18.5.2008 | 13:09
Alltaf nýjastir og ferskastir, X-ið 977!
Sá þessa grein á visir.is:Krúttið er dautt. Það er allt í lagi að klæða sig eins og krútt en það er enginn að hlusta á þessa tónlist lengur," segir útvarpsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson hjá X-inu 977 sem hefur breytt spilunarlista sínum.
Krúttið er ekkert ósvipað og þetta ömurlega góðærisfyrirbæri sem allir héldu að væri hinn nýi sannleikurinn en viti menn, kreppan kom og líka hjá krúttunum."
Að sögn Þorkels Mána verður spilunarlisti stöðvarinnar svipaður og áður fyrir utan það að krútt-sveitir fá minna vægi, sérstaklega þær erlendu. Hlustendur eru ekki að fíla krútt-tónlistina. Þeir vilja meira rokk og meiri greddu."
Eldri sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og gítarsnillinginn Jimi Hendrix hljóta sem fyrr ekki náð fyrir augum X-ins. Ég vil taka það fram að Zeppelin er frábær hljómsveit en hún verður ekki spiluð hér á X-inu. Við erum ekki að fara að spila gamalt rokk og við spilum í mesta lagi eitt og eitt eitís"-lag með böndum eins og The Clash og The Smiths.
Þorkell Máni segir að X-ið hafi fyrrum spilað mikið af nýju efni sem hafi ekki enn náð vinsældum hér heima. Við erum ekki að taka inn nýtt efni jafnhratt og áður. Við höfum oft verið svo mikið á undan hæpinu" og það var að bíta okkur svolítið í rassinn. Við erum alltaf nýjastir og ferskastir en það þarf stöðugt að vera endurnýjun í gangi." - fb
Gaman að sjá hvað þeir eru nýjastir og ferskastir á listanum sínum:
4. | Jigsaw Falling Into Place | Radiohead |
7. | The Hope | Sign |
11. | No One's Gonna Love You | Band Of Horses |
12. | Apartment Story | The National |
17. | Tranquilize | The Killers |
5 af 20 vinsælustu lögum stöðvarinnar voru á lista Reykjavík Fm sálugu sem dó fyrir tæpum 6 MÁNUÐUM!
Ég veit að ég hef minnst á þetta áður en þegar að þeir tala um að vera ferskastir og flottastir þá bara verð ég...
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:08 | Facebook
Athugasemdir
Máni er á góðri leið með að enda ferill sinn á því að drepa Xið
Er hann ekki meira að hugsa um smástelpur í boltanum en Músik ?
Ómar Ingi, 18.5.2008 kl. 13:30
Eldri sveitir á borð við Led Zeppelin, Deep Purple og gítarsnillinginn Jimi Hendrix hljóta sem fyrr ekki náð fyrir augum X-ins. Bíddu, á þetta ekki að heita rokkstöð?
Markús frá Djúpalæk, 18.5.2008 kl. 14:46
Ég get vart hlustað á þessa stöð lengur, allt of mikið af gelgju"rokki" eða "handboltarokki" eins og Þossi kallaði þetta i den. Í þau fáu skipti sem ég hlusta á útvarp á set ég bara á Ríkisútvarpið, Gullbylgjuna eða jafnvel bara BBC World Service... það er grátlegt að maður verði að beina útvarpshlustun sinni í átt að eftirlaunaaldrinum einfaldlega vegna þess að annað er viðbjóður eins og X-ið sjálft komst svo skemmtilega að orði!
...désú (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:05
Er sammála þér ommi.
Við höfum oft verið svo mikið á undan „hæpinu" og það var að bíta okkur svolítið í rassinn. Við erum alltaf nýjastir og ferskastir en það þarf stöðugt að vera endurnýjun í gangi."
Það er gaman að bera saman playlistann á x-inu og x-fm í london,
Sem ég hlusta mikið á á netinu. Fullt af fínu stöffi sem heyrist ekki á xinu.
Númur (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 21:11
.....það er enginn að hlusta á þessa tónlist lengur segir Máni. Það er gott að hann veit hvað fólkið vill hlusta á, ég held að X-ið falli ekki í þann flokk.
Heimir Eyvindarson, 19.5.2008 kl. 02:18
Ég vissi að það hlyti að vera ástæða fyrir því að ég hlustaði ekki á x-ið...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 19.5.2008 kl. 16:00
Það er engin að hlusta - ekki eitt einasta eyra-kvikindi!
Heiða Þórðar, 19.5.2008 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.