Færsluflokkur: Tónlist

Sko Pallann....

Það má segja margt misjafnt um þessa útvarpsstöð Fm 957 en stöðin kann að gera gott party.

Ég mætti þarna í Háskólabíoið aðalega vegna þess að dóttir mín hefur svo rosalega gaman af Haffa Haff og auðvitað Palla.

Ég verð bara að viðurkenna að mér leiddist ekkert, hafði meira að segja svolítið gaman af á köflum!

Gaman líka að sjá hvað danstónlistin á stóran hluta af þessari hátíð í dag, fyrir nokkrum árum var feitur sköllóttur maður með aflitað skegg sá eini sem tróð upp með dans atriði.

Þetta lýsir svolítið markaðnum í dag, sveitiballasveitir heyra brátt sögunni til, rokkið á í miklum vandræðum og mis-merkilegir söngvarar slá í gegn galandi yfir mis-merkileg bít (vissulega á ég stóra sök í því)

Málið er bara að mér finnst það mun skárra en þetta svitaballa væl og þetta R&B sem hefur tröllriðið öllu síðustu ár.

Opnunar atriðið var fínt og rosalega lýsandi fyrir þessa útvarpsstöð, þeir spila helst ekki Íslenskt og á hátíð sem er að heiðra Íslenska tónlist ætti stöðin að halda sig við Íslenska tónlist ekki satt?

Til hamingju Páll Óskar með sweepið.... það er bara eitt sem ég verð að skjóta að Palla og hans fólki, hann er frábær söngvari og fínn sviðsmaður en það er algjör undantekning ef maður heyrir tónlistina þegar hann treður upp, heyrir vel hans frábæru rödd en playbackið er afskaplega dauft undir og gerir performasinn alls ekkert skemmtilegan..... 


mbl.is Páll Óskar tilnefndur til 5 verðlauna og hlaut þau öll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla Hafmeyjan?

Eitthvað hefur verið rætt um mögulegan útvarpsþátt okkar Andra Freys á Rás 2.

Mig langar bara að benda á að allt er á frumstigi, við höfum ekkert rætt við dagskrástjóra Rásarinnar um launamál eða hvernig þetta mun gerast tæknilega.

Andri jú sendi út frá Danmörku í fyrra og var ég með honum í einhverjar 3 vikur og var það bara ansi fínt.

En það er ansi grunnt á gæðunum, hann átti það til að detta út, heyra ekkert í mér eða heyra ekkert í símanum og sá sem var í símanum heyrði ekkert í honum.

En stóri munurinn er sá að í fyrra vorum við á smá stöðinni Reykjavík FM þar sem engir peningar voru til að gera nokkurn skapaðan hlut, núna erum við að tala um Rás 2, ef ég man rétt þá eru um 60 tæknimenn á launum þar svo einhver ætti að leysa þessa þraut.

Ég mun að sjálfsögðu koma því áleiðis ef samningar nást en það er engin ástæða til að vera með safaríka yfirlýsingar ef ekkert svo gerist, hoppa byssuna.


Stuð!

Nú gæti þetta endað titlalaust, nú verður stress næstu vikur.

Reynir Ommi: Bring it on, orðið er laust


mbl.is Chelsea sigraði Man Utd, 2:1, og liðin jöfn að stigum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Staðan í Íslensku rokk útvarpi????

Um daginn skrifaði meistari Ómar Bonham skemmtilega grein um stöðuna í Íslensku útvarpi

http://bonham.blog.is/blog/bonham/entry/512042/.

Hafði ég gaman að lestrinum og að sjálfssögðu þurfti ég að væla eitthvað smá líka.

Nú skellti ég mér á heimasíðu einu rokkstöðvar landsins X-977, vildi sjá hvaða rokk er að heilla landann og hvað sé ég? 5 lög af 20 sem var að finna á lista Reykjavík FM 101,5.

http://x977.is/pages/33

Þetta er kannski ekki frásögum færandi en Reykjavík FM lést fyrir 4 mánuðum síðan!!!!

Þannig að það er ekkert skrítið að Íslensk rokkstöð sé ekki að gera góða hluti ef þetta er ferskleikinn, 5 LÖG SEM VORU FERSK FYRIR 4-5 MÁNUÐUM þykja móðins á X-inu í dag.

Þetta kallar maður ekki góða þjónustu hjá einu "rokkstöð" landsins.

Þeir vilja ekki gamla rokkið eins og RVKFM spilaði af kostgæfni og þeir vilja ekki heldur nýja rokkið???

Hverjum eru þeir að þjóna?

Emo börnunum?

 


Eurobandið borgar kynningu úr eigin vasa

„Keppnin er orðin svo breytt. Hér áður fyrr heyrði maður lögin bara einu sinni á úrslitakvöldinu, en núna er fólk búið að heyra lögin oft áður," segir Friðrik Ómar, söngvari í Eurobandinu. Hann segir það skipta miklu máli að spila sem víðast og kynna lagið fyrir keppnina.

Friðrik segir að kostnaður við draumakynningarferðina myndi nema um þremur milljónum króna, en sá peningur sé ekki til. Eurobandið gerir þó ýmislegt til að kynna sig. Þau spila í Kaupmannahöfn á föstudaginn, og í risa Eurovision-partýi á laugardaginn. Kostnaðinn vegna þessa og myndbandsins sem gert var við lagið bera þau sjálf. „Það vantar pening og við verðum að redda okkur sjálf," segir Friðrik. Hann vill ekki giska á hver kostnaður þeirra sé, en segir hann að minnsta kosti nema „nokkrum mánaðarlaunum hjá hinum almenna borgara.

 

Fallega gert hjá þeim að leifa Nova að frumsýna myndbandið á heimasíðu sinni, væntanlega gjörsamlega frítt?bilde?Site=XZ&Date=20080421&Category=LIFID01&ArtNo=270613829&Ref=AR&NoBorder


Nýtt mix í spilaranum

Ég henti í spilarann nýju mixi af lagi sem við gerðum í fyrra eða árið þar áður (heilasellur farnar í frí).

Þetta lag heitir Alive og er frumsamið eftir sjálfan mig...

Lagið féll ekki í kram þessara merkilegu útvarpsherra svo ég gruna að engin kannist við þetta, en lagið er gott.

Upp með sokkana og stígum dans gott fólk.

PICT1051


Auðvitað verður maður að tjá sig!

Þegar ég horfði á þetta þá huxaði maður ok attlæ... fyndni feiti gaurinn í góðu flippi.

Svo fannst mér bara assgoti sniðugt þegar dansarinn datt inn, fínir taktar.

En maður hugsaði, fær maður ekkert að sjá stjörnurnar ? Hvar er Barbie gaurinn og mamma hans?

Svo koma þau um mitt lag og fékk ég rosalegan kjánahroll enda þau mun hallærislegri en feiti fyndni gaurinn.

Ég tek undir með flestum sem hafa tjáð sig um kjólinn hennar Barbie mömmu, plz allt annað!

Svo skal ég fúslega viðurkenna að mér finnst Barbie mamma afskaplega myndarleg kona og með prýðis kynþokka  en þegar hún er að reyna fyrir sér sem Britney eða Madonnu sexy gengur það ekki alveg (það er bara eins og ef ég færi að klæða mig í glans jogging galla og reyndi að vera sexy!)

En gangi þeim vel úti.

 

 

 

ps. Ég hef lesið nokkrar umsagnir um þetta myndband og flestallir eru að tala um hvað þetta sé frábært söngfólk, hvað er þá málið með þennan her bakradda? 


mbl.is „Fyndnasta og skemmtilegasta Eurovision myndbandið "
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Matthías Helmstokk með Pop Quiz á Organ á Fös

 

 

Hin glysgjarni en fallegi útvarpsmaður Matti á X-inu verður spyrill á Pop Quizinu núna á föstudaginn.

Þar sem hann er X-977 maður þá er þetta Quiz þeirra sem eru  vel að sér í Blink 192 og Sum 41.

En ef ég dreg aðeins niður í neikvæðninni þá gæti þetta verið skemmtileg keppni hann er þó nokkuð vel að sér í Popp fræðum eins og hann sannaði þegar hans lið BURSTAÐI Rás 2 í PoppPunkti forðum daga sem innihélt tónlistar spekingana Óla Palla, Andreu Jóns og Freysa Eyjólfs... (sumir ekki enn búnir að fá sigurverðlaunin fyrir þann sigur)magnað.

Ég held að þetta sé liða keppni 2 í liði annars veit ég voða lítið um þetta, aldrei mætt á svona uppákomu.

En nú skal safna liði og vera með ........  vill einhver vera með mig vantar bara 1 mann til að fylla liðið mitt, lofa sigriW00t

UKA_121582-1


Ég vissi það!

Auðvitað var það þessi Whitney gella sem gerði hann að aumingja.

Hvernig ætti þessi fallegi strákur í hljómsveitinni hér fyrir neðan að lenda í mikilli neyslu?

Smá gras við og við... það er bara candy.

Eitt er víst, Whitney er ekkert Candy girl!

 

Bobby Brown og félagar hans í New Edition, mér sýnist hann vera lítt áberandi í rauðum buxum.

(hélt alltaf í gamla daga að hann væri skrækróma glæsimennið sem syngur)


mbl.is Brown segir Houston hafa notað sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næ þessu ekki úr höfði mínu, af hverju?

 

 

Þetta er hin stórkostlega Musical Youth sem átti að vera hljómsveit komin undan meistara Bob Marley, saga sem ég heyrði fyrir fyrir nokkrum öldum.

Ég hef verið duglegur að halda því fram að þeir séu allir synir mr. Marley en aldrei sannreynt það.

En ég hef verið mikið að hlusta á BBC rásirnar á netinu og þar fann ég skemmtilegan heimildarþátt um hræðilegasta "pródúsera" team sögunar: Stock, Aitken og Waterman.photomontagesmall1

Þeir eru mennirnir á bak við Rick Asley, Jason Donavan, Mel og Kim, Bananarama, fyrstu ár Kylie og svo mætti lengi telja.

En þeir gerðu prýðis hluti (sem ég hafði ekki hugmynd um) áður en þeir fundu peninga ilminn.

Dead or Alive - You Spin Me Round, Snillingurinn Divine (hvoru tveggja karlmenn í kjólum, annar að vísu mun feitari), Roland Rat (rottu brúða), Sigue Sigue Sputnik og margt ágætt.

En áður en þeir byrjuðu saman þá var einhver þeirra að skipta sér af þessu verkefni, Musical Youth.

Í þættinum heyrði ég brot af laginu og það hefur verið að jinglast í hasunum á mér siðan.

Push play plz, góðar stundir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband