstudagskvöldið enda hefur maðurinn væntanlega frá mörgu að segja á löngum ferli.
Stuðmenn, Frummenn, Strax, Bone Sinfony, Jack Magnet, Ragga and the Jack Magic Orgestra bara til að nefna eitthvað svo er hann náttúrulega miðborgarstjóri eða hvað?
Jakob segir okkur hvaða lag kemur honum í fíling á föstudagskvöldi og hver hans Sakbitna sæla er.
Plúsinn í pylsuendanum gæti mögulega verið "Krúsin" með Soffiu sætu og er það dagskráliður sem engin getur látið framhjá sér fara!!!!
Sól í dag mín Röndótta mær.....
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.11.2008 | 14:29
Íslenskur þjóðrembingur í Meyjunni á föstudagskvöldið
Við vorum á Íslenskum nótum á föstudagskvöldið, Eyjólfur Kristjáns var gestur.
Tók hann einnig þátt í erviðri spurningarkeppni Dodda og allti kappi við Andri Frey og lox náði Andri að hrósa sigri 3-2.
Eyfi kenndi okkur að syngja bakraddir sem mér fannst ganga þrusu vel þangað til ég skoða upptökuna, ekki gott.... þið getið hlusta hér:
Polydistortion - Gus Gus
Þrek og tár - Haukur Morhteins/ Erla Þorsteins
Foxtrot - Bubbi Morthens
Frískur og fjörugur - Hemmi Gunn
Sakbitin sæla gestins- Eyjólfs Kristjánssonar
Nothing Else Matters - Metallica
Stuð lag gestsins
I love the nightlife - Alica Bridges
Ég lifi í draumi - Eyjólfur Kristjáns Live
Dasnska Lagið - Eyjólfur Kristjáns Live
Flottur Jakki - Raggi Bjarna
Stolt siglir fleyið mitt - Áhöfnin á Halastjörnunni
Illska - Ævintýri
You Litle Fruitcake - Ingi
Kúkaðu á mig - Gleðisveitin Döðlur
purple (sasha vs the light rmx) - gus gus
30.10.2008 | 11:04
Er skjárinn ekki málsvari góðæris?
Vissulega finnst mér leiðinlegt ef Skjárinn hverfur en er það ekki eðlilegt?
Frítt sjónvarp rekið á auglýsingatekjum, nú verður þetta bara Rúv og ekkert sjónvarp á fimmtudögum!
Ef Skjárinn sameinast ekki 365 og Síminn og Vodaphone sömuleiðis þá fer þetta allt á höfuðið.
Skjárinn segir öllum upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2008 | 13:30
Íslenskt þema á föstudagskvöldið, núna ertu hjá mér Meyja!!!!
Samstöðu þáttur, veljum Íslenskt, veljum Eyfa!
Eyjólfur Kristjánsson verður gestur þáttarins og mun segja okkur sitt lítið af hverju, hvaða lag kemur honum til á föstudagskvöldi og hver er hans sakbitna sæla.
Eyfi ætlar að rífa með sér gítarinn og jafnvel taka 1-2 lög.
Svo má geta þess að það er komin röðin að Dodda til að hnoða í spurningarkeppni!
Spurningarkeppni og spurt verður um Íslanska tónlist.
Látum gamminn gjósa og höfum gaman af þessu, tökum vel á móti Eyfa.