Færsluflokkur: Lífstíll
13.5.2009 | 14:13
Hvaða hálfviti sagði að rokkið væri dautt?
Þið verðið!!!VERÐIÐ að gefa þessu nokkrar mins, algjör helvítis eðall, hefðu samt mátt sleppa Anvil refrensunum.... það var full ótrúlegt... langaði alveg að kaupa þá sem heimska rokkara
Steel Panther er bandið sem mun koma rokkinu aftur í hæstu hæðir, WOOK N WÓÓÓ!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2009 | 11:49
Þessi maður á að vera rúmlega 50 ára gamall.....
Ég segi seint að Prince sé uppáhalds tónlistarmaðurinn minn en ég virði þetta litla dýr!
Hann á c.a. 15 20 frábær lög, frábær hljóðfæraleikari og kann heldur betur að setja á svið show þegar hann túrar.
Hér er hann live.. .12 ára með nýtt lag og hljómar vel..... takið sérstaklega eftir endinum.... gítarinn er tekin af drengnum sem taldi sig vera heppnasta mann í heimi, ég nánast táraðist með honum!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.2.2009 | 09:04
Mullet að slá í gegn í Bandaríkjunum? Nú verðum við að koma með kombakk! 10 ára afmæli á þessu ári.
Bæjaryfirvöld í bandaríska bænum Mullet standa ráðþrota frammi ítrekuðum þjófnuðum á skiltum með nafni bæjarins. Mullet hárgreiðslan, með stutt að framan en sítt að aftan, var afar vinsæl á níunda áratugnum en tískufyrirbrigðið er þó ekki dautt úr öllum æðum og sjást enn þann dag í dag karlmenn með greiðsluna.
Aðdáendur Mullet greiðslunar virðast að minnsta kosti gera sér ferð til bæjarins til að stela slíkum skiltum en á skiltinu stendur Mullet Place. Við höfum margsinnis þurft að setja upp ný skilti. Mér dettur helst í hug að menn séu enn ástfangnir af áttunda og níunda áratugnum, þegar mullet greiðslan var í tísku. Ég veit það annars ekki, segir Chris Pirlot hjá vegagerð bæjarins.
Bæjaryfirvöld hafa reynt að stemma stigu gegn þjófnuðunum með því að láta skiltin í nokkurra metra hæð frá jörðu. Pirlot segir að kostnaðurinn við að skipta um skilti nemi um tíu þúsund krónum og því ljóst að tjónið sem bæjaryfirvöld verða fyrir er þó nokkuð. Kostnaðurinn fyrir þjófanna er þó meiri náist þeir, en þeir geta þurft að borga rúmar 100 þúsund krónur í sekt.
Þetta hefur ekkert að gera með hár, þetta er ótæmandi ást á hljómsveitinni Mullet!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2009 | 12:25
Nýja Depeche Mode lagið komið!!!!
Ég get ekki gefið laginu marktæka einkunn þar sem soundið er lélegt en þetta hljómar ansi spennandi.
Ekki að það komi mér á óvart.
Upptaka frá því í gær af Echo verðlaununum í Þýskalandi.
Þetta verður gott vor!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.2.2009 | 15:14
Ef þú ert að leita af nýrri og spennandi tónlist þá er hún hér.
Ég ætla í framtíðinni að henda inn spennandi tónlist sem er á leiðinni eða er komin út en útvarpið hér ekki farið að þefa af.
Íslenskt radio verður seint sakað um að "breika" nýtt stöff (enda eru vinnu reglur á einhverjum stöðvum: við spilum það ekki fyrr en flestir eru búnir að fá upp í kok).
Það má get þess að ef þúi ert með nýjasta Real Playerinn þá geturu dánlódað allri tónlist sem er í spilaranum, bara með því að skella bendlinum á lagið.
Það sem er í spilaranum í dag er :
Half full glass of wine (realdrum mix) | Tame Impala |
Fragile Tension | Depeche Mode |
When I Grow Up | Fever Ray |
Veit mest lítið um þessa sveit nema að ég held að hún sé Sænsk og söngkona the Knife syngur það, ég held það. Sá myndbandið á blogginu hans Omma, flott.
Zero | Yeah Yeah Yeahs |
Spunkunýtt frá Karen O og félögum, fínt við fyrstu hlustun en eftir 2-3 hlustanir ertu húkkt!
Ég er búinn að koma þessu á Matta á Rás 2 og Ómar á X-inu svo þetta fer að heyrast ef þetta er ekki bara komið af stað hjá þeim, Ómar lofaði því að henda þessu strax af stað.
Tonight's Today (Extended Mix) | Jack Penate |
Lag sem Tjallinn er voða skotin í, fannst það ágæt þangað til ég heyrði Extended þá fannst mér það aðeins betra.
Þetta er eins og 12" vöru í gamla daga bara lengra og smá stælar ekki eins og RMX eru í dag, allt önnur lög oftast.
Do The Strand (Roxy Music Cover) | Scissor Sisters |
Ágæt útgáfa ég næ alveg að halda hlandi, henti bara inn þar sem systurnar eiga aðdáendur á landinu.
My Girls (Gigamesh 'Proper House' Remix) | Animal Collective |
Að mínu mati besta lag ársins 2009, ekki langt liðið en þetta er stök helvítis snilld, var með þetta í spilaranum svo lengi um daginn svo ég hendi hér remixi sem er ekkert spes en ég hef heyrt 4-5 mix af þessu lagi og þetta er lang skársta útgáfan.
Nok E Nok | Royksopp |
Ekki af nýju plötunni, ég bara datt niður á þetta lag og er ægilega hrifin, Sex on the streets.. er það ekki það sem okkur vantar?
We Are The People (Jimmy2sox Remix) | Empire Of The Sun |
Nýtt lag frá sveitinni sem "semi" sló í gegn með Walking on a dream, finnst þetta mun betra lag.
Single Ladies (In Mayberry) | Party Ben |
Leiðinlegt lag gert upp og ætti að svín virka á hressar stelpur sem eru single og kunna að blýstra.
Take Me To The Hospital | The Prodigy |
Prodigy komnir aftur með plötu sem hefði getað komið út fyrir 15 árum, ekkert nýtt undir sólinni en ætti að virka á hlaupabrettum landsmanna, ef ég bara rataði þangað someday.
Love Etc (Gui Boratto Mix) | Pet Shop Boys |
Enn eldri menn með lag sem hefði getað komið út fyrir 20 árum og meira að segja búið að discoa dæmið upp svo það hljómar 30 ára gamallt.... ef ég ýki helling.
Gömlu drottningarnar í fínum málum þarna.
Vona að einhver hafi haft gaman af og hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, ég endurtek: ef þú nærð þér í nýjasta Real Playerinn á realplayer.com þá getur sótt alla þessa músik á einfaldan hátt.
Góðar stundir
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.1.2009 | 12:11
.... Og líkaminn verður klár fyrir helgina, !
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 08:54
Þorir ekki að tala við bankann
Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður sér ekki eftir því að hafa flutt til Danmerkur. Hann ætlar að sitja af sér kreppuna í um það bil tíu ár.
Maður er voða lítið að spá í þessu. Fólk er bara að tapa peningum. Það er ekki eins og einhver sé að deyja," segir Andri Freyr Viðarson, útvarpsmaður og lífskúnstner. Hann hefur búið í Danmörku í nokkra mánuði og kann vel við sig þar. Það er lítið að trufla hann að vera frá niðurlægðri þjóð. Ég held það sé nú orðum aukið að það sé verið að reka Íslendinga út úr búðum á Strikinu fyrir það eitt að vera íslenskir. Allavega hef ég ekki lent í svoleiðis. Tja, reyndar var fólk í lobbíinu á Danmarks Radio að baktala mig þegar ég var þar síðast. Það var eitthvað að benda á mig og flissa og gera lítið úr mér aumingja Íslendingurinn" eitthvað."
Auk þess að sjá um hinn frábæra þátt Litlu hafmeyjuna í beinni frá Danmörku vinnur Andri í ljósabransanum" eins og hann kallar það.
Við erum fjórir Íslendingar í þessu. Erum að setja upp ljós fyrir leikhús og á tónleikum og svona. Yfirleitt sitjum við nú bara á rassinum með skrúfjárn og hlustum á iPod-ana okkar. Mér skilst að trixið sé að vinna í tvö ár. Þá er maður kominn inn í kerfið og getur farið að liggja á danska spenanum. Nei, nei, ég segi bara svona."
Hrun bankakerfisins hefur áhrif á alla. Meira að segja Andra Frey. Ég á einhverja peninga inni á Landsbankanum en hef bara ekki þorað að kíkja á þá ennþá. Einn af þeim sem ég er að vinna með tapaði hálfri milljón í einhverju verðbréfagambli. Þetta snertir alla."
Og Andri er ekkert á leiðinni heim. Ætli maður verði ekki úti í svona tíu ár í viðbót. Er ekki verið að tala um að það taki þann tíma að koma okkur upp úr þessu? Annars skil ég ekkert í því að við fáum ekki Danina bara til að taka við okkur aftur. Við getum þetta greinilega ekki sjálf. Það þarf einhver að halda í höndina á okkur. Ég hef aðeins verið að nefna þennan möguleika við Danina sem ég er að vinna með en þeir vilja ekki sjá okkur aftur!"
Litla Hafmeyjan með Andra og Dodda Litla er á Rás 2 í kvöld á eftir kvöldfréttunum. Heiðar Viking Giant er gestur þáttarins og aðeins verða spilaðir stórsmellir úr bíómyndum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.8.2008 | 09:38
loxins eitthvað af viti í Meyjunni!!! WooHoo!!!
Meyjan mætir aðeins of seint vegna Íþróttarásarinnar og mun þess vegna sleppa öllum gestum og ollu veseni.
Meyjurnar ætla að ræða málin og spila mikið af frábærri tónlist 9. áratugarins.
Það vita það kannski allir en það var meira en Duran Duran, Wham og Elton John á þessum frábæra áratug.
Ef þú ert vel að þér í 80´s tónlist taktu þá þátt í Stafaleikfiminni, það er syrpa af lögum þar sem hlustendur eiga að þekkja flytjendur og taka fyrsta staf hvers flytjanda fyrir sig og mynda úr þeim stöfum orð.
Orðið er Íslenskt og var soldið áberandi á þessum áratug.
Í syrpunni heyrast eingöngu lög sem voru vinsæl á 9. áratugnum.
Þetta er áskorun á þá sem telja sig vera 80´s fræðinga.
Að sjálfsögðu glæsileg verðlaun!
Uppgvötvið spennandi klassík á föstudagskvöldið í Litlu Hafmeyjunni, Viva La 80´s!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.8.2008 | 09:51
Er Litla Hafmeyjan samkynhneigð?
Hinsegindagar í Litlu Hafmeyjunni, eingöngu leikin tónlist sem tengist samkynhneigðum.
Boy George, Divine, Wham, Judas Priest, Freddy Mercury, Dead or Alive og margir fleiri.
Gestur þáttarins verður engin annar en Páll Óskar Hjálmtýsson, spilar hann fyrir okkur sitt föstudagslag og sýna Sakbitnu Sælu.
Einnig verður al-Gay Party Keppni, engar reglur nema að allt þarf að vera Gay! s.s. Gay party!
Löðrandi samkynhneigð í Litlu Hafmeyjunni á Föstudagskvöldið frá 19:30 til 22:00
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2008 | 11:57
Guðjón svarar fyrir sig!!!!
Fann þetta á visi.is áðan... He´s back and now it´s personal!!
Á síðustu árum hefur umfjöllun fjölmiðla og bloggara orðið sífellt árásargjarnari og fólk þarf orðið lítið að gera til að fá yfir sig holfskeflu á óhroða sem hefur lítið með tjáningarfrelsi að gera. Það má til sanns vegar fær með því að vísa í þá fjölmörgu dóma síðustu ára sem hafa fallið um persónuárásir og ósannandi sem hafa birst á prenti og bloggi."
Þetta segir Guðjón Bergmann í aðsendri grein í Morgunblaðinu. Tilefni skrifa Guðjóns eru óvægin viðbrögð bloggara og pistlahöfunda í fjölmiðlum við frétt sem birtist á Visi undir yfirskriftinni Guðjón eyðir óvissunni". Fréttin birtist eftir að Guðjón sendi frá sér fréttatilkynningu um að hann væri hættur við að hverfa brott af landi, eins og hann hafði fyrirhugað.
Guðjón segir að það hafi komið sér á óvart hve óvægin viðbrögð bloggara og pistlahöfunda í fjölmiðlum hafi verið. Um sína persónu hafi verið farið mjög sterkum" orðum sem segi líklega meira um höfunda þess efnis en um nokkuð annað. Á síðustu árum hafi umföllun fjölmiðla og bloggara orðið sífellt árásargjarnari og fólk þurfi orðið lítið að gera til að fá yfir sig holskeflu á óhroða sem hafi lítið með tjáningarfrelsi" að gera. Það megi til sanns vegar færa með því að vísa í þá fjölmörgu dóma síðustu ára sem hafi fallið um persónuárásir og ósannindi sem hafi birst á prenit og bloggi.
Ég trúi því ekki að maðurinn hafi lesið það sem hann sendi á sínum tíma, hann hættur við að flytja erlendis og sér sig knúinn til að senda frétta yfirlýsingu um það !!!!! COMMON GUÐJÓN!!!!
Auðvitað fá bloggarar eitthvað til að skrifa um enda eindæma fáránleg fréttatilkynning!
Heyrðu nú er komið logn og engin að tala um meistara Guðjón... þá kemur hann aftur og vælir og segir að krakkarnir séu að stríða sér!!!
Ég á ekki til orð
Erþessi Bergmaður með pung eða vaginu????
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)