Færsluflokkur: Íþróttir
12.10.2010 | 10:44
Það er pláss fyrir hann heima
Iverson í viðræðum við Besiktas í Tyrklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.9.2009 | 17:26
Þeir kunna þetta krakkarnir hjá KSI
Njarðvíkingar fagna í leiknum á laugardag. |
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason |
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason |
Aga og úrskurðarnefnd KSÍ ákvað á fundi sínum í gær að sekta Njarðvík um 15 þúsund krónur vegna framkomu stuðningsmanna liðsins í leiknum gegn Reyni Sandgerði síðastliðinn laugardag.
Leiknum lyktaði með 2-2 jafntefli sem nægði Njarðvík til að tryggja sér sæti í 1.deild að ári.
Stuðningsmenn Njarðvíkur hlupu tvisvar inn á völlinn til að fagna mörkum og ennfremur kveikti stuðningsmaður Njarðvíkur á blysi í stúkunni.
Knattspyrnudeild Njarðvíkur ber ábyrgð á framkomu stuðningsmanna sinna á leiknum, samanber reglugerð KSÍ um knattspyrnumót:
,,Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ lítur þetta mál alvarlegum augum og í samræmi við 13. grein reglugerðar KSÍ um aga-og úrskurðarmál er Knattspyrnudeild Njarðvíkur sektuð um kr. 15.000.- vegna framkomu stuðningsmanna félagsins. Nefndin beinir ennfremur þeim tilmælum til Knattspyrnudeildar Njarðvíkur að deildin geri sitt ítrasta til að koma í veg fyrir að atvik sem þessi endurtaki sig og ræði alvarlega þessa máls við þá aðila sem í hlut áttu," segir í bréfi sem er birt á heimasíðu Njarðvíkur.
,,Knattspyrnudeildin tekur þessum úrskurði og mun greiða sína sekt en mörkunum í leiknum var vel fagnað og markaðist sá fögnuður af því hversu mikil stemming var meðal stuðningsmanna okkar og menn ánægðir með sína menn."
,,Varðandi blysið er ekkert hægt að afsaka það og munum við taka það sérstaklega fyrir ásamt því í framtíðinn reyna að hafa hemil á okkar fólki þó við munum ekki banna fólki að fagna," segja Njarðvíkingar einnig á heimasíðu sinni.
Ég var á umræddum leik og sá akkúrat ekkert athugavert við framkomu stuðningsmanna liðanna.
Stemmingin hefur væntanlega sjaldan verið jafn mögnuð á leik í 2. deild hér á Íslandi, er þá ekki best að sekta þetta pakk?
Maður heyrir endalausar sögur af rasisma, flöskukasti og ég veit ekki hvað og hvað í diet Pepsy deildinni og þar fá menn sénsinn.
Það má skoða þetta með blysin en það var slatti af stafsmönnum við stuðningsmannastúkuna sem hefðu getað sagt: heyrðu vinur, slökkva á þessu núna.... mál dáið!
Húrra fyrir Pylsugerðarmanninum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 11:22
Góður!
Er hann þá að segja að City séu á svipuðum stað og Sheff Wed.
Ég held að flest allir fagni þegar skorað er sigurmark á síðustu sekúndu leiks, tala nú ekki um í miklum marka leik, tala nú ekki um í nágranna slag, tala nú ekki um eftir allt sem gengið hefur á í kringum Teves.
Hann á ekki að segja að liðið hafi spilað vel, þeir voru sæmilegir í fyrrihálfleik en voru ekki með í þeim seinni og fengu öll mörkin gefins frá andstæðingnum nema kannski hið glæsilega mark Bella.
Hann hefur orðið eitthvað sár eftir að sörinn talaði um að eðlileg úrslit ættu að vera 6-0 sem er kannski ekki alveg heilagur sannleikur hjá Sörnum, væntanlega sagt til að pirra City.
Annars vil ég fá Foster í Liverpool liðið, væri flottur þar.
Hughes: Viðbrögðin sýna hvert við erum komnir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2009 | 17:00
Cliff Clavin sigruðu hljómsveitabattl Litlu Hafmeyjunnar... (video)
Sko krakkana úr Garðabænum
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 22:46
Myndbandið , undanúrslit í hljómsveitabattlinu Dikta vs. Agent Fresco, Land og Synir vs Cliff Clavin = stuð!
Litla Hafmeyjan hefur verið að etja hljómsveitum saman í allt sumar þar sem keppt er í tónlist og hlustendur velja sigurvegara.
Á Föstudagskvöldið voru aðeins 4 hljómsveitir eru eftir og mættust þær á Rás 2 á föstudagskvöldið frá studio 12.
Allt var á fullu gasi, stungið í samband.
Dikta og Agent Fresco en klukkan 20:30 Land og Synir vs.Cliff Clavin.
Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast síðan föstudaginn 4. september og verða þá krýndir heimsmeistarar í Hljómsveitabattli!
Reglurnar voru: Hljómsveit skal taka eigið lag í 2 mínútur svo skal sveitin taka lag með einhverri sveit sem hefur fallið úr keppni í sumar´í 2 mínútur og síðast en ekki síst þá skulu sveitirnar semja og flytja hressan og jákvæðan söng um haustið og skammdegið í .... 2 mins.
Það var síðan þjóðin sem valdi hverjir stóðu sig best.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2009 | 20:39
Hvað eru allir að væla yfir þessum dómara?
Það eina sem hann gerði vitlaust var að dæma ekki víti á Fetch, Arsenal skoraði 24 mins seinna svo það skipti ekki öllu máli.
Þrátt fyrir að allir tali um að Ars hafi verið mun betra í leiknum þá áttu Man U fleiri skot á mark, voru meira með boltann og unnu leikinn....
Vissulega áttu Arsarnir sín færi en þau áttu Man U líka, ég gruna bara að flestir séu svo sárir að dæmd hafi verið rangstaða á 6. mín uppbótar tíma, málið var að Galli var rangstæður og þá á að dæma rangstöðu... var það ekki hann sem skallaði fyrir á V.P.?
Það er örugglega erfitt fyrir Man U haters að hoppa hæð sína þegar andstæðingurinn jafnar eftir að uppbótar tími er liðinn og öskra sig hásann af heimsku og fögnuði og átti sig svo á að það var ekkert mark...... hlægilegt.. vonandi sá ykkur engin....
Þar fyrir utan er það nokkuð ljóst að Man U verða ekki að slást um marga titla á þessu ári ef Foster á að spila marga leiki og skal ég glaður viðurkenna að Ars líta mjög vel út þá sérstaklega Diaby ...
Manchester United lagði Arsenal, 2:1 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2009 | 20:53
Undanúrslitin í hljómsveitabattlinu á föstudagskvöldið, skylduhlustun!
Litla Hafmeyjan hefur verið að etja hljómsveitum saman í allt sumar þar sem keppt er í tónlist og hlustendur velja sigurvegara.
Nú er svo komið að aðeins 4 hljómsveitir eru eftir, og mætast þær á Rás 2 á föstudagskvöldið frá studio 12.
Allt verður á fullu gasi, stundið í samband, ekkert kassagítarvæl (nema böndin vilji það).
Klukkan 20:00 mætast Dikta og Agent Fresco en klukkan 20:30 eru það Land og Synir sem mæta Cliff Clavin.
Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast síðan föstudaginn 4. september og verða þá krýndir heimsmeistarar í Hljómsveitabattli!
Reglurnar á morgun verða: Hljómsveit skal taka eigið lag í 2 mínútur svo skal sveitin taka lag með einhverri sveit sem hefur fallið úr keppni í sumar´í 2 mínútur og síðast en ekki síst þá skulu sveitirnar semja og flytja hressan og jákvæðan söng um haustið og skammdegið í .... 2 mins.
Það er síðan þjóðin sem velur hvorir standa sig betur í hverri keppni fyrir sig.
Hvet ég alla aðdáendur þessara sveita að vera klár við viðtækið og standa með sínum mönnum þegar kallið kemur, síminn er 5687-123
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2009 | 22:25
Besta þriðja lagið hingað til í battlinu í Meyjunni
Hér eru Viking Giant Show og Land og Synir að taka frumsamin stuðningslög fyrir "stelpurnar okkar" og Finnlands ferðina, vel þess virði að hlusta.
Spilarinn hér til hliðar.
Ps. Land og Synir eru komnir í 4 liða úrslit í Hljómsveitabattlinu
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.8.2009 | 10:46
Sænska knattspyrnusambandið er á móti honum!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sér einhver hvaðan heimildir þessarar fréttar koma????
The Sun...
Það er svipað og að taka mark á visi.is eða DV.......
Ferguson afskrifar titilvonir Liverpool | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)