Færsluflokkur: Tónlist
28.3.2008 | 13:40
Skilaboð
Nokkuð viss um <ð æðri máttavöld séu að benda þeim á að snúa sér að öðru!
Ég ætla að gera það í leiðinni.
![]() |
Eldur í rútu Dalton hljómsveitarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.3.2008 | 21:22
Magnað...
Maður veit vart hvað skal segja, sigur gegn betra liði á útivelli!
Fyrsta markskotið í seinni hálfleik....
Þetta er kannski málið, halda bara í fyrri hálfleik og fara síðan af stað í þeim seinni.
Til hamingum með þetta Óli and the boys
![]() |
Eiður og Gunnar tryggðu sigur gegn Slóvökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2008 | 17:11
Portishead - Third
Ég skrifa langa og merkilega grein um nýju plötu Portishead um daginn.
Á sama tíma var ég að hlusta á gripinn og var mjög spenntur, enda búinn að bíða mjög lengi eftir þessari plötu.
Nú er ég búinn að hlusta þónokkuð og ég verð bara að viðurkenna hún er ekkert spes, kemst ekki nálægt hinum tveim.
Það er enn einn séns, gefa henni pásu í mánuð og sjá þá hvað setur.
Nokkrar plötur hafa komið sterkar inn þegar ég gef þeim góða pásu.
En allavega ef ég ætti að gefa stjörnur þá fær hún 2 af 5 mögulegum á móti 5 og 4 fyrir hinar plöturnar.
Já og 5 líka fyrir live plötuna.
Langbesta lag plötunnar Machine head (fyrsti singull) er að finna í spilaranum hér til vinstri.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2008 | 23:36
Ef Guð væri rödd! Og allir hans englar
Ef Guð væri til og það væri rödd þá héti það Elizabeth Frazer.
Liz Frazer er ótrúlega flott en falin söngkona, það eru ótrúlega fáir sem þekkja þessa glæsilegu konu.
Liz kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 1979 í Skotlandi með hljómsveitinni Cocteau Twins sem saman stóð af Robin Guthrie gítar leikara Will HeggieBassaleikara og þótt ótrúlegt sé þá var hún ekki sköpuð í kringum Liz og hennar ótrúlegu rödd, nei hún fékk bara að vera með þar sem hún var kærasta Robin Guthrie.
Nafnið fengu þau af lagi frá annarri Skoskri hljómsveit Simple Minds (taldi nú að það væri merkilegri saga á bak við lagið, að það kæmi úr einhverju bókmenta listaverki).
Sveitin starfaði til ársins 1997 og náði aldrei neinum sérstökum vinsældum utan Bretlands (þótti kannski of strange?) fyrstu árin söng Liz einhverskonar vonlensku eins og Jónsi okkar gerði á sínum tíma (hún taldi að ekki væri hægt að tjá söng sinn á Enskri tungu). Árið 1990 kom út platan Heaven or Las Vegas sem var fyrsta platan sem var sungin alveg á Enska tungu (gæti verið aðeins að kúka á mig þarna, allavega var hún öll á Ensku).
Þessi plata kom sveitinni aðeins á yfirborðið en hún hafði verið smá saman á leiðinni þangað á plötunum þar á undan.
Komst meira að segja singull þeirra Iceblink Luck á top 20 í Bretlandi.
Eftir það komu út 2 plötur á nýju útgáfufyrirtæki sem gerðu engan svakalegan usla í plötubúðum og eins og fyrr segir þá kláraðist partýið´97.
Hún hefur sungið með mörgum sveitum og dúettað með fleirum, frægust er hún væntanlega fyrir samstarf sitt við Mazzive Attack á þeirra bestu plötu Mezzanine.
Þar söng hún smellinn Teardrop sem landinn ætti að kannast við.
Þessi guðdómlegu dæmi sem eru hér fyrir neðan er af plötu hljómsveitarinnar This Mortal Coil It´ll End In Tears (TMC var samstarfsverkefni margra indie sveita).
Á þessari plötu syngur hún 2 lög: Another Day og Song To The Siren (eftir Tim Buckley faðir Jeff Buckley).
Að mínu mati er þetta fullkomnun í söng og minimal hljóðfæraleik ef ekki það besta sem ég hef heyrt á ævinni. Takið sérstaklega eftir live útgáfunni, það er greinilega hægt að gera meira en að syngja Stál og Hnífur með bara gítar og söng að vopni.
Í lokin verð ég að undrast aðeins á hvað fáir þekkja Liz og Cocteau Twins hér á Íslandi, man ekki eftir að hafa heyrt neitt nema Teardrop nema þegar ég er að troða þessu í útvarpið.
Hallið ykkur aftur finnið fallegan stað í huga ykkar og látið ykkur líða vel, og push play!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2008 | 11:07
Spennandi að sjá!
Gillz er náttúrulega þekktastur fyrir að spila með einum putta á hljómborðið, nú er spurning ef þau verða nakin, notar hann þá miðju vinin í sólóið og hendur í frægri krafta pósu á meðan.
Spennandi.... þó ég hafi nú meiri áhuga annan lim bandsins nakin
![]() |
Vilja vera nakin í myndbandinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 13:04
Nú er hver að verða síðastur!
Ég er virkilega hrifin af því að fá alvöru klúbb í borgina, væri samt til í að hafa Gaukinn áfram.
Það er okkur að kenna að Gaukurinn sé að hverfa, við vorum ekkert að mæta.
Ég missti af gleðinni í kringum Tunglið í gamla daga (bjó á vestfjörðum) og nú er ég full gamall til að farað klúbba mig í hel, en ég mun kíkja á þetta og væntanlega nikka kolli til að vera cool á barmi dansgólfsins.
Gangi þér vel með tetta Kiddi minn, í guðana bænum ekki kalla þetta klúbb og spila síða Solon viðbjóð í stað klúbba tónlistar.
Ég er alltaf klár í að taka í the one´n´twos ef þig vantar fallegan DJ.
En nú er málið að kveðja Gaukinn með stæl, mæli sérstaklega með Deep Jimmy n Zepp Creams (flottasta læf band Íslands!)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.3.2008 | 11:31
Stórkostlegt!!!!!
Það vantar ekki úrvalið af mínum uppáhalds listamönnum á klakann þessa dagana.
Má búast við fullri höll af kellingum bæði þeim sem eru með typpi og líka hinum sem fæddust kellingar.
Nú er bara að toppa það og fá Binna strípu til að hita upp fyrir Blunt, hann náttúrulega Íslenskaði svo stórkostlega hið ótrúlega skemmtilega jor bjútifol ! og hjá honum hét Þú ert falleg-skemmtileg þýðing!
Tónleikahaldarar plís förum að fá eitthvað skemmtilegt, ekki grátandi konur með typpi eða menn sem eru á grafarbakkanum, löngu búnir að missa það, segi ég .... bestu tónleikar sem ég hef sé var James Brown í Höllinni.
Samt! þetta er drasl! hvaða helvítis...
![]() |
James Blunt með tónleika 12. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2008 | 23:02
Margt fínt en margt afskaplega einkennilegt.
Flott að Palli fái verðlaun og sé rich bitch eftir síðasta ár og sprengihöllin átti vissulega innkomu ársins, Bergur Ebbi hefur væntanlega verið ansi stoltur með að bera sigurorð af "meistara"Megasi.
Ég bjóst nú við að Bergur myndi nú minnast á Megas í þakkarræðu sinni en tyggjóið hefur truflað hann.
Mugison var auðvitað sá eini sem kom til greina fyrir bestu plötu sem gerð hefur verið á Íslandi í mörg ár.
Það sem sló mig hvað mest var að Benni Crespo var ekki bjartasta vonin og þessi Hjaltalín gaur er besti laga höfundur síðasta árs????? Ég veit að hann á voða flottann pípuhatt og bandið telur 40 mans og það er fagot spilari í bandinu en besti laga höfundurinn 2007.... með fullri virðingu örugglega fínasti laga höfundur en bestur... held ekki.
Svo fannst mér ansi sterkt að Ólöf yfir krútt gerði betri plötu en Björk, misjafn er smekkur manna og vil ég óska öllum vinningshöfum til hamingju með sigrana.
Svo smá meira væl í lokin... af hverju fengum við ekki Mugga atriði á sviðinu? ég gruna að hann hafi verið ansi nálægt Palla sem söngvari ársins.
![]() |
Páll Óskar og Björk söngvarar ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.3.2008 | 12:24
Portishead - Third
Ég komst yfir eintak af nýju plötu Portishead, Third, sem væntanleg er í næsta mánuði (14. april)
Ég skal fúslega viðurkenna að ég hef beðið spentur í 10 ár eftir nýju efni frá svitinni en ótrúlega mögnuð sveit.
En spurningin er þessi: hvernig hljómar ein besta tripp hopp sveit sögunar mörgum árum eftir að tripp hoppið lést? (eða svona að mestu leiti, auðvitað er til tripp hopp í dag það er bara langt því frá jafn áberandi og fyrir 10-15 árum síðan).
Þessari spurningu er vandsvarað, í þessum töluðu orðum er ég að hlusta í fyrsta skipti og vissulega er þetta ekki jafn grípandi og Dummy sem kom út ´94 (og er enn ein af mínum uppáhalds plötum í dag) en ég er í svipuðum fíling og þegar ég hlustaðu á plötu nr. 2 í fyrsta skipti, þar að vísu höfðum við mjög sterkan singul til að koma okkur í rétt hugarástand, All Mine.
Hvaða tón eru þá Portis að bjóða upp á í dag? Ég tel þetta bara rökrétt framhald af tripp hoppi síðasta áratugar, kannski eru þau komin nær rokki og blús tónlist sem hjálpar mér kannski í að tala um Portishead sem nútímablús band.
Vil ekki segja meira áður en fólk fær að heyra meira af plötunni sjálft, samt þónokkuð hræddur um að þessi plata fái ekki nálægt jafn mikla spilun í útvarpi og þau fengu þegar hinar 2 plöturnar komu út.
Eftir að Reykjavík FM datt á höfuðið þá er engin stöð sem spilar framandi og spennandi musik lengur.
Ég vil hvetja alla til að ná sér í eintak af Portishead Third 14 apríl og heyra þennan nýja hljóm, vonandi er ég að kúka í brækur enn einu sinni og platan verði mjög vinsæl og fær miklaspilun í útvarpi... en hver ætti að gera það? það væri helst Óli Palli og félagar...
Ég lauma einu lagi í spilarann hér til vinstri til að gefa fólki forsmekk, þetta er það lag sem líkist gamla Portis hvað mest og ég man helst eftir þegar ég hef hlustað á plötuna einu sinni.
Eins og venjulega þá er endalaust vesen að setja inn musik inn í þennan spilara! Pirrandi skítur.
Ég setti þá gömul myndbönd til upprifjunar og henda hér track listanum á Third hér fyrir neðan og fyrir þá sem eru á faraldsfæti í vor og sumar þá er vegavinan þerra líka hér fyrir neðan.
Third:
01 Silence
02 Hunter
03 Nylon Smile
04 The Rip
05 Plastic
06 We Carry On
07 Deep Water
08 Machine Gun
09 Small
10 Magic Doors
11 Threads
Tónleikaferð:
03-26 Porto, Portugal - Coliseum *
03-27 Lisbon, Portugal - Coliseum *
03-30 Milan, Italy - Alcatraz *
03-31 Florence, Italy - Sashall *
04-02 Munich, Germany - Tonhalle #
04-03 Berlin, Germany - Columbiahalle #
04-04 Copenhagen, Denmark - KB Halle #
04-06 Cologne, Germany - Palladium #
04-07 Amsterdam, Netherlands - HMH #
04-09 Manchester, England - Apollo *
04-10 London, England - Hammersmith Apollo *
04-12 Edinburgh, Scotland - Corn Exchange *
04-13 Wolverhampton, England - Civic *
04-17 London, England - Brixton Academy *
04-26 Indio, CA - Empire Polo Field (Coachella)
05-05 Paris, France - Zenith #
05-06 Paris, France - Zenith #
05-08 Brussels, Belgium - Forest National #
05-29-31 Barcelona, Spain - Parc del Fòrum (Primavera Sound)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2008 | 18:23
Er Prince Roger Nelson besti tónlistarmaður allra tíma?
Fæddur June 7, 1958, í Minneapolis, Minnesota
Ég komst yfir tónleika upptöku með Prince um daginn og þegar ég horfði á þetta missti ég hökuna í gólfið (sem betur fer þá dró hökutoppurinn aðeins úr fallinu en ég þurfti samt plástur).
Þessi maður er Hr. Showmaður númer 1.
Þessir tónleikar voru teknir upp í New York 1985, hljóð og myndgæði hræðileg en það hætti að pirra mig strax á fyrsta lagi, Let´s go crazy.
Það má endalaust deila um hver er betri söngvari eða betra lagasmiður og þessháttar enda er það bara spurning um smekk.
En ef við skoðum meistara Prince þá hefur hann allt, endurtek ALLT sem þarf í góða listamann, mig langar að telja upp það sem hann hefur og eftir því sem ég tel lengur upp þá hverfa þeir sem mögulega gætu elt hann uppi.
Prince Roger Nelson er:
Einn af afkastamestu lagahöfundum sögunar, hann átti það til á tímabili að gefa út 5-6 bootlegs á móti einni plötu sem gefin var út af plötu útgáfunni, (sem tengdist nafnabreytingu hans til að losna frá útgáfunni).
Hann er eindæma góður lagahöfundur (þarna að vísu dettur inn smekkur manna)
Hann er með rosalegt raddsvið (getur rokkað upp um 14 áttundir ef ég ýki slatta)
Hann er vanmetnasti gítarleikari sögunnar (með allra bestu núlifandi gítarleikurum)
Hann spilar á 7000 hljóðfæri (þarna ýki ég aftur þar sem ég veit ekki nákvæmlega hvað þau eru mörg)
Hann er kolklikkaður og bullandi pervert (lykil atriði ef þú villt teljast snillingur)
Falsettan hans fær Jóns í Sigur-Rós til að skammast sín fyrir að nota falsettu.
Síðast en ekki síst þá er engin betri á sviði en hann! Stór orð en ég er nokk viss um að engin geti bent mér á betri sviðsmann en Prince.
Fyrir utan öll dans múvin hans þá hefur hann 1 mjög STÓRT atriði fram yfir alla aðra, dansinn, hoppin, hátalara samfarirnar hafa engin áhrif á söng eða gítarleik kappans!.
Á þessu tónleikum sem ég talaði um hér fyrir ofan var hann með súlu sem hann notaði til að dansa kynferðislega á og líka til að renna sér niður af annarri hæð sviðsins, og oftast þegar hann var að rúlla sér niður súluna var hann að syngja um leið, ekkert hik eða fib.
Flottast á þessum tónleikum var náttúrulega þegar hann var að hoppa yfir píanó og hitta á hæstu og erfiðustu nóturnar í leiðinni, sömuleis gat verið að taka 100 metra sprett með massa gítar solo í gangi í leiðinni.
Þetta gerir engin annar en Prince Roger Nelson.
Það má alveg koma fram að ég er engin svakalega Prince aðdándi,held ég eigi 2-3 plötur með kappanum.
En eftir að hafa séð kyndverginn á þessum tónleikum þá bara missti ég legvatnið og ég er ekki einu sinni ófrískur núna!!!!
Því miður get ég ekki set sönnunar bút með þessari færslu þar sem Prinsinn lét fjarlægja allt Prince dót af youtube en ef þið komist yfir tónleika myndband með þessum kappa, stökkvið á það og látið ekki úr augsýn fyrr en þið hafið horft og sannfærst!
Mæli með því að fólk rifji aðeins upp Prince fræðin og mæli ég með:
Purple Rain bæði myndin og platan
Graffiti Bridge myndin
Sign Of The Times Plöturnar
Musicology Ótrúlega grooví lag sem kom út fyrir 4-5 árum
og plöturnar 2 sem komu honum semi aftur í sviðsljósið: 3121 ´06 og Planet Earth ´07.
Það er alveg sérstaklega leiðinlegt að segja frá því en Prince hélt 200 tónleika í Bretlandi í fyrra (nota ýkið aftur þar sem ég man ekki nákvæmlega hvað þeir voru margir, en þeir voru margir) sem sagt nánast í næsta húsi og maður huxaði: jú það væri gaman að kíkja..... svo leið árið og í á fullu að kíkja upp í rassgatið mér.
Prinsinn pakkaður og farinn og ég en bara í anus.....SJITT!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)