Færsluflokkur: Dægurmál

Torres kann að velja úr tilboðunum.....

Hvað er grínið?

Á þetta ekki að vera international superstar? Ekki veit ég hvað þetta eru gamlar auglýsingar en ég sé ekki betur en að hundurinn sé í Liverfool peysu.....

Það er kannski rosalegur peningur í þessu og þessi pródoxxjón flott á Spáni.

Svo er líka talað um að þetta séu grín auglýsingar frá Nike, ef svo er þá tek ég ofan fyrir Torr-as, en þangað til mun ég bera þennan venjulega hug til drengsins.... *hrollur* enda enda er hann Loserfool stelpa

 


Svo er þetta lið að kalla okkur terrorista!!!

Fyrir þá sem ekki vita þá er Barlómur helber viðbjóður og ekkert lag þarna sem mun lifa þær unglings stúlkur sem eru að kjósa hann.

Vil bara benda fólki á að LANGBESTI lagahöfundur Breta og í raun heims er ekki á þessum lista.

Hann heitir Martin Lee Gore og er aðal lagahöfundur Depeche Mode sem , fyrir þá sem ekki vita, lang magnaðast hljómsveit sögunnar og eru að fara að henda út plötu á vormánuðum...... jíha...

Gleðilegt sumar!


mbl.is Barlow bestur í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missing link?


XXX - MULLET 10 ára á þessu ári!!!!

mullet 

Ég var að átta mig á því að við krakkarnir í stórhljómsveitinni Mullet eigum 10 ára afmæli á þessu ári.

Meistaraverkið XXX kom út árið ´99 (síðasta öld) og seldist í 20-30 eintökum á no time, ég reyndi að pranga þessu inn á alla sem ég þekkti, Irc vinum og fjölsk.

Ef ég man rétt þá náði ég að selja einum vini mínu 1 stk. og einhverjum irc kunningjum 3-4 stk.

Það er stuðningurinn sem ég fékk frá vinum og fjölsk. (alls ekki það að platan hafi verið léleg).

Ég man að afi minn heitinn sagði nokkru eftir að platan kom út:.... maður ætti kannski að kanna þetta drasl (hann sagði ekki drasl, en eitthvað í þá áttina) og hvers vegna var hann að pæla í að kanna þetta drasl?

Jú meistari Arnar Eggert Thorodssen skrifaði dóm um plötuna!

Fyrirsögnin var svona: KRAFTAVERKI LÍKAST, endurtek: KRAFTAVERKI LÍKAST!

Það magnaða við þessa fyrirsögn var að hann var ekkert að hæðast, fyrirsögnin var náttúrulega vísun í Kraftverk sem var ekki úr lausu lofti gripið enda var tónlistin 80´s tölvupopp.

Hann talaði um týnda lagið sem Human Legue sömdu aldrei eða hvort það hafi verið besti lagið sem þau sömdu aldrei... allavega fór fögrum orðum um gripinn, mun fegurri orðum en ég nokkurn tíma eyddi í plötuna.

Þarna var að mestu 80´s tölvupopp eins og fram kom en datt yfir í e-ð skemmtara samba og algjöran viðbjóð (enda fékk ég litlu um þetta ráðið) og Fór Arnar fögrum orðum um það sem var fínt en drullaði ekki einu sinni yfir viðbjóðinn, var kannski aðeins meira til baka back in the day.

Hvað um það, 8 árum eftir útkomu XXX sló hún í gegn í Risastórageisladiskamarkaðnum og seldist upp á nokkrum dögum..... 50-60 stk. Enda var hann víst seldur á eina krónu og ykkur að segja hverrar krónu virði!!!!

Nú er bara spurning um reunion, annað hvort ég sjálfur eða ég tali við Ása sem var með mér í þessu. (höfum lítið talað saman síðan Mullet var og hét, hann rak mig úr bandinu þar sem platan seldist ekki neitt..... það var minni markaðs stjórnun að kenna).

Svo kæru landsmenn þó að það sé kreppa þá má hlakka til næstu mánaða því Mullet is BACK!!!!

mullet 2


Skemmtileg fyrirsögn...

Gefur möguleika á mörgum fyndnum commentum, ég bara er ekkert fyndinn svo fyrirsögnin nægir mér.
mbl.is Beckham meiddur í rassinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við heimtum Satisfaction á okkar degi!!!!

Ég býð upp á það í spilranum hér til hliðar, hressilegt rmx á föstudegi.

Bestu kveðjur á bænda bræður mína.

 

borat5lb9


Ég vissi að þetta myndi gerast

Af hverju fékk hann ekki að hvíla í friði.....

Nú verður farið í mál!


mbl.is Ástargúrúinn tilnefndur til sjö Razzie-verðlauna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

.... Og líkaminn verður klár fyrir helgina, !


Depeche Mode finishes new album

depeche_mode_today

“We’ve completed the record,” the band’s frontman, Dave Gahan, told Pop & Hiss on Thursday via phone from New York. “There might be a couple of bits and pieces we’ve got to clean up, but I feel really good about the fact that we’re finished,” he continued. “I think we’ve made a great record.”

 

Hverjum er ekki sama um nýja Franz Ferdinand, Cortney Love eða 12. sóloplötu U2 (eins og visir.is orðar það)

Ef fólk veit það það ekki enn, þá er Depeche Mode búnir að gera plötu ársins 2009 svo þið heimsku tónlistar "spekingar" (sem segið allir það sama í lok hvers árs) takið frí það sem eftir er árs, árslistinn er klár!


Spennandi popp á nýju ári?

Ég verð seint sakaður um að vera mikill Killers eða Colplay aðdáandi en þessar sveitir hafa "skánað" þessar lélegu útvarpsstöðvar í heiminum sem gera út á að spila bara drasl.

Fyrsta plata Killers var prýðis og mér finnst bara fínt að heyra flest öll lög krakkana í Coldplay en þessar sveitir eru kannski að opna dyr fyrir eitthvað sem er aðeins skárra.

Ég ætla að henda hingað nokkrum nöfnum sem ég sé mögulega slá í gegn á þessu ári með sínar annars venjulegu poppperlur en þessar perlur eru aðeins merkilegri en þetta sem við þurfum að þola upp á hvern einasta dag.

Fyrst skal nefna hljómsveitina White Lies sem kom fram á sjónarsviðið seint í fyrra með lag sitt Death sem var fínt en fyrir stuttu heyrði ég annað lag frá þeim drengjum, To lose my life, og er það mun betra og framtíð björt.

Því miður er nýja lagið enn ófinnanlegt á netinu svo við teljum í Death.

Hressir og bjartsýnir strákar, 2 lög: Death og To lose my life....

 

Næst skal nefna The Airborne Toxic Event frá BNA set þá í sama flokk og White Lies, þessi melódíska 80´s indie popp sveifla.

Þetta lag er líka frá síðasta ári en er varla lent í Evrópu og geri ég mér smá vonir um vinsældir þessara drengja og stúlku.

The Airborne Toxic Event - 'Sometime Around Midnight

 

Empire Of The Sun er hljómsveit frá Ástralíu og gárungar í Bretlandi yfir sig hrifnir samstarfs verkefni hljómsveitarinnar Pnau sem kom á Airwaves í fyrra og The Sleepy Jackson.

Lagið átti upphaflega að koma út seint í febrúar á þessu ári en kemur út á næstu dögum vegna áhuga Breskra útvarpsmanna (það var orðið svo slæmt að Radio one var bannað að spila þetta í fyrra sökum vinsælda á vitlausum tíma).

Get ekki sagt að þetta sé í svakalegu uppáhaldi hjá mér en fínt útvarpspopp

Empire Of The Sun - Walking On A Dream

 

Það sem heillar mig hvað mest af þessum nýstyrnum er önnur sveit frá Ástralíu, The Temper trap.

Lagið ekki enn komið út í Evrópu en er farið að skapa buzz um allan heim.

Nettur U2 fílingur í þessu lagi (frá þeim tíma er U2 var ekkert svo leiðinleg)

Ég mæli eindregið með þessu lagi og allir þið útvarpsstjórar sem lesið þetta blogg daglega, SPILIÐI EITTHVAÐ A VITI!!!!

There u go Wink

 

Svo var ég að detta niður á þessa sveit, Animal Collective og lag þeirra My Girls.

Það er í spilaranum hér við hliðina, menn eru að tala um plötu ársins 2009...... það hljóta samt að vera mínútumenn!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband