Færsluflokkur: Dægurmál

Mullet að slá í gegn í Bandaríkjunum? Nú verðum við að koma með kombakk! 10 ára afmæli á þessu ári.

Sítt að aftan“ skiltum stolið, tekið af dv.is

Bæjaryfirvöld í bandaríska bænum Mullet standa ráðþrota frammi ítrekuðum þjófnuðum á skiltum með nafni bæjarins. Mullet hárgreiðslan, með stutt að framan en sítt að aftan, var afar vinsæl á níunda áratugnum en tískufyrirbrigðið er þó ekki dautt úr öllum æðum og sjást enn þann dag í dag karlmenn með greiðsluna.

Aðdáendur Mullet greiðslunar virðast að minnsta kosti gera sér ferð til bæjarins til að stela slíkum skiltum en á skiltinu stendur „Mullet Place“. „Við höfum margsinnis þurft að setja upp ný skilti. Mér dettur helst í hug að menn séu enn ástfangnir af áttunda og níunda áratugnum, þegar mullet greiðslan var í tísku. Ég veit það annars ekki,“ segir Chris Pirlot hjá vegagerð bæjarins.

Bæjaryfirvöld hafa reynt að stemma stigu gegn þjófnuðunum með því að láta skiltin í nokkurra metra hæð frá jörðu. Pirlot segir að kostnaðurinn við að skipta um skilti nemi um tíu þúsund krónum og því ljóst að tjónið sem bæjaryfirvöld verða fyrir er þó nokkuð. Kostnaðurinn fyrir þjófanna er þó meiri náist þeir, en þeir geta þurft að borga rúmar 100 þúsund krónur í sekt.

Þetta hefur ekkert að gera með hár, þetta er ótæmandi ást á hljómsveitinni Mullet!


Nýja Depeche Mode lagið komið!!!!

Ég get ekki gefið laginu marktæka einkunn þar sem soundið er lélegt en þetta hljómar ansi spennandi.

Ekki að það komi mér á óvart.

Upptaka frá því í gær af Echo verðlaununum í Þýskalandi.

Þetta verður gott vor!


Ef þú ert að leita af nýrri og spennandi tónlist þá er hún hér.

Ég ætla í framtíðinni að henda inn spennandi tónlist sem er á leiðinni eða er komin út en útvarpið hér ekki farið að þefa af.

Íslenskt radio verður seint sakað um að "breika" nýtt stöff (enda eru vinnu reglur á einhverjum stöðvum: við spilum það ekki fyrr en flestir eru búnir að fá upp í kok).

Það má get þess að ef þúi ert með nýjasta Real Playerinn þá geturu dánlódað allri tónlist sem er í spilaranum, bara með því að skella bendlinum á lagið.

Það sem er í spilaranum í dag er :

Half full glass of wine (realdrum mix)Tame Impala
er Áströlsk rokksveit af gamla skólanum en samt fersk? Lagið fór að heyrast á blogg síðum heims fyrir ári síðan en er komið á yfirborðið og hljómar vel.

Fragile TensionDepeche Mode
Demo útgáfa af þessu lagi af væntanlegri breiðskífu bestu sveitar heims. (alls ekki merkilegt lag)

When I Grow UpFever Ray

Veit mest lítið um þessa sveit nema að ég held að hún sé Sænsk og söngkona the Knife syngur það, ég held það. Sá myndbandið á blogginu hans Omma, flott.

ZeroYeah Yeah Yeahs

Spunkunýtt frá Karen O og félögum, fínt við fyrstu hlustun en eftir 2-3 hlustanir ertu húkkt!

Ég er búinn að koma þessu á Matta á Rás 2 og Ómar á X-inu svo þetta fer að heyrast ef þetta er ekki bara komið af stað hjá þeim, Ómar lofaði því að henda þessu strax af stað.

Tonight's Today (Extended Mix)Jack Penate

Lag sem Tjallinn er voða skotin í, fannst það ágæt þangað til ég heyrði Extended þá fannst mér það aðeins betra.

Þetta er eins og 12" vöru í gamla daga bara lengra og smá stælar ekki eins og RMX eru í dag, allt önnur lög oftast.

Do The Strand (Roxy Music Cover)Scissor Sisters

Ágæt útgáfa ég næ alveg að halda hlandi, henti bara inn þar sem systurnar eiga aðdáendur á landinu.

My Girls (Gigamesh 'Proper House' Remix)Animal Collective

Að mínu mati besta lag ársins 2009, ekki langt liðið en þetta er stök helvítis snilld, var með þetta í spilaranum svo lengi um daginn svo ég hendi hér remixi sem er ekkert spes en ég hef heyrt 4-5 mix af þessu lagi og þetta er lang skársta útgáfan.

Nok E NokRoyksopp

Ekki af nýju plötunni, ég bara datt niður á þetta lag og er ægilega hrifin, Sex on the streets.. er það ekki það sem okkur vantar?

We Are The People (Jimmy2sox Remix)Empire Of The Sun

Nýtt lag frá sveitinni sem "semi" sló í gegn með Walking on a dream, finnst þetta mun betra lag.

Single Ladies (In Mayberry)Party Ben

Leiðinlegt lag gert upp og ætti að svín virka á hressar stelpur sem eru single og kunna að blýstra.

Take Me To The HospitalThe Prodigy

Prodigy komnir aftur með plötu sem hefði getað komið út fyrir 15 árum, ekkert nýtt undir sólinni en ætti að virka á hlaupabrettum landsmanna, ef ég bara rataði þangað someday.

Love Etc (Gui Boratto Mix)Pet Shop Boys

Enn eldri menn með lag sem hefði getað komið út fyrir 20 árum og meira að segja búið að discoa dæmið upp svo það hljómar 30 ára gamallt.... ef ég ýki helling.

Gömlu drottningarnar í fínum málum þarna.

Vona að einhver hafi haft gaman af og hafi fundið eitthvað við sitt hæfi, ég endurtek: ef þú nærð þér í nýjasta Real Playerinn á realplayer.com þá getur sótt alla þessa músik á einfaldan hátt.

Góðar stundir


Hefur þú mikið vit á tónlist?

Ef svo er skora ég á þig lesandi góður að mæta á Dillon Sportbar Trönuhrauni 10 Hafnarfirði klukkan 20:00 á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar.

Ég Doddi lítli mun þá stjórna Pop Quizi og mun gera með harðir hendi.

Spurningar koma héðan og þaðan og ég held að það verði nýbreytni að tóndæmi munu fá að fylgja með í þetta skipti(hef aldrei mætt á svona Quiz, veit ekkert hvernig þetta fer fram).

Ég samdi spurningarnar á föstudagskvöldið eftir hálfa rauðvín... eða var það ein og hálf? (nei þetta er ekki spurning úr Quizinu) svo spurningarnar gætu verið skemmtilegar, eða skrautlegar... hvað man ég.

Gústi Boga (Rás 2) stjórnaði keppninni í síðustu viku og var víst magnaður svo toppnum er náð.

En það er alltaf gaman að taka þátt í tónlistar getraunum því skora ég aftur á þig lesandi góður, ef þú telur þig þora.

 

ps. það má geta þess að spyrill er ósigraður í Popppunkti svo hann veit sko hvað klukkan slær!

 

pps. Logi Bergman ég er enn að bíða eftir að þú keppir við mig í Punktinum.

 

dj dodd 2


Kominn tími til!!

Er ekki tilvalið að mjólka Trúbrotið núna.... allt annað: Haukur Mort, Hljómar, Villi Vill osf. löngu orðið þurt.

Ekki það að ég sé mikið að kvarta.... smá .... Trúbrot er án efa ein sú allra besta sem þetta land hefur boðið upp á og ég jafnvel kaupi mér pakkann, eigulegur skratti þar... og alltaf er 1 nýtt lag til.

Magnað!


mbl.is Safnkassi með plötum Trúbrots á leiðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loxins kemst maður inn!

Það var alltaf einhver asnalegur ljómi yfir þessum stað, en við félagarnir fengum ekki að fara þangað (rasismi), fór að vísu allavega tvisvar á eitthvað tjútt á einhverja klúbba þarna uppfrá.

Annað skiptið söng ég e-ð karaoke og fékk einhverja dollara í verðlaun.... takk svo rámar mig í að hafa farið á einhvern stað þar sem var fullt af möguleikum: hip hop hér, kontry þar, keila hér og súlu staður þar..... well bjórinn kosta bara klink svo ég er kannski ekki alveg til frásagnar......

Ég plana allavega skoðunarferð, sérstaklega ef þeir ætla ekkert að fokka upp staðnum.


mbl.is Officera-klúbburinn undir stjórn Einars og Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég man að Svali Björgvins var að dunda við að búa til örbrandara, einn hljómaði svona:

KR.
mbl.is Jakob Örn: „Vonbrigðin eru gríðarleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stend með þér gamli!

Það þarf náttúrulega að eiga tíma fyrir allann gráturinn hjá þeim sem vinna, rosalega fínt sjónvarpsefni.....Frægt fólk vælandi....
mbl.is Peter Gabriel mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki komið gott af þessu rugli?

Ég eins og flestir Íslendingar fékk mér Speis síðu er með þetta feisbögg og samt sé ég engan tilgang í því.

Er harður á því að Twitta ekki og láta ekki undan þrýstingi!!!   eins ég hef gert með hitt draslið Errm

Svo ég vitni í skáldið, hvernig get ég látið þig hætta, að apa eftir örðum.

Þegar ég mynnst þess og veit að þú ert komin af öpum..... kannski ekki 100% ég og textar aldrei verið vinir.

Tek það fram að textabrotið á við sjálfan mig.


mbl.is Twitter-æði rúllar af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ricky Gervais þáttur, veit ekkert hvað þetta er en goddemfokksjitt ! þetta er fyndið

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband