Færsluflokkur: Dægurmál
12.3.2009 | 14:30
Æfingin skapar meistarann...... 2 many dj´s fyrir 10 árum
Ekki merkilegasta sett sem ég hef heyrt......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2009 | 11:24
Magnað afrek!
Á tímum þegar allt er að fara til fjandans þá á að rifja upp gamlar Íslenskar hetju sögur!
Af öllum þessum fréttum síðustu mánuði sem eiga að vera hressar og jákvæðar, og Bylgjan að reyna að vera jákvæð þá kemst ekkert í líkingu við þessa upprifjun Kastljós í gær.
Ég fékk smá á tilfinninguna .... helvíti erum við Íslendingar töff!
Meira svona fjölmiðlar!
Fjölmennt Guðlaugssund í Eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2009 | 00:07
Einkennileg þunglyndiskeppni Rásar 2
Ég hef alltaf gaman af sönglaga keppnum þó svo að lögin sæeu oft alls ekkert skemmtileg, einhver fettis hjá mér ....
Ég meira að segja var að pæla í að taka þátt í þessari bjartsýniskeppni Rásarinnar en brann inni eins og svo oft.
Ég ég skellti mér á síðuna sem heldur utan um þessi lög og ætlaði heldur betur að hressa mig við og fá jákvæða strauma frá Íslenskum tónlistarmönnum berja jákvæðni í Íslenskt brjóst mitt...... did not happen.
Mig langaði bara að fara að gráta þegar ég hlustaði á þetta, allt einhverjir angurværir söngvar (nema Langi Seli og dr. Gunni) og heildar myndin bara mjög mæðuleg, ég gaf mér ekki tíma í að hlusta á textana þar sem lögin voru svo niðurdrepandi.
Ég vildi ekki fara með tárin í augunum í rúmmið.
Það var talað um að það hefðu verið send inn 100 lög og 12 bestu komast í úrslit! 10 af þeim 12 eru niðurdrepandi og ekkert rosalega "góð".....
Hvað er þá málið með þessi 88?
Ég tek líka eftir því að í öllum keppnum Rásarinnar þá eru alltaf einhver sveitalög sem eru í úrslitum, kannski er bara þess háttar musik send inn en af hverju heyrir maður aldrei hressandi disko? (rámar að vísu að það hafi verið eitthvað rapp grín um jólin, er ekki viss)
Fyrir þá sem vilja hlusta á snilldina:http://www.ruv.is/heim/vefir/ras2/poppland/songlagakeppni/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2009 | 15:55
Þar sem svörin eru flest öll komin þá kem ég með öll svörin.
Ég held að ég eigi efni í eina til svo kannski að maður hendi inn loka sarpinum um helgina.
Emmcee og Benni eru ansi vel að sér í þessu, Vissi ekki að Benni væri svona vel að sér í sömplunum.
Það er erfiðast að finna hversu erfitt þetta má vera......
Glöggir lesendur sjá að orginal lagið er skrifað fyrir ofan sarpþjófana
Barry White - It's Ecstasy When You Lay Down Next To Me
Lalo Schifrin - Jim On The Move
Jimmy Bo Horne - Let Me Be Your Lover
Googie Rene - Smokey Joe's La La
Marlena Shaw - Woman Of The Ghetto
Billy Cobham - Stratus
Lyn Collins - Think (About It)
Lulu - Love Love's To Love
Hall & Oates - I Can't Go For That
Lalo Schifrin - Danube Incident
Það vantar nafn á 2 myndbönd Tube og eru það 2. Wiseguys Oh la la og bróðir þeirra 8. Fatboy slim og Santa cruz
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.3.2009 | 11:01
Sarp getraun númer 2, hanskarnir af!
Komin tími á að reyna aftur við hljóðsarps getraun mína.
Í gær rúllaði plötusnúður/íþróttafréttamaðurinn/auglýsingaguruinn Benni þessu upp á nó tæm svo ég er búinn að þyngja draslið.
Nú fá menn engin nöfn á frumsarpið og geta því ekki flett því upp á internetinu (ekki að ég sé að væna Benna um það).
Einnig er óhætt að segja að bútarnir séu eilítið erfiðari og kannski er þekktasti hluti sarpsins ekki notaður frá a-ö.
Bútana er að finna í spilaranum hér til hliðar ef það vafðist eitthvað fyrir mönnum.
Sömu reglur og í gær: hver fékk lánaðan hljóðbútinn og hvað hét lagið sem búturinn var notaður i.
Vissulega er þetta blogg format ekki það besta fyrir svona getraunir en ansk. alltaf gaman að brjóta heila.
Svörin koma í fyrsta lagi á morgun en ef þið eruð með þetta þá er allt í góðu að henda því inn..... kannski seinni partinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.3.2009 | 16:43
Getraun daxxins
Getur þú lesandi góður sagt mér hver samplaði úr lögunum í spilaranum og hvað heita þau lög sem notuðu samplið.
Svarið kemur á næstunni...
Koma svo taka þátt hafa gaman.
Benni kláraði þetta á no time... eða nánast.
Næst verður þetta erfitt!
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.3.2009 | 12:37
Erotískur Krús er hálf asnalegur
Ég sé bara samansafn af frekar leiðinlegum myndum þarna, 10 things .... common vanmetin?? hvaða rugl er þetta.
Að vísu er Jackie Brown fín mynd, ekkert meistaraverk, ég er hissa á að Mean Girls með Lohan sé ekki á þessum lista....10 Things I Hate About You....
Ég man eftir öðrum lista sem sendur var út fyrir skömmu, yfir sigursælustu lið í Evrópu, þar var Liverpool á toppnum (vann ekkert í fyrra og árið á undan ef ég man rétt) og Man U. í 7. sæti.
Hvaða snillingar eru að gera svona lista?
Koma saman á einhverju blaði ...hmmmm blaðið er ekkert að seljast ... usss hvað vantar??' hmmm heyrðu það vantar lista !!! já gerum lista og segjum að 10 Things I Hate About You sé rosalega vanmetin mynd og að Liverpool sé rosa sigursælt fótbolta lið, þetta er nógu mikið bull til að fólki kaupi blaðið yfir sig hissa á þessum listum okkar hmmm já frábært ...hvern eigum við að láta skrifa þessa lista ? hmmm .... uuuu .... heyrðu þú drengur þarna sem ert að skúra.... uuu ég? já hefuru eitthvað vit á kvikmyndum eða fótbolta?? .... uuu neeeee... flott við erum með verkefni handa þér!
Eyes Wide Shut vanmetnasta myndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2009 | 13:16
Lost pearls
Hafði lítið að gera í matartímanum svo ég fór á smá youtube jamm.
Það eru 2 lög sem ég hef leitað af í netheimum síðan ég fór að skoða þetta internet (sem er víst framtíðin) og haldiði að ég hafi ekki fundið þau á tjúbinu....
Fyrst skal telja Kissing the Pink - The Last Film, lag sem ég átti á spólu þegar ég var ungur, mjög ungur og ég var rooosalega hrifin af þessu þessu lagi.
Reyndi að kaupa þetta í mörg ár en aldrei var þetta til.
Hef keypt slatta af Kissing The Pink dóti bara út af þessu lagi og það er í mesta lagi þokkalegt.
En þetta lag, Last Film er stök helvítis snilld og hljómar bara ansi vel 25 árum eftir útgáfu.
Hitt lagið er lag sem Gunnar Salvarson notaði sem upphafsstef fyrir einhvern jazz og sveiflu þátt sinn (Gunnar var þekktastur fyrir þáttinn listapopp).
Lagið heitir Breakfast og er með hljómsveitinni Associates, Gunnar notaði Instrumental útgáfu af laginu og heyrði ég lagið ósungið í mörg mörg ár en alltaf mjög hrifinn, hlusta á þetta jazz og sveiflu drasl bara til að ná upphafs og loka laginu.... ss. Breakfast.
Mörgum árum seinna komst í 12" sem skartaði þessu fallega lagi og mér til undrunar þá var það sungið og ekki versnaði það fyrir vikið.
Söngvari sveitarinnar Billy Mackenzie var alltaf þessi þunglynda og rólega týpa og þegar frægðar sól 80´s smástjörnunnar hvarf ákvað hann að taka sitt líf.
Billy vann mikið með Svissnesku furðufuglunum Yello á þeirra bestu plötum og er víst orðin einhverskonar cult hetja hjá einhverju fólki úti í heimi, eins og oft vill verða með stjörnur sem taka eigið líf.
Hallið ykkur aftur og njótið, þetta er fallegt....
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2009 | 14:34
Ný spenna í spilaranum
Kominn tími á að henda næsta hlassi í spilarann, lög sem eru á leið á vinsældarlista eða sjaldgæfar útgáfur af dóti sem fólk ætti að kannast við.
Í síðasta hlassi fengu þessir 4 síðu lesendur að heyra mikið af væntanlegri plötu Yeah Yeah Yeah´s Its Bliss sem er masterpís gott fólk, ég lauma einu YYY af plötunni til viðbótar í þetta sinn.
Yeah Yeah Yeah´s - Runaway - enn ein snilldin af It´s Bliss
Calvin Harris - I´m not alone - Þetta verður sumarsmellurinn í ár, útvarps dj-ar hafa verið duglegir að spila þetta í óþökk Harris þar sem möguleikin er fyrir hendi að lagið toppi löngu áður en það kemur út. Rosalegt hype í kringum þetta lag á klúbbum í Evrópu, fer á toppinn á Fm listanum á næsta ári.
Depeche Mode - Come Back, fékk þessa myndarlegu sendingu frá Ómari ofur og kann ég honum bestu þakkir. Lagið er tekið af væntanlegri plötu DM, Sounds of the Universe
Depeche Mode - Hole To Feed - Ég verð að segja að þetta sé það besta sem ég hef heyrt af nýju plötunni, dark og drungalegt, alveg eins og ég vil hafa krakkana í DM.
Elbow - Starlings (live @ the BBC) - upphaflega af hinni frábærri plötu þeirra Seldon seen kid.
Hot Knives - Solstice - Nýtt band svo ekki sé meira sagt. Stofnað síðastliðin laugardag.
Fínasti indie smellur, sem Ómar sendi mér. M'er fannst ég kannast við stílinn og röddina en varla.... sveitin er nokkura klukkutíma gömul.
Klaxons - No Diggity (Blackstreet cover) - nýtt efni væntanlegt frá Klaxon )ekki það að ég bíði spenntur) þessi útgáfa fín fyrir þá sem bíða spenntir...
La Roux - in 4 The Kill (Skreams let´s get ravery mix) - þessari stúlku er spáð miklum frama á þessu ári, ekki minn tebolli en þetta mix er sexy.
Lady Ga Ga vs. Eurythmics - Dance Dreams - Of spilaðasta lagið sett ofan í mest samplaða stef sögunar og útkoman bara þónokkuð góð, þrátt fyrir leiðindi Gögunnar.
Tiga - Shoes - Hljómar eins og Flight of the Concords væru komnir í danstónlist, stór skemmtilegt og á eftir að hitta feitt held ég.
Cut Copy - Far away - Langbesta Wanna-B 80´s sveitin sem er í gangi núna og þær eru ansi margar, allt þetta syntapopp er bara ekkert spes (eins mikill syntapopp fan og ég er)
Vil benda þessum fjórum lesendum mínum á að vera óhrædda við að kommenta á þetta tónlistarhlass, hvort sem það sé gott eða slæmt.
Góðar stundir og góða skemmtun.
Dægurmál | Breytt 3.3.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2009 | 13:53
Skjár sport?
Nú má Síminn/Skjárinn endilega taka þátt í þessu útboði, mun betri þjónusta á bara broti af verðinu hjá 365 var í boði hjá Skjá Sporti á sínum tíma og ég mun glaður kaupa áskrift!
Sem ég geri ekki og mun ekki gera hjá 365.
Enski boltinn áfram hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)