Færsluflokkur: Tónlist
18.5.2008 | 02:08
Hvað varð um melodiuna? part 1.
Hugleiðingar gamals mans....
Tónlist í dag byggir mest á g-streng og eða berum brjóstum, hér er ein af þessum sveitum sem ættu að heyrast alveg jafn mikið og bítlar eða rolling stóns.
Ég er búinn að gera dóttur mína(15 ára) húkt á Depeche Mode svo ég veit að yngra fólkið hefur gaman af alvöru musik, hún er ekkert í boði.
Skamm á Gyllinæð fm (Bylgjan) og Rás 2!!
Þetta er tribjút á Midge Ure söngvara U-Vox og liðsmann Visage + 1 solo
Þið sem eruð illa að ykkur þá samdi hann lagið Do They Know It´s Christmas sem Band Aid flokkurinn gerði vinsælt á sínum tíma.
Vissir þú að Ure spilaði með Thin Lizzy og að Malcom Mclaren bað hann um að koma í Sex Pistols?
Takk fyrir að fara ekki þangað Ure, Bæði hefði maður misst af blómaskeiði nýrómantíkur og Sex Pistols hefði verið með tónlistar innanborðs sem hefði aldrei virkað, góðar stundir
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
16.5.2008 | 11:14
Bill O´Reilley í stuði og er tilbúinn að dansa með ykkur núna!
Þetta myndskeið er í boða Omma, stolið þaðan...
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 11:47
Segið svo að Júróbandi sé ekki að sigra Evrópu!!!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2008 | 08:50
Afsakaðu á meðan ég æli!
Það er verið að sleikja austur evrópska rassa takk fyrir.
Eins og hann hafi ekki gert það áður......
ljótt Doddi, ekki meira svona vinur!
![]() |
Hljómaði eins og önd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.5.2008 | 13:02
Þetta eru rokkstjörnur dagsins í dag!
Þetta er X-ið og Fm að blasta sem rokkstjörnur!
Við viljum ROKK STJÖRNUR!!! Ekki nikkelbakk.
Svo voru einhverjir að tala um að Robbir Will væri svo mikill töffari???
Hann er viðkvæm kona!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.5.2008 | 12:41
Vel heppnað gigg Akureyri
Nú brá ég undir mig betri fætinum og brunaði á Akureyri um helgina og spilaði í Sjallanum ásamt Haffa Haff og Merzedez Club.
Eva gaf ekki kost á sér í liðið í þennan túr svo ég leitaði til þeirrar næst bestu: Ingu Danz en hún hefur dansað með Allstars genginu í 2-3 ár og rifið í míkrófón þegar stuðið hefur borið hana ofurliði.
Dagskráin var flott Dj Dodd hóf leikinn. svo kom Ingan á svið með mér og við tókum baneitrað sett og það var ekki erfitt fyrir Haffa Haff að koma á svið eftir það enda eru öll hús við suðumark eftir að kallinn kemur fram, þá komu Merc sterarnir og svo fór maður aftur á dj græjurnar og sýndi hvernig á að spila geisladiska fyrir fólk!
Það er eitt sem kom mér skemmtilega á óvart á æfingu, rólega útgáfan af nýja laginu þeirra (sem ég man ekki hvað heitir)
Þar eru Gillz og Rebekka bara 2 á sviðinu og flytja alveg stórkostlega útgáfu þessu lagi sem Gillz útsetti víst fyrir skírnarveislu hjá systur sinni. það var líka gaman að sjá hann taka piano man (Billy Joel) í Techno útgáfu og syngja það sjálfur, og nota bara þetta hljómborð eða synthazæza.
M.C. frumfluttu nýtt lag , Bass Cop, sem er án efa það harðasta sem þau hafa gert og munu gera og fór það ansi vel í gesti, ég að vísu sá ekki flutning þeirra þar sem ég þarf góðan hálftíma til að blása eins og hvalurinn sem ég er eftir að hoppa í 25 min í mínu magnaða setti, gamall feitur maður og techno tónlist er kannski ekki rétta combóið en hey ég er að reyna að hætta, gjim mía breik
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 12:55
Þá er stöðin lox fundin!!
Eftir að hafa langt og strangt að útvarpsstöð til að hlusta á í vinnunni (vinn við tölvu og þarf ekki að nota eyrun nema 70% svona dags daglega.
HEf mikið verið að hlusta á BBC bæði skemmtiþætti eins og Steven Merhcant og Jonathan Ross show og einnig eru frábærir heimildarþættir sem eru virkilega vel unnir.
Bara þegar maður hlustar á mikið og áhugavert tal þá missir maður einbeitingu á því sem maður á að vera að gera
En stöðin er fundin, þá sérstaklega fyrir gamalmenni eins og mig: http://newwave80.europe2rock.fr/# Frábær 80´s tónlist og ekkert af leiðinlega stöffinu með!
Ný-rómantík eins og hún gerist best Ultravox, Depeche Mode, Joy Division, New Order, Pet Shop bara allt sem var skemmtilegt á þessum tíma.
Svo er þessi líka solid: http://uk80.virginradio.fr/# Þessi stöð er meira indie pop rock: Smihts, Simple Minds, Clash....
Ég er að vísu á fyrsta degi með báðar þessar stöðvar, hvur veit nema að þær eigi bara 50 lög og byrjun svo upp á nýtt, hef brennt mig á því áður.
En allavega tékkidd!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2008 | 12:50
Jæja þá er það klárt!
Það er þá opinbert: Litla Hafmeyjan fer í loftið 6. júni búið að ganga frá öllu nema þá tæknilega hlutanum og ég efa að Rásin klári það ekki á núll einni.
Litla Hafmeyjan er eða verður (eins og fram kemur neðar á síðunni) útvarpsþáttur á Rás 2.
Hann verður á föstufagskvöldum og hefst klukkan 19:30 og stendur til 22:00
Það verða ég, Doddi, og Andri Freyr sem stjórna þættinum. Andri mun tala frá Kongens Köbenhavn.
Ég mun fara nánar í smá atriði og jafnvel lauma einhverjum treilerum á síðuna þegar nær dregur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.5.2008 | 07:53
Gott hjá þeim!
Ég er sáttur við Íslenska tónlistarmenn sem hafa nennu, vit og áhuga á því að græða smá á plötum sínum.
Það hafa náttúrulega margir gert þetta í gegnum tíðina en oftast listamenn sem hvergi neinn til að gefa sig út og eru ekkert endilega með söluvöru í höndunum.
Páll Óskar hefur gert þetta í gegnum tíðina og gekk heldur betur upp í fyrra, væntanlega sá listamaður sem hefur grætt mest á sinni afurð jafnvel frá upphafi.
Sena hefur einokað markaðinn og hafa átt allar þær pötur sem eitthvað hafa selst nema nokkrar álfaplötur Smekkleysu og einstaka 12 Tónaplötur t.d. Eivör.
En þvílík plata sem júróbandið er að bjóða uppá, gömul júróvision lög, lögin sem Friðrik og Regina töpuðu með sem er náttúrulega til á plötum og júróvision lagið í mörgum útgáfum.....
Þessi diskur verður fastur í í tæki næstu 4 árin!!!
![]() |
Eurobandið gefur sjálft út skífu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær, 5. maí spurðist það út að ég, Doddi litli, hafi hugsað mér að taka tjútt.
því miður er það ekki rétt, í fyrsta lagi verð ég ekki í bænum um helgina og í annan stað þá er bara brjálað að gera.
Ég kem til með að plötusnúða fyrir Merzedez Klúbbinn í Sjallanum Akureyri á laugardeginum og jafnvel á Selfossi á sunnudeginum.
Ég hef komið víða við á ferli mínum og næsta hálfa árið mun ég litast um eftir tækifærum og einbeita mér að því að finna yfirgripsmikilli reynslu minni jákvæðan og uppbyggilegan farveg.
Ég vil þakka visi.is kærlega fyrir að koma þessu á framfæri.
Virðingarfyllst.
Doddi litli Doddason
http://visir.is/article/20080506/LIFID01/204054930
Tónlist | Breytt 7.5.2008 kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)