Ultravox koma saman aftur, ég hefði ekkert á móti því að sjá þá.

Hér er stór skemmtilegt viðtal Jonathan Ross við Midge Ure um endurkomuna

Og U-vox klassík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Búin að panta miða verð í London 24 apríl :-) Komst að því fyrir stuttu

að George Martin pródúsaði Quartet plötuna sem inniheldur ofangreint

Hymn lag. Það fór alveg framhjá mér í denn. :-)

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 13:10

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

magnað helvíti, góða skemmtun....

Hafði ekki hugmynd um Martin heldur, gef honum samt ekki mikið kredit Ultravox er Midge Ure soundið frá a-ö,

Ótrúlegt hvað hann er vanmetinn tónlistarmaður

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2009 kl. 13:14

3 Smámynd: Ómar Ingi

Flottir kallar

Ómar Ingi, 25.3.2009 kl. 17:56

4 identicon

Annars var ég alltaf hrifnari af Visage þó þeir hefðu stuttan feril, þar sem postpunk sveitin Magazine og Ultravox sameinuðust ásamt Steve Strange. Kannski taka Ultravox Fade to Grey á hljómleikunum en ég veit að Midge Ure tekur það þegar hann er að túra.

Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Visage var ekki neitt eftir að Midge fór, Visage var eiginlega bara Fade to gray sem mér finnst eitt besta lag popp sögunnar.... eftir Midge.

Steve var bara Strange.

Vissi ekki að Magazine menn hefðu farið í Visage, flott sveit þar.

Þórður Helgi Þórðarson, 25.3.2009 kl. 23:34

6 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Midge Ure er staðfest einn vanmetnasti tónlistarmaður sögunnar, það er með ólíkindum að hann sé ekki með hreinan og kláran "legend" status; hann er það náttúrulega meðal okkar sem vitum betur, en það ættu allir að hafa þetta á hreinu.

Minnir mig á vínyl sem ég á heima og þarf að renna undir nálina fljótlega; 12" singullinn af sóló-hittaranum hans frá 1985, If I Was, með frábærri endurvinnslu á b-hliðinni af gamla Bowie-laginu The Man Who Sold The World (seinna endurunnið af Nirvana). Frábært stöff, líklega helst fyrir lengra komna ...

Jón Agnar Ólason, 27.3.2009 kl. 09:18

7 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Mér fannst þessi solo plata hans frábær!!!

Ef þú finnur Man who sold á tölvutæku máttu alveg senda mér það.

Jafnvel ef þú getur 12" tommað mig

Þórður Helgi Þórðarson, 27.3.2009 kl. 09:25

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Tek það fram að ég er ekki að tala við Pál Óskar!

Þórður Helgi Þórðarson, 27.3.2009 kl. 09:27

9 Smámynd: Jón Agnar Ólason

The Gift (1985) er frábær plata, en nýtur ekki almennrar og verðskuldaðrar hylli frekar en annað sem Ure kom nálægt. Ég á að eiga "The Man Who Sold ..." á tölvutæku - þarf að leita aðeins á músíkflakkaranum mínum og sendi það svo á þig.

Jón Agnar Ólason, 27.3.2009 kl. 20:49

10 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég fann Midge Ure - Move Me (2006) og hún er alveg prýðileg... engin Gift en vel þess virði að skoða.

Ég ætla í þessu tilefni að dusta rykið af Gift og skella á fóninn... takk fyrir að minna mig á.

Þórður Helgi Þórðarson, 27.3.2009 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband