Færsluflokkur: Íþróttir
21.5.2008 | 22:15
Mesta erfiði að halda þvagi ....
Magnað helvíti!
Man U mun betri en Chel$ mun betri í seinni, þetta var mun skemmtilegri leikur en ég bjóst við að sjá.
Ég var bara ósáttur við að menn fóru ekki eftir handriti, auðvitað átti Giggs að skora úrslita markið í þessum tómamótaleik fyrir hann og Man U.
Enda hefndist Terry fyrir að fara ekki eftir handriti!
Ég var að vísu að búa mig undir tap og væl og spyrna Ronaldo var síðasti naglinn í kistuna hélt ég.
Nei það eru víst fleiri í þessu liði en sá frábæri leikmaður.
Ég verð samt að skamma kallinn fyrir að halda Teves inná allan tíman, fannst hann ekki geta kúk og ég var viss um að hann færi í fyrstu skiptingu og var alveg öruggur með að hann færi í annari skiptingu en nei.....
maður á ekki að væla á svona kvöldi, til hamingju með tvfallt silfur Chel$ menn, það er ekki amarlegur árangur.
Gaman líka að vita til þess að Portsmouth náði í fleiri titla en Liver og Ars til samans....
Sjúddirallirei.......
![]() |
Man. Utd Evrópumeistari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 12:29
Ótrúleg frammistaða Dolla í sjónvarpinu í gær
Er einhver að átti sig á því að við, Íslenska þjóðin er að borga launin hans!
Ég hef aldrei séð annað eins ég held að ég geti ekki nefnt neinn sem hefði staðið sig verr en maðurinn gerði í gær.
Þessi maður hefur verið íþróttarfréttamaður í áratugi!
Ég held að hann sé formaður íþróttafréttaritarafélagsins.
Maðurinn vissi ekkert hvaða leiki hann var að tala um og viðmælandinn Haukur Ingi var farin að roðna af bræði eða skömm.
Þegar maður er vanur að fussa og sveia yfir ruglinu í Ossteini Gunnasynni þá er maður hálf orðlaus eftir þetta!
Ég hvet alla til að skoða þennan link og sjá meistara Dolla, goddemfokksjitt!!!!
Endilega reynið að duga framyfir helming, hann er svakalegur seinni helminginn!
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4402498
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 22:30
Hvað er málið með þjónustuna????
Nú er rúmur klukkutíma síðan 5 leikir kláruðust í fyrstu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu og ég get hvergi séð hvernig þessir leikir fóru!!!
visir.is mbl.is ksi.is umfn.is hafa ekkert u málið að segja, orstegn Gunnason á Stöð 2 ropaði útúr sér 2 úrslitum þar af auðvitað Í.B.V. úrslit.
Hversvegna í andskotanum hann gat ekki sagt úrslit hinna þriggja leikjanna er mér hulin ráðgáta.
Netsíður landsins ættu að skammast sín !!!!
Nema fotbolti.net..... gleymdi að tékka á þeim áðan... þeir klikka ekki!
Skrítið hvað þessi færsla er lengi að koma sér á netið.
Allir búnir að birta úrslit og ég hef engan rétt á því að rífa kjaft lengur!!!
Djöfulsins fífl eru þetta!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2008 | 13:03
visir.is eru með allt á hreinu!
Sir Bobby Charlton segir að Ryan Giggs eigi skilið að slá met sitt yfir flesta leiki fyrir Manchester United. Giggs jafnaði met Charlton sem er 758 leikir þegar hann kom inn sem varamaður gegn Wigan í gær.
Giggs skoraði síðara mark United í 2-0 sigri sem tryggði United Englandsmeistaratitilinn. Þessi 34 ára varnarmaður getur bætt met Charlton í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem verður gegn Chelsea 21. maí.
Ef ég ætti að velja einhvern til að slá metið þá yrði hann fyrir valinu," sagði Charlton. Hann er frábær íþróttamaður, mögnuð persóna og frábær fótboltamaður. Enginn á meira skilið að slá svona met."
Þú þarft að vera hérna lengi til að skilja félagið og tilfinningarnar sem hér ríkja. Ferill hans með United er ótrúlegur og ég er verulega stoltur af honum. Ég hef gleymt mínu meti nú þegar," sagði Charlton.
Ferill Charlton á Old Trafford hófst í október 1956 og lauk þegar hann yfirgaf félagið 1973. Þessi sjötuga goðsögn fagnaði með Giggs og öðrum leikmönnum á JJB vellinum í gær en hann er í dag í stjórn United.
Magnað hvað menn eru að kúka á sig, að lesa DV sport síðurnar er snilld, hver vitleysan á eftir annari og alveg fáránlegar á stundum.
Ekki að ég sé góður í stafsetningu enda vinn ég ekki á prentmiðli, er ekki eitthvað til sem heitir prófarkalestur ?
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2008 | 12:21
Léttir
Jæja þá landaðist þessi blessaði titill í gær, þarna sat maður á Allanum á Akureyri í rafmögnuðu andrúmslofti og hitastigið c.a. 60 gráður.
Ég hef aldrei verið hrifin af því að horfa á svona leiki á öldurhúsum, mikill hiti , hávaði og margir hverjir blindfullir og hvað er þetta að klappa fyrir sjónvarpinu trekk í trekk???
Ég sé lítið að því að fagna þegar þitt lið skorar en þetta pakk er klappandi fyrir öllu... fáránlegt.
Þar sem þetta hefði getað brugðið til beggja vona þá var maður vissulega stressaður, þá sérstaklega eftir að Chel$ komst yfir.
Þegar Giggs kom inn á og skoraði þetta mark í þessum merkilega leik hans þá var það komið og var vissulega sætt.
En þegar maður heldur með svona góðu liði þá er gleðin rosalega fljót að breytast í létti, 10 titlar á 15-16 árum er ansi gott.
Það hefur örugglega verið magnað að vera Chel$ maður þegar þeir unnu titilinn í fyrsta skipti í 50 ár og með besta Íslenska leikmann sögunar innanborðs, það var örugglega rosalega gaman að vera Leddsari fyrir tæpum 20 árum eða Blackburn maður nokkrum árum seinna.
Málið er bara að svona sigurhefð kemst upp í vana og rosaleg gleði breytist í létti, það er möguleiki að Arsenal aðdáendur þekki þetta pínulítið þar sem þeir hafa unnið slatta líka síðustu 20 árin.
Maður þekkir þetta líka úr körfunni, Njarðvík voru áskrifendur að þessum titlum in the 90´s það er aðeins farið að draga úr því þar og ekki von á titlum næstu árin enda mun ég verða mjög glaður þegar Njarðvík vinnur eitthvað næst.
Það er ekkert útlit að maður sé að fara vinna sér inn einhver gleði stig hjá Man Utd. liðið er það vel skipað að það verður að vinna þessa titla næstu árin.
En ég skal glaður viðurkenna það að ég verð hyper glaður ef við klárum þessa meistaradeild, þá deild eru Man U ekkert allt of duglegir að vinna.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.4.2008 | 21:26
Æji leiðinlegt
Þið Liver menn kannski skiljið gremju Arsenal manna núna, það skiptir víst máli hvoru megin lenda!
Flott taktík hjá honum Benít-ass að taka marka skorararnn ykkar útaf, var samt gaman að sjá hvað þessi súper tvenna ykkar Torr-ass og Gerrard voru að spila stórkostlega, þeir klikka sko ekki í stóru leikjunum.
Það þýðir víst lítið að horfa bara á video af Dog-bra dettandi, hefðuð kannski frekar átt að reyna að stoppa hann.
![]() |
Chelsea í úrslit í fyrsta sinn eftir 3:2 sigur á Liverpool |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
30.4.2008 | 20:27
Hvað er þessi helv. útlendingur að rífa kjaft :-)
Rafa Benitez vill að aganefnd enska knattspyrnusambandsins taki hart á leikmönnum Manchester United sem lentu í handalögmálum við vallarverði Chelsea eftir leik liðanna um síðustu helgi.
Benitez er enn minnugur þess þegar Javier Mascherano fékk þriggja leikja bann fyrir að missa stjórn á skapi sínu á Old Trafford fyrr á þessari leiktíð og hann vill að leikmenn Manchester United fái svipaða meðferð.
"Vonandi tekur knattspyrnusambandið eins á þessu eins og þeir gerðu í máli Mascherano á sínum tíma. Þeir vildu setja fordæmi með refsingu hans og vildu ekki að börn þyrftu að horfa upp á menn hegða sér svona. Það verður því gaman að sjá hvernig þeir taka á því sem gerðist á Stamford Bridge," sagði Benitez.
Hann ætti nú að halda sig við hluti sem tengjast hans liði
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er gaman, þurfti ekki að rífa fram grát klútana.
Wes Brown maður leiksins að mínu mati, ekki besti leikur Man U en það var alltaf vitað að það lis sem væri í betri stöðu myndi verjast.
En getur einhver hjálpað mér: nú eru menn að tala um að bjóða 100 milljónir punda í Ronaldo 40 mills í Ronaldinio og helling í Dog-bra af hverju er engin að bjóða í Messi, hann er ótrúlegur leikmaður og aðeins 20 ára.
Það eina sem hann hefur gegn sér að hann á það til að meiðast, svo sannarlega næstbesti leikmaður heims á eftir Ronaldo en er mun betri í stóru leikjunum en Róninn okkar.
Nú er mér nokk sama um hvaða lið kemur með okkur til Moskvu, Liver og Chel$$ eru álíka leiðinleg lið.
Hefði Viljað mæta Barca í úrslitunum
![]() |
Scholes skaut Man Utd til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.4.2008 | 11:45
Fyrsti í gráti í kvöld?
Mun litla fjölskyldan mín verða vitni af gömlum manni grenjandi í kvöld eða hyper glaður, það munaði litlu að vællinn færi í gang á laugardaginn gegn Chel$$ en karlmennskan tók það ekki í mál.
Annars eru mínir menn búnir að vera spila illa þennan mánuð, hvort þeir séu bara hættir eftir fínan vetur eða voru að spara sig fyrir magnaðan endasprett, pant hafa það seinni kostinn.
Ef þetta fer illa þá er þetta með verri vetrum sögunar hjá manni, Njarðvík með skít upp á bak og þar er allt í rúst, Man U alveg við það að ná 2-3 bikurum í hús en þegar búnir að henda einum frá sér og gætu sleppt hinum tveim, ljósið í myrkrinu eru 76ers bara fyrir það eitt að komast í úrslitakeppnina og eru að skríða þar Pistons en það er væntanlega búið stríð miðað við hvernig síðasti leikur þróaðist.....
C´mon United!!!!!!
![]() |
Alex Ferguson: Býst við opnum og spennandi leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2008 | 23:52
Einkennilegt val
Hvernig getur Ronaldo verið bestur yfir alla leikmenn en ekki besti ungi leikmaðurinn?
Samt er hann tilnefndur í báðum flokkum!
![]() |
Ronaldo leikmaður ársins annað árið í röð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)